Innlent

Vígðu vegglistaverk í Breiðholti

Birta Björnsdóttir skrifar
Borgarstjórinn í Reykjavík vígði í dag nýtt vegglistaverk eftir Ragnar Kjartansson og vegglistahóp Miðbergs að Krummahólum í Breiðholti.

Borgarráð ákvað á síðasta ári að fjölga listaverkum í opinberu rými í Breiðholti og eru verkin hluti af því átaki.

Um er að ræða fimm stórar veggmyndir eftir listamennina  Erró, Theresu Himmer, Söru Riel og Ragnar Kjartansson, auk minni veggmynda eftir ungmennin úr Miðbergi.

Listasafn Reykjavíkur hefur haft umsjón með verkefninu sem hefur verið unnið í samráði við íbúa í Breiðholti og hverfisráð. 

Myndskeið af vígslunni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Fertugur með kúl ungu strákunum

Veggmynd eftir Ragnar Kjartansson vígð í Breiðholti. Vann verkið með Skiltamálun Reykjavíkur. Ragnar lýsir verkinu sem ljóðrænum myndasögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×