Viðskiptaráð og skattar – listin að láta aðra borga Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar 12. janúar 2012 06:00 Viðskiptaráð kynnti nýlega úttekt sína á skattkerfisbreytingum sem hafa átt sér stað á Íslandi eftir hrun en þar tiltaka þeir 100 skattkerfisbreytingar. Boðskapur úttektarinnar á að heita skýr og vakti hann talsverða athygli. Búið er að ganga of langt í skattheimtu og merki þess farin að sjást í hagkerfinu. Lausnin á vandanum er svo gamalkunnug en hún er að leyfa gróðanum að njóta sín þannig að hagkerfið fái súrefni til að dafna aftur. Vandinn við þessa mynd Viðskiptaráðs er þó margvíslegur en aðallega sá að hún er einföldun. Ýmsa skatta er búið að hækka en aðra skatta er búið að lækka. Margar þær skattabreytingar sem ráðið tiltekur hafa snúist um að halda krónutölusköttum í takti við verðlag. Svo eru aðrir möguleikar til. Fyrirtæki sem vilja fjárfesta á Íslandi geta fest sig í ákveðinni skattprósentu til langs tíma og varið sig þannig gegn mögulegum skattahækkunum. Sömu aðilar geta jafnframt notað ýmsa skattaafslætti eða fengið önnur gjöld niðurfelld. Sum fyrirtæki, líkt og Elkem, hafa ekki borgað tekjuskatt í mörg ár. Álverin borguðu undir 300 milljónir í tekjuskatt fyrirtækja árið 2009. Sjávarútvegurinn, sem er stærsta atvinnugrein landsins, borgaði í heild 1,4 milljarða króna í tekjuskatt fyrirtækja árið 2010. Er það íþyngjandi? Nýsköpunarfyrirtæki hafa síðan 2009 notið skattaafslátta til að styðja sérstaklega við rekstrarskilyrði þeirra. Gagnaver á Íslandi njóta sérstaklega skattakjara – raunar svo ríkulegra að ESA hefur ákveðið að taka þau kjör til skoðunar. Endurgreiðsla á sköttum vegna kvikmyndagerðar hefur aldrei verið hærri en á árinu 2011. Átakið „Allir vinna" snerist um að endurgreiða skatta vegna framkvæmda. Gjöld af umhverfisvænum bílum hafa lækkað. Búið hefur verið til frítekjumark fyrir vaxtatekjur. Skattbyrði lægstu launa hefur lækkað eftir hrun. Persónuafsláttur hefur verið hækkaður og hafið er að lækka tryggingargjaldið. Skatttekjur ríkissjóðs, sem hlutfall af landsframleiðslu, eru svipaðar nú og þær hafa iðulega verið í venjulegu árferði. Almennir fyrirtækjaskattar á Íslandi og Írlandi eru enn í dag með þeim lægstu í Evrópu. Við eigum það líka sameiginlegt með frændum okkur Írum að hafa fylgt hugmyndafræðilegri pólitík Viðskiptaráðs í skattlagningu um árabil. Og bæði löndin enduðu á sama stað í efnahagslegu tilliti með froðuhagkerfi sem hrundu á einni nóttu. Raunar var hrun Íslands til sérstakrar umfjöllunar í heimildarmyndinni „Inside Job" en eitt leiðarstefið í þeirri mynd er hvernig þrýstihópar útbólgnir af fjármagni hafa áhrif á stjórnmálamenn, fræðisamfélag og umhverfið almennt til að tryggja hagsmuni sína. Sem dæmi studdust höfundar myndarinnar við skýrslur sem Viðskiptaráð keypti af fræðimönnum fyrir hrunið til að veita útrásar-Íslandi heilbrigðisvottorð. Niðurstaðan var að við Íslendingar lifðum líklegast í besta mögulega heimi allra heima. Skýrslurnar voru fokdýrar enda þurfti mikið hugvit í slíka raunveruleikasmíði korteri áður en besta kerfið hrundi. En það var ekki kjánaskapur sem rak slíka skýrslugerð áfram heldur þurfti ríka réttlætingu til að láta kerfið halda áfram. Ísland fyrir hrun er nefnilega dæmi um samfélag þar sem hinir sterkefnuðu borguðu minna til samfélagsins en hinir efnaminni. Með bellibrögðum tókst að sannfæra fólk um að ákjósanlegt væri að hlífa auðfólki við skattlagningu en venjulegir borgarar skyldu standa undir kerfinu. Þess vegna gátu þessir aðilar fengið rapparann 50 cent sjálfan í afmælið sitt eða Elton John í stað þess að láta DVD diskinn nægja. Fjármagn var með pólitískri leiðsögn flutt frá samfélaginu til auðmanna og völdin fylgdu með. Og á meðan lánsféð streymdi um íslenskt hagkerfi var hægt að telja almenningi trú um góðæri. En þrátt fyrir einhverja lægstu skatta á auðmagn og fyrirtæki og klæðskerasaumaða auðmannalöggjöf um eignarhaldsfélög flúðu víkingarnir land. Félög þeirra enduðu á stöðum með framandi nöfnum eins og Tortóla í flóknum viðskiptafléttum sem nú er búið að eyða fúlgum fjár í að rannsaka. Þetta kerfi misskiptingar vörðu margir fleiri en Viðskiptaráð og það alveg fram á síðasta dag. Skattkerfisbreytingar á alltaf að ræða enda þarf að vera skýr réttlæting fyrir hvers kyns skattheimtu. Framlag Viðskiptaráðs er þó ekki framlag til umræðu um skatta heldur lymskulegt áróðursbragð til að drepa umræðunni á dreif og vinna málstaði fylgis er gengur út á að hlífa ákveðnum aðilum við skattheimtu. Þó sýnir reynslan okkur að aðilar tengdir ráðinu hafa ekki verið hógværir í kröfum sínum á skattfé þegar í harðbakkann slær. Mörgum þeirra fannst ekki einu sinni nóg þegar Seðlabanki Íslands var búinn að nota yfir 190 milljarða króna á árinu 2008 til að reyna að bjarga því fjármálakerfi sem Viðskiptaráð taldi að væri grunnurinn að velsældinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð kynnti nýlega úttekt sína á skattkerfisbreytingum sem hafa átt sér stað á Íslandi eftir hrun en þar tiltaka þeir 100 skattkerfisbreytingar. Boðskapur úttektarinnar á að heita skýr og vakti hann talsverða athygli. Búið er að ganga of langt í skattheimtu og merki þess farin að sjást í hagkerfinu. Lausnin á vandanum er svo gamalkunnug en hún er að leyfa gróðanum að njóta sín þannig að hagkerfið fái súrefni til að dafna aftur. Vandinn við þessa mynd Viðskiptaráðs er þó margvíslegur en aðallega sá að hún er einföldun. Ýmsa skatta er búið að hækka en aðra skatta er búið að lækka. Margar þær skattabreytingar sem ráðið tiltekur hafa snúist um að halda krónutölusköttum í takti við verðlag. Svo eru aðrir möguleikar til. Fyrirtæki sem vilja fjárfesta á Íslandi geta fest sig í ákveðinni skattprósentu til langs tíma og varið sig þannig gegn mögulegum skattahækkunum. Sömu aðilar geta jafnframt notað ýmsa skattaafslætti eða fengið önnur gjöld niðurfelld. Sum fyrirtæki, líkt og Elkem, hafa ekki borgað tekjuskatt í mörg ár. Álverin borguðu undir 300 milljónir í tekjuskatt fyrirtækja árið 2009. Sjávarútvegurinn, sem er stærsta atvinnugrein landsins, borgaði í heild 1,4 milljarða króna í tekjuskatt fyrirtækja árið 2010. Er það íþyngjandi? Nýsköpunarfyrirtæki hafa síðan 2009 notið skattaafslátta til að styðja sérstaklega við rekstrarskilyrði þeirra. Gagnaver á Íslandi njóta sérstaklega skattakjara – raunar svo ríkulegra að ESA hefur ákveðið að taka þau kjör til skoðunar. Endurgreiðsla á sköttum vegna kvikmyndagerðar hefur aldrei verið hærri en á árinu 2011. Átakið „Allir vinna" snerist um að endurgreiða skatta vegna framkvæmda. Gjöld af umhverfisvænum bílum hafa lækkað. Búið hefur verið til frítekjumark fyrir vaxtatekjur. Skattbyrði lægstu launa hefur lækkað eftir hrun. Persónuafsláttur hefur verið hækkaður og hafið er að lækka tryggingargjaldið. Skatttekjur ríkissjóðs, sem hlutfall af landsframleiðslu, eru svipaðar nú og þær hafa iðulega verið í venjulegu árferði. Almennir fyrirtækjaskattar á Íslandi og Írlandi eru enn í dag með þeim lægstu í Evrópu. Við eigum það líka sameiginlegt með frændum okkur Írum að hafa fylgt hugmyndafræðilegri pólitík Viðskiptaráðs í skattlagningu um árabil. Og bæði löndin enduðu á sama stað í efnahagslegu tilliti með froðuhagkerfi sem hrundu á einni nóttu. Raunar var hrun Íslands til sérstakrar umfjöllunar í heimildarmyndinni „Inside Job" en eitt leiðarstefið í þeirri mynd er hvernig þrýstihópar útbólgnir af fjármagni hafa áhrif á stjórnmálamenn, fræðisamfélag og umhverfið almennt til að tryggja hagsmuni sína. Sem dæmi studdust höfundar myndarinnar við skýrslur sem Viðskiptaráð keypti af fræðimönnum fyrir hrunið til að veita útrásar-Íslandi heilbrigðisvottorð. Niðurstaðan var að við Íslendingar lifðum líklegast í besta mögulega heimi allra heima. Skýrslurnar voru fokdýrar enda þurfti mikið hugvit í slíka raunveruleikasmíði korteri áður en besta kerfið hrundi. En það var ekki kjánaskapur sem rak slíka skýrslugerð áfram heldur þurfti ríka réttlætingu til að láta kerfið halda áfram. Ísland fyrir hrun er nefnilega dæmi um samfélag þar sem hinir sterkefnuðu borguðu minna til samfélagsins en hinir efnaminni. Með bellibrögðum tókst að sannfæra fólk um að ákjósanlegt væri að hlífa auðfólki við skattlagningu en venjulegir borgarar skyldu standa undir kerfinu. Þess vegna gátu þessir aðilar fengið rapparann 50 cent sjálfan í afmælið sitt eða Elton John í stað þess að láta DVD diskinn nægja. Fjármagn var með pólitískri leiðsögn flutt frá samfélaginu til auðmanna og völdin fylgdu með. Og á meðan lánsféð streymdi um íslenskt hagkerfi var hægt að telja almenningi trú um góðæri. En þrátt fyrir einhverja lægstu skatta á auðmagn og fyrirtæki og klæðskerasaumaða auðmannalöggjöf um eignarhaldsfélög flúðu víkingarnir land. Félög þeirra enduðu á stöðum með framandi nöfnum eins og Tortóla í flóknum viðskiptafléttum sem nú er búið að eyða fúlgum fjár í að rannsaka. Þetta kerfi misskiptingar vörðu margir fleiri en Viðskiptaráð og það alveg fram á síðasta dag. Skattkerfisbreytingar á alltaf að ræða enda þarf að vera skýr réttlæting fyrir hvers kyns skattheimtu. Framlag Viðskiptaráðs er þó ekki framlag til umræðu um skatta heldur lymskulegt áróðursbragð til að drepa umræðunni á dreif og vinna málstaði fylgis er gengur út á að hlífa ákveðnum aðilum við skattheimtu. Þó sýnir reynslan okkur að aðilar tengdir ráðinu hafa ekki verið hógværir í kröfum sínum á skattfé þegar í harðbakkann slær. Mörgum þeirra fannst ekki einu sinni nóg þegar Seðlabanki Íslands var búinn að nota yfir 190 milljarða króna á árinu 2008 til að reyna að bjarga því fjármálakerfi sem Viðskiptaráð taldi að væri grunnurinn að velsældinni.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun