Innlent

Vigdís Hauksdóttir gefur lítið fyrir nafnlausar undirskriftir

Sveinn Arnarsson skrifar
Vigdís Hauksdóttir yfirstrikaði nafnlausa einstaklinga á fyrstu blaðsíðu undirskriftarlistans
Vigdís Hauksdóttir yfirstrikaði nafnlausa einstaklinga á fyrstu blaðsíðu undirskriftarlistans
„Hvað er að marka svona undirskriftarlista?“ spyr Vigdís Hauksdóttir á facebook síðu sinni í dag, þar sem hún skoðar undirskriftalista félagsins Já Ísland, áskorun þess efnis að Alþingi Íslendinga leggi til hliðar tlilögu um að draga til baka aðild Íslands að ESB og boða til Þjóðaratkvæðagreiðslu.

Undir áskorunina skrifa 53.555 kosningabærir Íslendingar. Vigdís Hauksdóttir gefur samt lítið fyrir þennan fjölda og skrifar:  „Hvað er að marka svona undirskriftarlista. Yfir 110 nafnleysingjar á fyrstu blaðsíðu áskorunar ESB sinna - þið getið ímyndað ykkur fjöldann."

Vísir náði tali af Vigdísi nú fyrir stundu. Hún telur þennan fjölda nafnleysingja rýra trúverðugleika undirksriftasöfnunarinnar. „Þetta minnir óneitanlega á vinnubrögðin við alla ESB umsóknina. Ég hef bent á andlitslausa embættismenn í Brussel og núna nafnlausa einstaklinga á undirskrifatarlista Já Ísland, þetta rýrir óneitanlega trúverðugleika þeirra."

Vigdís telur undirskriftarlistann ekki nærri jafn góðan og þann undirskriftarlista sem samtökin Hjartað í Vatnsmýri afhentu þingi um daginn.  „Hérna nokkrum dögum áður var okkur gefinn annar undirskriftarlisti Hjartans í Vatnsmýri.  Þar voru öll nöfn uppi á borðinu og ekkert leynimakk við það“, segir Vigdís




Fleiri fréttir

Sjá meira


×