Íslenski boltinn

Vildi að fleiri væru á sömu launum og James

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
James og Óskar Örn skrifa undir samninginn í gær.
James og Óskar Örn skrifa undir samninginn í gær. Mynd/Vilhelm
Óskar Örn Ólafsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá ÍBV, segir að David James sé ekki að koma til Íslands til að græða pening.

James gerði í gær samning við ÍBV og mun spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Hann er 42 ára gamall og næstleikjahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.

James er án vafa einn þekktasti leikmaður sem hefur spilað hér landi frá upphafi en þrátt fyrir það segir Óskar Örn að hann sé ekki að þiggja há laun fyrir það.

„Hann er að mestu leyti að gera þetta af góðmennskunni. Við sjáum honum fyrir íbúð og gerum honum kleift að hafa það gott á Íslandi í sumar," sagði Óskar í samtali við Vísi.

„Ég vildi að margir aðrir íslenskir knattspyrnumenn væru á álíka launum. Þá værum við í góðum málum."

„Það verður enginn ríkur af því að spila á Íslandi, ekki heldur hann. En á móti kemur að hann fær nú að hefja sinn þjálfaraferil sem honum hugnast vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×