VG selur húsnæði vegna bágrar fjárhagsstöðu Snærós Sindradóttir skrifar 4. mars 2014 16:24 Húsnæði VG við Suðurgötu hefur verið selt og verður afhent nýjum kaupendum eftir kosningar í vor. VISIR/GVA Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur selt húsnæði sitt við Suðurgötu í Reykjavík vegna bágrar fjárhagsstöðu hreyfingarinnar. Áætlað er að flytja alla starfsemi VG í húsnæði hreyfingarinnar við Hamraborg í Kópavogi að loknum kosningum í vor. Það húsnæði hefur verið á sölu svo mánuðum skiptir og ef það selst stendur VG uppi húsnæðislaus. „Það hefur verið að sliga fjárhaginn að reka tvö dýr húsnæði“ segir Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður Vinstri grænna. „Fari svo að Hamraborgin seljist munum við leigja skrifstofuhúsnæði undir starfsemina og húsnæði undir opna fundi og viðburði. Það fyrirkomulag verður þó ekki til frambúðar.“Daníel Haukur Arnarsson hefur verið starfsmaður VG frá áramótum.VÍSIR/aðsentMinnkandi ríkisstyrkir„Um áramót var vitað að fjárhagsstaða flokksins væri erfið og nú er reynt að hagræða sem allra mest. Núna í mars erum við að horfa til annarrar stöðu. Hreyfingin er bara með hálfan starfsmann og minni launakostnað þannig að fjárhagsstaðan er að mjakast“ bætir Daníel við. Kosningaósigur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs síðastliðið vor hefur haft áhrif á fjárhaginn en samkvæmt upplýsingum Fjármálaráðuneytisins hlaut VG tæpar 66 milljónir í framlög frá ríkinu árið 2012 samanborið við 29 milljónir í ár. Það er því ljóst að framlög hins opinbera til flokksins hafa meira en helmingast.Samtökin 78 hyggjast kaupa húsnæðið. Aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum.VÍSIR/GVA „Staðan væri öðruvísi ef fjárhagurinn hefði byggt á sterkari grunni fyrir“ segir Daníel „VG hefur aldrei tekið við hærri styrkjum en 400 þúsund krónum, hvort sem er frá einstaklingum eða fyrirtækjum. Það má velta fyrir sér hvort staðan væri öðruvísi ef við hefðum gert það.“Samtökin 78 sýna húsnæðinu áhuga Samtökin 78 buðu í húsnæðið við Suðurgötu og hafa fengið tilboð sitt samþykkt. Formaður Samtakanna 78, Anna Pála Sverrisdóttir, segir að búið sé að samþykkja kaupin á félagsfundi hjá samtökunum en aðeins formsatriði séu eftir, svo sem nánari úttekt á húsnæðinu. Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður VG, segir að mikil ánægja ríki innan hreyfingarinnar með kaupin. „Við viljum komast í minna og ódýrara húsnæði. VG er lítill og krúttlegur flokkur og á að haga sér sem slíkur.“ Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira
Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur selt húsnæði sitt við Suðurgötu í Reykjavík vegna bágrar fjárhagsstöðu hreyfingarinnar. Áætlað er að flytja alla starfsemi VG í húsnæði hreyfingarinnar við Hamraborg í Kópavogi að loknum kosningum í vor. Það húsnæði hefur verið á sölu svo mánuðum skiptir og ef það selst stendur VG uppi húsnæðislaus. „Það hefur verið að sliga fjárhaginn að reka tvö dýr húsnæði“ segir Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður Vinstri grænna. „Fari svo að Hamraborgin seljist munum við leigja skrifstofuhúsnæði undir starfsemina og húsnæði undir opna fundi og viðburði. Það fyrirkomulag verður þó ekki til frambúðar.“Daníel Haukur Arnarsson hefur verið starfsmaður VG frá áramótum.VÍSIR/aðsentMinnkandi ríkisstyrkir„Um áramót var vitað að fjárhagsstaða flokksins væri erfið og nú er reynt að hagræða sem allra mest. Núna í mars erum við að horfa til annarrar stöðu. Hreyfingin er bara með hálfan starfsmann og minni launakostnað þannig að fjárhagsstaðan er að mjakast“ bætir Daníel við. Kosningaósigur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs síðastliðið vor hefur haft áhrif á fjárhaginn en samkvæmt upplýsingum Fjármálaráðuneytisins hlaut VG tæpar 66 milljónir í framlög frá ríkinu árið 2012 samanborið við 29 milljónir í ár. Það er því ljóst að framlög hins opinbera til flokksins hafa meira en helmingast.Samtökin 78 hyggjast kaupa húsnæðið. Aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum.VÍSIR/GVA „Staðan væri öðruvísi ef fjárhagurinn hefði byggt á sterkari grunni fyrir“ segir Daníel „VG hefur aldrei tekið við hærri styrkjum en 400 þúsund krónum, hvort sem er frá einstaklingum eða fyrirtækjum. Það má velta fyrir sér hvort staðan væri öðruvísi ef við hefðum gert það.“Samtökin 78 sýna húsnæðinu áhuga Samtökin 78 buðu í húsnæðið við Suðurgötu og hafa fengið tilboð sitt samþykkt. Formaður Samtakanna 78, Anna Pála Sverrisdóttir, segir að búið sé að samþykkja kaupin á félagsfundi hjá samtökunum en aðeins formsatriði séu eftir, svo sem nánari úttekt á húsnæðinu. Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður VG, segir að mikil ánægja ríki innan hreyfingarinnar með kaupin. „Við viljum komast í minna og ódýrara húsnæði. VG er lítill og krúttlegur flokkur og á að haga sér sem slíkur.“
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira