Vigdísarstofnun mun starfa undir formerkjum UNESCO 15. apríl 2013 09:33 Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhendir í dag frú Vigdísi Finnbogadóttur samstarfssamning íslenskra stjórnvalda og UNESCO, menningar-, mennta- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, um að Vigdísarstofnun - alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar starfi undir formerkjum UNESCO. Ráðherra hefur undirritað samninginn fyrir hönd íslenskra stjórnvalda en Vigdís mun að ósk Irinu Bokovu, aðalframkvæmdastjóra UNESCO, verða viðstödd þegar hún undirritar samninginn síðar í vor. Svo skemmtilega vill til að Vigdís fær samninginn í hendur á afmælisdegi sínum, en hún er áttatíu og þriggja ára í dag.Staðfestir hlutverk Vigdísarstofnunar Aðalráðstefna UNESCO hefur þegar samþykkt samninginn einróma og felur sú ákvörðun í sér staðfestingu á því mikilvæga hlutverki sem alþjóðlegu tungumálamiðstöðinni er ætlað að gegna á heimsvísu. Þá er hún ekki síður viðurkenning fyrir mikilvægt framlag Vigdísar sem fyrsta og til þessa eina velgjörðarsendiherra tungumála á vettvangi UNESCO. Háskóli Íslands hefur sett Vigdísarstofnun starfsreglur en hún er fyrsta tungumálamiðstöðin í heiminum sem mun starfa undir formerkjum UNESCO. Alþjóðlegu tungumálamiðstöðinni er m.a. ætlað að stuðla að traustri tungumálakunnáttu og fjöltyngi til að auka skilning, samskipti og virðingu milli ólíkra menningarheima og þjóða, auka vitund um mikilvægi tungumála fyrir menningararfleið mannkyns og leggja sitt af mörkum til varðveislu tungumála. Þá er henni ætlað að efla þýðingar og þýðingafræði með það að markmiði að auka skilning og ánægju af menningarlegri fjölbreytni. Loks er stofnuninni ætlað að stuðla að rannsóknum og þekkingu á erlendum tungumálum og menningu. Auk þess vegsauka sem fylgir því að starfa undir formerkjum UNESCO er ljóst að í verkefninu felast mikil tækifæri til rannsókna og nýsköpunar, ekki síst í menningartengdri ferðaþjónustu, við miðlun rannsókna og í þekkingariðnaði.Til húsa við Suðurgötu Vigdísarstofnun verður til húsa í nýrri byggingu sem mun rísa við Suðurgötu næst gömlu Loftskeytastöðinni. Vonir standa til að framkvæmdir við bygginguna hefjist síðar á árinu en þar verður aðstaða til kennslu og rannsókna í þeim 14 erlendu tungumálum, sem kennd eru við Háskóla Íslands, auk aðstöðu fyrir erlenda gestafræðimenn og alþjóðasamstarf. Í tungumálamiðstöðinni verður starfrækt þekkingarmiðstöð þar sem leikir og lærðir geta fræðst um erlend tungumál og menningu á lifandi og skapandi hátt. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhendir í dag frú Vigdísi Finnbogadóttur samstarfssamning íslenskra stjórnvalda og UNESCO, menningar-, mennta- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, um að Vigdísarstofnun - alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar starfi undir formerkjum UNESCO. Ráðherra hefur undirritað samninginn fyrir hönd íslenskra stjórnvalda en Vigdís mun að ósk Irinu Bokovu, aðalframkvæmdastjóra UNESCO, verða viðstödd þegar hún undirritar samninginn síðar í vor. Svo skemmtilega vill til að Vigdís fær samninginn í hendur á afmælisdegi sínum, en hún er áttatíu og þriggja ára í dag.Staðfestir hlutverk Vigdísarstofnunar Aðalráðstefna UNESCO hefur þegar samþykkt samninginn einróma og felur sú ákvörðun í sér staðfestingu á því mikilvæga hlutverki sem alþjóðlegu tungumálamiðstöðinni er ætlað að gegna á heimsvísu. Þá er hún ekki síður viðurkenning fyrir mikilvægt framlag Vigdísar sem fyrsta og til þessa eina velgjörðarsendiherra tungumála á vettvangi UNESCO. Háskóli Íslands hefur sett Vigdísarstofnun starfsreglur en hún er fyrsta tungumálamiðstöðin í heiminum sem mun starfa undir formerkjum UNESCO. Alþjóðlegu tungumálamiðstöðinni er m.a. ætlað að stuðla að traustri tungumálakunnáttu og fjöltyngi til að auka skilning, samskipti og virðingu milli ólíkra menningarheima og þjóða, auka vitund um mikilvægi tungumála fyrir menningararfleið mannkyns og leggja sitt af mörkum til varðveislu tungumála. Þá er henni ætlað að efla þýðingar og þýðingafræði með það að markmiði að auka skilning og ánægju af menningarlegri fjölbreytni. Loks er stofnuninni ætlað að stuðla að rannsóknum og þekkingu á erlendum tungumálum og menningu. Auk þess vegsauka sem fylgir því að starfa undir formerkjum UNESCO er ljóst að í verkefninu felast mikil tækifæri til rannsókna og nýsköpunar, ekki síst í menningartengdri ferðaþjónustu, við miðlun rannsókna og í þekkingariðnaði.Til húsa við Suðurgötu Vigdísarstofnun verður til húsa í nýrri byggingu sem mun rísa við Suðurgötu næst gömlu Loftskeytastöðinni. Vonir standa til að framkvæmdir við bygginguna hefjist síðar á árinu en þar verður aðstaða til kennslu og rannsókna í þeim 14 erlendu tungumálum, sem kennd eru við Háskóla Íslands, auk aðstöðu fyrir erlenda gestafræðimenn og alþjóðasamstarf. Í tungumálamiðstöðinni verður starfrækt þekkingarmiðstöð þar sem leikir og lærðir geta fræðst um erlend tungumál og menningu á lifandi og skapandi hátt.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira