Vigdísarstofnun mun starfa undir formerkjum UNESCO 15. apríl 2013 09:33 Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhendir í dag frú Vigdísi Finnbogadóttur samstarfssamning íslenskra stjórnvalda og UNESCO, menningar-, mennta- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, um að Vigdísarstofnun - alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar starfi undir formerkjum UNESCO. Ráðherra hefur undirritað samninginn fyrir hönd íslenskra stjórnvalda en Vigdís mun að ósk Irinu Bokovu, aðalframkvæmdastjóra UNESCO, verða viðstödd þegar hún undirritar samninginn síðar í vor. Svo skemmtilega vill til að Vigdís fær samninginn í hendur á afmælisdegi sínum, en hún er áttatíu og þriggja ára í dag.Staðfestir hlutverk Vigdísarstofnunar Aðalráðstefna UNESCO hefur þegar samþykkt samninginn einróma og felur sú ákvörðun í sér staðfestingu á því mikilvæga hlutverki sem alþjóðlegu tungumálamiðstöðinni er ætlað að gegna á heimsvísu. Þá er hún ekki síður viðurkenning fyrir mikilvægt framlag Vigdísar sem fyrsta og til þessa eina velgjörðarsendiherra tungumála á vettvangi UNESCO. Háskóli Íslands hefur sett Vigdísarstofnun starfsreglur en hún er fyrsta tungumálamiðstöðin í heiminum sem mun starfa undir formerkjum UNESCO. Alþjóðlegu tungumálamiðstöðinni er m.a. ætlað að stuðla að traustri tungumálakunnáttu og fjöltyngi til að auka skilning, samskipti og virðingu milli ólíkra menningarheima og þjóða, auka vitund um mikilvægi tungumála fyrir menningararfleið mannkyns og leggja sitt af mörkum til varðveislu tungumála. Þá er henni ætlað að efla þýðingar og þýðingafræði með það að markmiði að auka skilning og ánægju af menningarlegri fjölbreytni. Loks er stofnuninni ætlað að stuðla að rannsóknum og þekkingu á erlendum tungumálum og menningu. Auk þess vegsauka sem fylgir því að starfa undir formerkjum UNESCO er ljóst að í verkefninu felast mikil tækifæri til rannsókna og nýsköpunar, ekki síst í menningartengdri ferðaþjónustu, við miðlun rannsókna og í þekkingariðnaði.Til húsa við Suðurgötu Vigdísarstofnun verður til húsa í nýrri byggingu sem mun rísa við Suðurgötu næst gömlu Loftskeytastöðinni. Vonir standa til að framkvæmdir við bygginguna hefjist síðar á árinu en þar verður aðstaða til kennslu og rannsókna í þeim 14 erlendu tungumálum, sem kennd eru við Háskóla Íslands, auk aðstöðu fyrir erlenda gestafræðimenn og alþjóðasamstarf. Í tungumálamiðstöðinni verður starfrækt þekkingarmiðstöð þar sem leikir og lærðir geta fræðst um erlend tungumál og menningu á lifandi og skapandi hátt. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhendir í dag frú Vigdísi Finnbogadóttur samstarfssamning íslenskra stjórnvalda og UNESCO, menningar-, mennta- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, um að Vigdísarstofnun - alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar starfi undir formerkjum UNESCO. Ráðherra hefur undirritað samninginn fyrir hönd íslenskra stjórnvalda en Vigdís mun að ósk Irinu Bokovu, aðalframkvæmdastjóra UNESCO, verða viðstödd þegar hún undirritar samninginn síðar í vor. Svo skemmtilega vill til að Vigdís fær samninginn í hendur á afmælisdegi sínum, en hún er áttatíu og þriggja ára í dag.Staðfestir hlutverk Vigdísarstofnunar Aðalráðstefna UNESCO hefur þegar samþykkt samninginn einróma og felur sú ákvörðun í sér staðfestingu á því mikilvæga hlutverki sem alþjóðlegu tungumálamiðstöðinni er ætlað að gegna á heimsvísu. Þá er hún ekki síður viðurkenning fyrir mikilvægt framlag Vigdísar sem fyrsta og til þessa eina velgjörðarsendiherra tungumála á vettvangi UNESCO. Háskóli Íslands hefur sett Vigdísarstofnun starfsreglur en hún er fyrsta tungumálamiðstöðin í heiminum sem mun starfa undir formerkjum UNESCO. Alþjóðlegu tungumálamiðstöðinni er m.a. ætlað að stuðla að traustri tungumálakunnáttu og fjöltyngi til að auka skilning, samskipti og virðingu milli ólíkra menningarheima og þjóða, auka vitund um mikilvægi tungumála fyrir menningararfleið mannkyns og leggja sitt af mörkum til varðveislu tungumála. Þá er henni ætlað að efla þýðingar og þýðingafræði með það að markmiði að auka skilning og ánægju af menningarlegri fjölbreytni. Loks er stofnuninni ætlað að stuðla að rannsóknum og þekkingu á erlendum tungumálum og menningu. Auk þess vegsauka sem fylgir því að starfa undir formerkjum UNESCO er ljóst að í verkefninu felast mikil tækifæri til rannsókna og nýsköpunar, ekki síst í menningartengdri ferðaþjónustu, við miðlun rannsókna og í þekkingariðnaði.Til húsa við Suðurgötu Vigdísarstofnun verður til húsa í nýrri byggingu sem mun rísa við Suðurgötu næst gömlu Loftskeytastöðinni. Vonir standa til að framkvæmdir við bygginguna hefjist síðar á árinu en þar verður aðstaða til kennslu og rannsókna í þeim 14 erlendu tungumálum, sem kennd eru við Háskóla Íslands, auk aðstöðu fyrir erlenda gestafræðimenn og alþjóðasamstarf. Í tungumálamiðstöðinni verður starfrækt þekkingarmiðstöð þar sem leikir og lærðir geta fræðst um erlend tungumál og menningu á lifandi og skapandi hátt.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira