Vík í Mýrdal ein mesta vaxtarbyggð landsins Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2015 19:30 Frá Vík í Mýrdal. Þar búa nú um 300 manns. Mestu íbúðabyggingar í landsbyggðarþorpi hérlendis um árabil eru í Vík Mýrdal. Þar er þessa dagana verið að flytja inn í tíu nýjar íbúðir í tveimur raðhúsalengjum. Utan suðvesturhornsins verður það sennilega bara Akureyri, með líklega yfir þrjátíu nýjar íbúðir, sem toppar Vík á þessu ári í byggingu nýs íbúðarhúsnæðis. Hlutfallslega verður aukningin þó margfalt meiri í Vík þar sem búa aðeins um 300 manns.Raðhúsalengjurnar tvær. Fimm íbúðir eru í hvorri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Smíði raðhúsanna í Vík hófst í fyrrahaust, flutt var inn í fyrstu íbúðirnar í vor og þær síðustu verða tilbúnar í næstu viku. „Okkur er ánægjulega að fjölga,“ segir Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Árið 2012 vorum við í sögulegu lágmarki hér í Mýrdalshreppi. Síðan þá hefur okkur fjölgað um sextíu manns.“ Fyrir byggð sem fjarað hafði undan í áratugi eru umskiptin vegna ferðamanna, og þau má glöggt sjá þessa dagana, nú þegar komið er fram í miðjan októbermánuð. Fyrir 5-6 árum var ferðaþjónustan löggst í dvala um þetta leyti árs. Nú er þar allt morandi í ferðamönnum, fjöldi rútubíla, og 3-4 heilsárshótel í rekstri, en áætlað er að hálfmilljón ferðamanna heimsæki Vík í ár. Starfsfólk ferðaþjónustunnar þarf líka þak yfir höfuðið.Elín Einarsdóttir í Sólheimahjáleigu, oddviti Mýrdalshrepps.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ferðaþjónustan er orðin mjög stór, okkar stærsta atvinnugrein hér. Hún er mannaflsfrek. Það vantar náttúrlega bara íbúðarhúsnæði fyrir vinnandi fólk,“ segir oddvitinn. Það voru raunar fjórir eigendur ferðaþjónustufyrirtækja í Mýrdalshreppi sem stóðu að smíði húsanna, þeirra á meðal Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku, en hann segir allar íbúðirnar hafa selst fljótt,- telur raunar að þeir hefðu getað selt tíu í viðbót. Sveitarfélagið tók þátt í verkefninu með því að kaupa tvær íbúðanna. „Það er komið fólk í hverja einustu íbúð og vantar húsnæði enn,“ segir Elín.Hver íbúð er 91 fermetri að stærð. Verðið var aðeins um 16 milljónir króna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jóhannes Kristjánsson segir að þeir hafi kappkostað að halda byggingarkostnaði í lágmarki og selt íbúðirnar á kostnaðarverði, um sextán milljónir króna, en hver þeirra er 91 fermetri. Þessi litli kostnaður virðist lykilatriði á landsbyggðinni. „Það stendur svolítið i fólki að byggja sér húnæði hér því byggingarkostnaður er oft töluvert yfir raunvirði eignarinnar þegar hún fer í sölu. En hins vegar er það það jákvæða við þessa þróun hjá okkur, bæði fólksfjölgun og aukin umsvif, að hér hefur fasteignaverð hækkað töluvert mikið,“ segir Elín Einarsdóttir oddviti. Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Mestu íbúðabyggingar í landsbyggðarþorpi hérlendis um árabil eru í Vík Mýrdal. Þar er þessa dagana verið að flytja inn í tíu nýjar íbúðir í tveimur raðhúsalengjum. Utan suðvesturhornsins verður það sennilega bara Akureyri, með líklega yfir þrjátíu nýjar íbúðir, sem toppar Vík á þessu ári í byggingu nýs íbúðarhúsnæðis. Hlutfallslega verður aukningin þó margfalt meiri í Vík þar sem búa aðeins um 300 manns.Raðhúsalengjurnar tvær. Fimm íbúðir eru í hvorri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Smíði raðhúsanna í Vík hófst í fyrrahaust, flutt var inn í fyrstu íbúðirnar í vor og þær síðustu verða tilbúnar í næstu viku. „Okkur er ánægjulega að fjölga,“ segir Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Árið 2012 vorum við í sögulegu lágmarki hér í Mýrdalshreppi. Síðan þá hefur okkur fjölgað um sextíu manns.“ Fyrir byggð sem fjarað hafði undan í áratugi eru umskiptin vegna ferðamanna, og þau má glöggt sjá þessa dagana, nú þegar komið er fram í miðjan októbermánuð. Fyrir 5-6 árum var ferðaþjónustan löggst í dvala um þetta leyti árs. Nú er þar allt morandi í ferðamönnum, fjöldi rútubíla, og 3-4 heilsárshótel í rekstri, en áætlað er að hálfmilljón ferðamanna heimsæki Vík í ár. Starfsfólk ferðaþjónustunnar þarf líka þak yfir höfuðið.Elín Einarsdóttir í Sólheimahjáleigu, oddviti Mýrdalshrepps.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ferðaþjónustan er orðin mjög stór, okkar stærsta atvinnugrein hér. Hún er mannaflsfrek. Það vantar náttúrlega bara íbúðarhúsnæði fyrir vinnandi fólk,“ segir oddvitinn. Það voru raunar fjórir eigendur ferðaþjónustufyrirtækja í Mýrdalshreppi sem stóðu að smíði húsanna, þeirra á meðal Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku, en hann segir allar íbúðirnar hafa selst fljótt,- telur raunar að þeir hefðu getað selt tíu í viðbót. Sveitarfélagið tók þátt í verkefninu með því að kaupa tvær íbúðanna. „Það er komið fólk í hverja einustu íbúð og vantar húsnæði enn,“ segir Elín.Hver íbúð er 91 fermetri að stærð. Verðið var aðeins um 16 milljónir króna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jóhannes Kristjánsson segir að þeir hafi kappkostað að halda byggingarkostnaði í lágmarki og selt íbúðirnar á kostnaðarverði, um sextán milljónir króna, en hver þeirra er 91 fermetri. Þessi litli kostnaður virðist lykilatriði á landsbyggðinni. „Það stendur svolítið i fólki að byggja sér húnæði hér því byggingarkostnaður er oft töluvert yfir raunvirði eignarinnar þegar hún fer í sölu. En hins vegar er það það jákvæða við þessa þróun hjá okkur, bæði fólksfjölgun og aukin umsvif, að hér hefur fasteignaverð hækkað töluvert mikið,“ segir Elín Einarsdóttir oddviti.
Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira