Vík í Mýrdal ein mesta vaxtarbyggð landsins Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2015 19:30 Frá Vík í Mýrdal. Þar búa nú um 300 manns. Mestu íbúðabyggingar í landsbyggðarþorpi hérlendis um árabil eru í Vík Mýrdal. Þar er þessa dagana verið að flytja inn í tíu nýjar íbúðir í tveimur raðhúsalengjum. Utan suðvesturhornsins verður það sennilega bara Akureyri, með líklega yfir þrjátíu nýjar íbúðir, sem toppar Vík á þessu ári í byggingu nýs íbúðarhúsnæðis. Hlutfallslega verður aukningin þó margfalt meiri í Vík þar sem búa aðeins um 300 manns.Raðhúsalengjurnar tvær. Fimm íbúðir eru í hvorri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Smíði raðhúsanna í Vík hófst í fyrrahaust, flutt var inn í fyrstu íbúðirnar í vor og þær síðustu verða tilbúnar í næstu viku. „Okkur er ánægjulega að fjölga,“ segir Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Árið 2012 vorum við í sögulegu lágmarki hér í Mýrdalshreppi. Síðan þá hefur okkur fjölgað um sextíu manns.“ Fyrir byggð sem fjarað hafði undan í áratugi eru umskiptin vegna ferðamanna, og þau má glöggt sjá þessa dagana, nú þegar komið er fram í miðjan októbermánuð. Fyrir 5-6 árum var ferðaþjónustan löggst í dvala um þetta leyti árs. Nú er þar allt morandi í ferðamönnum, fjöldi rútubíla, og 3-4 heilsárshótel í rekstri, en áætlað er að hálfmilljón ferðamanna heimsæki Vík í ár. Starfsfólk ferðaþjónustunnar þarf líka þak yfir höfuðið.Elín Einarsdóttir í Sólheimahjáleigu, oddviti Mýrdalshrepps.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ferðaþjónustan er orðin mjög stór, okkar stærsta atvinnugrein hér. Hún er mannaflsfrek. Það vantar náttúrlega bara íbúðarhúsnæði fyrir vinnandi fólk,“ segir oddvitinn. Það voru raunar fjórir eigendur ferðaþjónustufyrirtækja í Mýrdalshreppi sem stóðu að smíði húsanna, þeirra á meðal Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku, en hann segir allar íbúðirnar hafa selst fljótt,- telur raunar að þeir hefðu getað selt tíu í viðbót. Sveitarfélagið tók þátt í verkefninu með því að kaupa tvær íbúðanna. „Það er komið fólk í hverja einustu íbúð og vantar húsnæði enn,“ segir Elín.Hver íbúð er 91 fermetri að stærð. Verðið var aðeins um 16 milljónir króna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jóhannes Kristjánsson segir að þeir hafi kappkostað að halda byggingarkostnaði í lágmarki og selt íbúðirnar á kostnaðarverði, um sextán milljónir króna, en hver þeirra er 91 fermetri. Þessi litli kostnaður virðist lykilatriði á landsbyggðinni. „Það stendur svolítið i fólki að byggja sér húnæði hér því byggingarkostnaður er oft töluvert yfir raunvirði eignarinnar þegar hún fer í sölu. En hins vegar er það það jákvæða við þessa þróun hjá okkur, bæði fólksfjölgun og aukin umsvif, að hér hefur fasteignaverð hækkað töluvert mikið,“ segir Elín Einarsdóttir oddviti. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Mestu íbúðabyggingar í landsbyggðarþorpi hérlendis um árabil eru í Vík Mýrdal. Þar er þessa dagana verið að flytja inn í tíu nýjar íbúðir í tveimur raðhúsalengjum. Utan suðvesturhornsins verður það sennilega bara Akureyri, með líklega yfir þrjátíu nýjar íbúðir, sem toppar Vík á þessu ári í byggingu nýs íbúðarhúsnæðis. Hlutfallslega verður aukningin þó margfalt meiri í Vík þar sem búa aðeins um 300 manns.Raðhúsalengjurnar tvær. Fimm íbúðir eru í hvorri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Smíði raðhúsanna í Vík hófst í fyrrahaust, flutt var inn í fyrstu íbúðirnar í vor og þær síðustu verða tilbúnar í næstu viku. „Okkur er ánægjulega að fjölga,“ segir Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Árið 2012 vorum við í sögulegu lágmarki hér í Mýrdalshreppi. Síðan þá hefur okkur fjölgað um sextíu manns.“ Fyrir byggð sem fjarað hafði undan í áratugi eru umskiptin vegna ferðamanna, og þau má glöggt sjá þessa dagana, nú þegar komið er fram í miðjan októbermánuð. Fyrir 5-6 árum var ferðaþjónustan löggst í dvala um þetta leyti árs. Nú er þar allt morandi í ferðamönnum, fjöldi rútubíla, og 3-4 heilsárshótel í rekstri, en áætlað er að hálfmilljón ferðamanna heimsæki Vík í ár. Starfsfólk ferðaþjónustunnar þarf líka þak yfir höfuðið.Elín Einarsdóttir í Sólheimahjáleigu, oddviti Mýrdalshrepps.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ferðaþjónustan er orðin mjög stór, okkar stærsta atvinnugrein hér. Hún er mannaflsfrek. Það vantar náttúrlega bara íbúðarhúsnæði fyrir vinnandi fólk,“ segir oddvitinn. Það voru raunar fjórir eigendur ferðaþjónustufyrirtækja í Mýrdalshreppi sem stóðu að smíði húsanna, þeirra á meðal Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku, en hann segir allar íbúðirnar hafa selst fljótt,- telur raunar að þeir hefðu getað selt tíu í viðbót. Sveitarfélagið tók þátt í verkefninu með því að kaupa tvær íbúðanna. „Það er komið fólk í hverja einustu íbúð og vantar húsnæði enn,“ segir Elín.Hver íbúð er 91 fermetri að stærð. Verðið var aðeins um 16 milljónir króna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jóhannes Kristjánsson segir að þeir hafi kappkostað að halda byggingarkostnaði í lágmarki og selt íbúðirnar á kostnaðarverði, um sextán milljónir króna, en hver þeirra er 91 fermetri. Þessi litli kostnaður virðist lykilatriði á landsbyggðinni. „Það stendur svolítið i fólki að byggja sér húnæði hér því byggingarkostnaður er oft töluvert yfir raunvirði eignarinnar þegar hún fer í sölu. En hins vegar er það það jákvæða við þessa þróun hjá okkur, bæði fólksfjölgun og aukin umsvif, að hér hefur fasteignaverð hækkað töluvert mikið,“ segir Elín Einarsdóttir oddviti.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira