Við Fylkismenn eigum það til að missa okkur aðeins í gleðinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. maí 2015 07:00 Albert Brynjar skorar fyrsta mark sitt í deildinni í sumar á móti Breiðabliki. vísir/stefán „Mörkin hefðu getað verið fleiri. Við fengum fullt af færum og gátum gert út um leikinn í fyrri hálfleik,“ segir Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis í Pepsi-deild karla í fótbolta, um 3-1 sigurinn gegn Keflavík í fimmtu umferðinni. Albert fór á kostum í leiknum og skoraði eitt, lagði upp annað og átti stóran þátt í þriðja markinu. Hann er leikmaður fimmtu umferðar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína. „Þetta var ekki að ganga upp í fyrri hálfleik. Markverðirnir eru þarna til að verja og markvörður Keflavíkur varði nokkrum sinnum ansi vel,“ segir Albert. Þrátt fyrir yfirburði Fylkis í fyrri hálfleiknum var staðan markalaus þegar menn gengu til búningsklefa. „Við töluðum bara um að halda áfram. Það var vitaskuld pirrandi að ná ekki að nýta slíka yfirburði og það kemur líka oft í bakið á liðum. Við vorum bara ákveðnir í að halda takti því þá myndi markið detta,“ segir Albert Brynjar, og mörkin urðu þrjú. „Við erum ánægðir með mörkin og sigurinn en við vitum að við verðum að passa upp að nýta færin betur. Það er ekki alltaf sem þetta heppnast svona.“ Fylkisliðið hefur unnið tvo leiki af síðustu þremur og virðist kominn fínn taktur í leik liðsins eftir fyrstu tvær umferðirnar, sem voru ekkert sérstakar. „Fjölnisleikurinn var okkar slakasti leikur en við erum farnir að spila betur og stígandinn finnst mér góður. Við erum á réttri leið. Í þessari deild snýst þetta um að halda stöðugleika. Ég er orðinn þreyttur á leikjum eins og gegn KR, að tala um að við höfum spilað vel en fá ekkert út úr þeim,“ segir Albert Brynjar. Framherjinn fer vel af stað í deildinni, en Albert hefur skorað þrjú mörk í fimm leikjum og lagt upp önnur tvö. „Ég er hrikalega sáttur með mína frammistöðu persónulega og hjá öllum strákunum. Við erum allir í góðu standi og erum að spila vel þótt við höfum strax þurft að nota breiddina vegna meiðsla. Allir sem detta inn skila sínu og gera það vel,“ segir Albert Brynjar. Hann segir liðið ætla sér Evrópusæti og eins og deildin spilast er vel mögulegt að ná fjórða sætinu, sem gæti gefið Evrópu. „Það hefur stundum tíðkast hjá okkur Fylkismönnum að tapa okkur í gleðinni þannig nú verðum við að sýna þroska og ná smá stöðugleika. En við finnum lyktina af þessu Evrópusæti, eins og fleiri lið, og við ætlum okkur að enda á meðal fjögurra efstu.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
„Mörkin hefðu getað verið fleiri. Við fengum fullt af færum og gátum gert út um leikinn í fyrri hálfleik,“ segir Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis í Pepsi-deild karla í fótbolta, um 3-1 sigurinn gegn Keflavík í fimmtu umferðinni. Albert fór á kostum í leiknum og skoraði eitt, lagði upp annað og átti stóran þátt í þriðja markinu. Hann er leikmaður fimmtu umferðar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína. „Þetta var ekki að ganga upp í fyrri hálfleik. Markverðirnir eru þarna til að verja og markvörður Keflavíkur varði nokkrum sinnum ansi vel,“ segir Albert. Þrátt fyrir yfirburði Fylkis í fyrri hálfleiknum var staðan markalaus þegar menn gengu til búningsklefa. „Við töluðum bara um að halda áfram. Það var vitaskuld pirrandi að ná ekki að nýta slíka yfirburði og það kemur líka oft í bakið á liðum. Við vorum bara ákveðnir í að halda takti því þá myndi markið detta,“ segir Albert Brynjar, og mörkin urðu þrjú. „Við erum ánægðir með mörkin og sigurinn en við vitum að við verðum að passa upp að nýta færin betur. Það er ekki alltaf sem þetta heppnast svona.“ Fylkisliðið hefur unnið tvo leiki af síðustu þremur og virðist kominn fínn taktur í leik liðsins eftir fyrstu tvær umferðirnar, sem voru ekkert sérstakar. „Fjölnisleikurinn var okkar slakasti leikur en við erum farnir að spila betur og stígandinn finnst mér góður. Við erum á réttri leið. Í þessari deild snýst þetta um að halda stöðugleika. Ég er orðinn þreyttur á leikjum eins og gegn KR, að tala um að við höfum spilað vel en fá ekkert út úr þeim,“ segir Albert Brynjar. Framherjinn fer vel af stað í deildinni, en Albert hefur skorað þrjú mörk í fimm leikjum og lagt upp önnur tvö. „Ég er hrikalega sáttur með mína frammistöðu persónulega og hjá öllum strákunum. Við erum allir í góðu standi og erum að spila vel þótt við höfum strax þurft að nota breiddina vegna meiðsla. Allir sem detta inn skila sínu og gera það vel,“ segir Albert Brynjar. Hann segir liðið ætla sér Evrópusæti og eins og deildin spilast er vel mögulegt að ná fjórða sætinu, sem gæti gefið Evrópu. „Það hefur stundum tíðkast hjá okkur Fylkismönnum að tapa okkur í gleðinni þannig nú verðum við að sýna þroska og ná smá stöðugleika. En við finnum lyktina af þessu Evrópusæti, eins og fleiri lið, og við ætlum okkur að enda á meðal fjögurra efstu.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira