Við viljum að það sé tekið mark á okkur! Guðrún Ágústsdóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Öldungaráð Reykjavíkur, hvað er það? Samkvæmt samþykkt um öldungaráð Reykjavíkurborgar þá ber okkur að vera borgarstjórn, nefndum og ráðum borgarinnar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Ennfremur að vera vettvangur samráðs borgarbúa 67 ára og eldri, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og borgaryfirvalda og vera virkur þátttakandi í allri stefnumörkum málaflokksins. Við eigum að vera ráðgefandi fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar í málaflokknum og eigum að stuðla í samstarfi við þjónustumiðstöðvarnar, að eflingu félagsauðs og kynningu á þjónustu borgarstofnana til borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Þetta er ekkert smáræði. Öldungaráðið er nýtt hér í borginni, við vorum kosin á þessu ári og fyrsti fundurinn okkar var haldinn 11. mars sl. Við höfum til þessa einbeitt okkur að því að læra á kerfið, með því að fara í heimsóknir og fá til okkar fagaðila á ýmsum sviðum. Við óskuðum eftir því að fá fulltrúa frá Velferðarráði sem áheyrnarfulltrúa á fundina okkar, en öldungaráðið er vistað á mannréttindaskrifstofu. Við höfum fengið tengiliði við öll svið borgarinnar. Einhver kynni að spyrja sig – hvað koma skipulagsmál öldruðum við? Svarið er: Ótal margt. T.d. góðar almenningssamgöngur sem stuðla að því að fólk geti sinnt hugðarefnum sínum. Hálkueyðing, gífurlega mikilvægt mál. Og fleira og fleira. Allt sem stuðlar að því að fólk geti séð um sig heima eins lengi og það getur og vill skiptir máli. Þannig mætti fara yfir öll svið borgarinnar; allir starfsþættir hennar skipta aldraða máli. Líka leikskólar. Fjölmenningarráðið er líka vistað hjá Mannréttindaskrifstofu. Nú hefur það ráð óskað eftir fundi með okkur og hann verður haldinn fljótlega. Við sjáum fyrir okkur samvinnu við þau, t.d. umræðu um það hvernig við erum í stakk búin til að sinna öldruðum innflytjendum. Við væntum okkur mikils af samstarfi við fjölmenningarráðið.Aldursvæn borg Og síðast en ekki síst eru bundnar miklar vonir við þátttöku borgarinnar í verkefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í aldursvænum borgum. Fyrir nokkrum dögum héldu borgarstjórn og öldungaráðið fyrsta opna sameiginlega fund sinn. Þar komu allir borgarfulltrúar allra flokka sem sýndu málefnum aldraðra mikinn áhuga. Þá komu á fundinn fulltrúar og talsmenn starfssviða borgarinnar. Það var góður fundur. Það er ástæða til að þakka borgarstjórn fyrir að kalla öldungaráðið til verka og við munum reyna að standa undir væntingum. Við ætlum ekki að verða silkihúfa, við ætlum að taka virkan þátt í starfsemi borgarinnar og við viljum að það verði tekið mark á okkur! Við í öldungaráðinu væntum okkur mikils af samstarfinu innan borgarkerfisins og við aðra þá sem vinna að málefnum eldra fólks og vonum að þær ábendingar og umsagnir og tillögur sem frá okkur koma í framtíðinni muni hjálpa til við að bæta kjör þessa hóps og hjálpa til við að hann verði sjálfbær sem allra lengst. Við viljum ekki að talað sé um fjölgun aldraðra sem óheillavænlega þróun sem minni helst á þá miklu vá sem heiminum stafar af loftslagsbreytingum af mannavöldum. Aldraðir á Íslandi eru nefnilega ungir! Þeir eru lægra hlutfall þjóðar en í grannlöndum okkar. Þeir vinna lengur eftir að fólk er komið á eftirlaunaaldur og þeir hafa lagt fyrir í stærstu sameiginlega sjóði landsmanna, lífeyrissjóðina. Við viljum vera með! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Öldungaráð Reykjavíkur, hvað er það? Samkvæmt samþykkt um öldungaráð Reykjavíkurborgar þá ber okkur að vera borgarstjórn, nefndum og ráðum borgarinnar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Ennfremur að vera vettvangur samráðs borgarbúa 67 ára og eldri, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og borgaryfirvalda og vera virkur þátttakandi í allri stefnumörkum málaflokksins. Við eigum að vera ráðgefandi fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar í málaflokknum og eigum að stuðla í samstarfi við þjónustumiðstöðvarnar, að eflingu félagsauðs og kynningu á þjónustu borgarstofnana til borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Þetta er ekkert smáræði. Öldungaráðið er nýtt hér í borginni, við vorum kosin á þessu ári og fyrsti fundurinn okkar var haldinn 11. mars sl. Við höfum til þessa einbeitt okkur að því að læra á kerfið, með því að fara í heimsóknir og fá til okkar fagaðila á ýmsum sviðum. Við óskuðum eftir því að fá fulltrúa frá Velferðarráði sem áheyrnarfulltrúa á fundina okkar, en öldungaráðið er vistað á mannréttindaskrifstofu. Við höfum fengið tengiliði við öll svið borgarinnar. Einhver kynni að spyrja sig – hvað koma skipulagsmál öldruðum við? Svarið er: Ótal margt. T.d. góðar almenningssamgöngur sem stuðla að því að fólk geti sinnt hugðarefnum sínum. Hálkueyðing, gífurlega mikilvægt mál. Og fleira og fleira. Allt sem stuðlar að því að fólk geti séð um sig heima eins lengi og það getur og vill skiptir máli. Þannig mætti fara yfir öll svið borgarinnar; allir starfsþættir hennar skipta aldraða máli. Líka leikskólar. Fjölmenningarráðið er líka vistað hjá Mannréttindaskrifstofu. Nú hefur það ráð óskað eftir fundi með okkur og hann verður haldinn fljótlega. Við sjáum fyrir okkur samvinnu við þau, t.d. umræðu um það hvernig við erum í stakk búin til að sinna öldruðum innflytjendum. Við væntum okkur mikils af samstarfi við fjölmenningarráðið.Aldursvæn borg Og síðast en ekki síst eru bundnar miklar vonir við þátttöku borgarinnar í verkefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í aldursvænum borgum. Fyrir nokkrum dögum héldu borgarstjórn og öldungaráðið fyrsta opna sameiginlega fund sinn. Þar komu allir borgarfulltrúar allra flokka sem sýndu málefnum aldraðra mikinn áhuga. Þá komu á fundinn fulltrúar og talsmenn starfssviða borgarinnar. Það var góður fundur. Það er ástæða til að þakka borgarstjórn fyrir að kalla öldungaráðið til verka og við munum reyna að standa undir væntingum. Við ætlum ekki að verða silkihúfa, við ætlum að taka virkan þátt í starfsemi borgarinnar og við viljum að það verði tekið mark á okkur! Við í öldungaráðinu væntum okkur mikils af samstarfinu innan borgarkerfisins og við aðra þá sem vinna að málefnum eldra fólks og vonum að þær ábendingar og umsagnir og tillögur sem frá okkur koma í framtíðinni muni hjálpa til við að bæta kjör þessa hóps og hjálpa til við að hann verði sjálfbær sem allra lengst. Við viljum ekki að talað sé um fjölgun aldraðra sem óheillavænlega þróun sem minni helst á þá miklu vá sem heiminum stafar af loftslagsbreytingum af mannavöldum. Aldraðir á Íslandi eru nefnilega ungir! Þeir eru lægra hlutfall þjóðar en í grannlöndum okkar. Þeir vinna lengur eftir að fólk er komið á eftirlaunaaldur og þeir hafa lagt fyrir í stærstu sameiginlega sjóði landsmanna, lífeyrissjóðina. Við viljum vera með!
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun