Viðskipti innlent

Viðsnúningur á rekstri Valitor

ingvar haraldsson skrifar
Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor.
Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor. vísir/stefán
Viðnúningur var á rekstri Valitor á síðasta ári. Fyrirtækið hagnaðist um 394 milljónir króna Valitor fyrir skatta á árinu 2014 en tapaði 241 milljónum króna árið 2013.

Mest munar um auknar rekstrartekjur erlendis sem námu um 35% af tekjum félagsins. Þá voru 450 milljónir króna gjaldfærðar á reksturinn vegna sekta og tengdra mála er varða rekstur á árunum 2002 til 2009. Valitor gerði sátt við Samkeppniseftirlitið árið 2014.

Rekstrartekjur Valitor námu 8,56 milljörðum  og jukust um 1,44 milljarða eða sem nemur 20% frá fyrra ári. Rekstrargjöld voru 8,11 milljarðar og hækkuðu um 16% á milli ára. EBITDA ársins 2014 nam því 765 milljónum en var 402 milljónir árið 2013.

Tekjuskattur nam um 179 milljónum og var hagnaður eftir skatta því 215 milljónir króna en 309 milljón króna tap varð árið á undan. Eigið fé félagsins í árslok 2014 nam 7.727 milljónum króna.

Veruleg aukning varð á þjónustu við kaupmenn á Bretlandi og Írlandi á sviði hefðbundinna posaviðskipta. Valitor stofnaði sölu- og markaðsfyrirtæki í Bretlandi í samstarfi við heimamenn til að markaðssetja lausnir til minni og meðalstórra fyrirtækja. Í lok árs keypti Valitor danska greiðslumiðlunarfélagið Altapay til að styrkja framboð þjónustu og markaðstarf á Norðurlöndunum, jafnframt eflingu vöruframboðs á færsluhirðingamarkaði netviðskipta í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×