Vík í Mýrdal ein mesta vaxtarbyggð landsins Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2015 19:30 Frá Vík í Mýrdal. Þar búa nú um 300 manns. Mestu íbúðabyggingar í landsbyggðarþorpi hérlendis um árabil eru í Vík Mýrdal. Þar er þessa dagana verið að flytja inn í tíu nýjar íbúðir í tveimur raðhúsalengjum. Utan suðvesturhornsins verður það sennilega bara Akureyri, með líklega yfir þrjátíu nýjar íbúðir, sem toppar Vík á þessu ári í byggingu nýs íbúðarhúsnæðis. Hlutfallslega verður aukningin þó margfalt meiri í Vík þar sem búa aðeins um 300 manns.Raðhúsalengjurnar tvær. Fimm íbúðir eru í hvorri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Smíði raðhúsanna í Vík hófst í fyrrahaust, flutt var inn í fyrstu íbúðirnar í vor og þær síðustu verða tilbúnar í næstu viku. „Okkur er ánægjulega að fjölga,“ segir Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Árið 2012 vorum við í sögulegu lágmarki hér í Mýrdalshreppi. Síðan þá hefur okkur fjölgað um sextíu manns.“ Fyrir byggð sem fjarað hafði undan í áratugi eru umskiptin vegna ferðamanna, og þau má glöggt sjá þessa dagana, nú þegar komið er fram í miðjan októbermánuð. Fyrir 5-6 árum var ferðaþjónustan löggst í dvala um þetta leyti árs. Nú er þar allt morandi í ferðamönnum, fjöldi rútubíla, og 3-4 heilsárshótel í rekstri, en áætlað er að hálfmilljón ferðamanna heimsæki Vík í ár. Starfsfólk ferðaþjónustunnar þarf líka þak yfir höfuðið.Elín Einarsdóttir í Sólheimahjáleigu, oddviti Mýrdalshrepps.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ferðaþjónustan er orðin mjög stór, okkar stærsta atvinnugrein hér. Hún er mannaflsfrek. Það vantar náttúrlega bara íbúðarhúsnæði fyrir vinnandi fólk,“ segir oddvitinn. Það voru raunar fjórir eigendur ferðaþjónustufyrirtækja í Mýrdalshreppi sem stóðu að smíði húsanna, þeirra á meðal Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku, en hann segir allar íbúðirnar hafa selst fljótt,- telur raunar að þeir hefðu getað selt tíu í viðbót. Sveitarfélagið tók þátt í verkefninu með því að kaupa tvær íbúðanna. „Það er komið fólk í hverja einustu íbúð og vantar húsnæði enn,“ segir Elín.Hver íbúð er 91 fermetri að stærð. Verðið var aðeins um 16 milljónir króna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jóhannes Kristjánsson segir að þeir hafi kappkostað að halda byggingarkostnaði í lágmarki og selt íbúðirnar á kostnaðarverði, um sextán milljónir króna, en hver þeirra er 91 fermetri. Þessi litli kostnaður virðist lykilatriði á landsbyggðinni. „Það stendur svolítið i fólki að byggja sér húnæði hér því byggingarkostnaður er oft töluvert yfir raunvirði eignarinnar þegar hún fer í sölu. En hins vegar er það það jákvæða við þessa þróun hjá okkur, bæði fólksfjölgun og aukin umsvif, að hér hefur fasteignaverð hækkað töluvert mikið,“ segir Elín Einarsdóttir oddviti. Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Mestu íbúðabyggingar í landsbyggðarþorpi hérlendis um árabil eru í Vík Mýrdal. Þar er þessa dagana verið að flytja inn í tíu nýjar íbúðir í tveimur raðhúsalengjum. Utan suðvesturhornsins verður það sennilega bara Akureyri, með líklega yfir þrjátíu nýjar íbúðir, sem toppar Vík á þessu ári í byggingu nýs íbúðarhúsnæðis. Hlutfallslega verður aukningin þó margfalt meiri í Vík þar sem búa aðeins um 300 manns.Raðhúsalengjurnar tvær. Fimm íbúðir eru í hvorri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Smíði raðhúsanna í Vík hófst í fyrrahaust, flutt var inn í fyrstu íbúðirnar í vor og þær síðustu verða tilbúnar í næstu viku. „Okkur er ánægjulega að fjölga,“ segir Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Árið 2012 vorum við í sögulegu lágmarki hér í Mýrdalshreppi. Síðan þá hefur okkur fjölgað um sextíu manns.“ Fyrir byggð sem fjarað hafði undan í áratugi eru umskiptin vegna ferðamanna, og þau má glöggt sjá þessa dagana, nú þegar komið er fram í miðjan októbermánuð. Fyrir 5-6 árum var ferðaþjónustan löggst í dvala um þetta leyti árs. Nú er þar allt morandi í ferðamönnum, fjöldi rútubíla, og 3-4 heilsárshótel í rekstri, en áætlað er að hálfmilljón ferðamanna heimsæki Vík í ár. Starfsfólk ferðaþjónustunnar þarf líka þak yfir höfuðið.Elín Einarsdóttir í Sólheimahjáleigu, oddviti Mýrdalshrepps.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ferðaþjónustan er orðin mjög stór, okkar stærsta atvinnugrein hér. Hún er mannaflsfrek. Það vantar náttúrlega bara íbúðarhúsnæði fyrir vinnandi fólk,“ segir oddvitinn. Það voru raunar fjórir eigendur ferðaþjónustufyrirtækja í Mýrdalshreppi sem stóðu að smíði húsanna, þeirra á meðal Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku, en hann segir allar íbúðirnar hafa selst fljótt,- telur raunar að þeir hefðu getað selt tíu í viðbót. Sveitarfélagið tók þátt í verkefninu með því að kaupa tvær íbúðanna. „Það er komið fólk í hverja einustu íbúð og vantar húsnæði enn,“ segir Elín.Hver íbúð er 91 fermetri að stærð. Verðið var aðeins um 16 milljónir króna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jóhannes Kristjánsson segir að þeir hafi kappkostað að halda byggingarkostnaði í lágmarki og selt íbúðirnar á kostnaðarverði, um sextán milljónir króna, en hver þeirra er 91 fermetri. Þessi litli kostnaður virðist lykilatriði á landsbyggðinni. „Það stendur svolítið i fólki að byggja sér húnæði hér því byggingarkostnaður er oft töluvert yfir raunvirði eignarinnar þegar hún fer í sölu. En hins vegar er það það jákvæða við þessa þróun hjá okkur, bæði fólksfjölgun og aukin umsvif, að hér hefur fasteignaverð hækkað töluvert mikið,“ segir Elín Einarsdóttir oddviti.
Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira