VG selur húsnæði vegna bágrar fjárhagsstöðu Snærós Sindradóttir skrifar 4. mars 2014 16:24 Húsnæði VG við Suðurgötu hefur verið selt og verður afhent nýjum kaupendum eftir kosningar í vor. VISIR/GVA Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur selt húsnæði sitt við Suðurgötu í Reykjavík vegna bágrar fjárhagsstöðu hreyfingarinnar. Áætlað er að flytja alla starfsemi VG í húsnæði hreyfingarinnar við Hamraborg í Kópavogi að loknum kosningum í vor. Það húsnæði hefur verið á sölu svo mánuðum skiptir og ef það selst stendur VG uppi húsnæðislaus. „Það hefur verið að sliga fjárhaginn að reka tvö dýr húsnæði“ segir Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður Vinstri grænna. „Fari svo að Hamraborgin seljist munum við leigja skrifstofuhúsnæði undir starfsemina og húsnæði undir opna fundi og viðburði. Það fyrirkomulag verður þó ekki til frambúðar.“Daníel Haukur Arnarsson hefur verið starfsmaður VG frá áramótum.VÍSIR/aðsentMinnkandi ríkisstyrkir„Um áramót var vitað að fjárhagsstaða flokksins væri erfið og nú er reynt að hagræða sem allra mest. Núna í mars erum við að horfa til annarrar stöðu. Hreyfingin er bara með hálfan starfsmann og minni launakostnað þannig að fjárhagsstaðan er að mjakast“ bætir Daníel við. Kosningaósigur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs síðastliðið vor hefur haft áhrif á fjárhaginn en samkvæmt upplýsingum Fjármálaráðuneytisins hlaut VG tæpar 66 milljónir í framlög frá ríkinu árið 2012 samanborið við 29 milljónir í ár. Það er því ljóst að framlög hins opinbera til flokksins hafa meira en helmingast.Samtökin 78 hyggjast kaupa húsnæðið. Aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum.VÍSIR/GVA „Staðan væri öðruvísi ef fjárhagurinn hefði byggt á sterkari grunni fyrir“ segir Daníel „VG hefur aldrei tekið við hærri styrkjum en 400 þúsund krónum, hvort sem er frá einstaklingum eða fyrirtækjum. Það má velta fyrir sér hvort staðan væri öðruvísi ef við hefðum gert það.“Samtökin 78 sýna húsnæðinu áhuga Samtökin 78 buðu í húsnæðið við Suðurgötu og hafa fengið tilboð sitt samþykkt. Formaður Samtakanna 78, Anna Pála Sverrisdóttir, segir að búið sé að samþykkja kaupin á félagsfundi hjá samtökunum en aðeins formsatriði séu eftir, svo sem nánari úttekt á húsnæðinu. Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður VG, segir að mikil ánægja ríki innan hreyfingarinnar með kaupin. „Við viljum komast í minna og ódýrara húsnæði. VG er lítill og krúttlegur flokkur og á að haga sér sem slíkur.“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur selt húsnæði sitt við Suðurgötu í Reykjavík vegna bágrar fjárhagsstöðu hreyfingarinnar. Áætlað er að flytja alla starfsemi VG í húsnæði hreyfingarinnar við Hamraborg í Kópavogi að loknum kosningum í vor. Það húsnæði hefur verið á sölu svo mánuðum skiptir og ef það selst stendur VG uppi húsnæðislaus. „Það hefur verið að sliga fjárhaginn að reka tvö dýr húsnæði“ segir Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður Vinstri grænna. „Fari svo að Hamraborgin seljist munum við leigja skrifstofuhúsnæði undir starfsemina og húsnæði undir opna fundi og viðburði. Það fyrirkomulag verður þó ekki til frambúðar.“Daníel Haukur Arnarsson hefur verið starfsmaður VG frá áramótum.VÍSIR/aðsentMinnkandi ríkisstyrkir„Um áramót var vitað að fjárhagsstaða flokksins væri erfið og nú er reynt að hagræða sem allra mest. Núna í mars erum við að horfa til annarrar stöðu. Hreyfingin er bara með hálfan starfsmann og minni launakostnað þannig að fjárhagsstaðan er að mjakast“ bætir Daníel við. Kosningaósigur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs síðastliðið vor hefur haft áhrif á fjárhaginn en samkvæmt upplýsingum Fjármálaráðuneytisins hlaut VG tæpar 66 milljónir í framlög frá ríkinu árið 2012 samanborið við 29 milljónir í ár. Það er því ljóst að framlög hins opinbera til flokksins hafa meira en helmingast.Samtökin 78 hyggjast kaupa húsnæðið. Aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum.VÍSIR/GVA „Staðan væri öðruvísi ef fjárhagurinn hefði byggt á sterkari grunni fyrir“ segir Daníel „VG hefur aldrei tekið við hærri styrkjum en 400 þúsund krónum, hvort sem er frá einstaklingum eða fyrirtækjum. Það má velta fyrir sér hvort staðan væri öðruvísi ef við hefðum gert það.“Samtökin 78 sýna húsnæðinu áhuga Samtökin 78 buðu í húsnæðið við Suðurgötu og hafa fengið tilboð sitt samþykkt. Formaður Samtakanna 78, Anna Pála Sverrisdóttir, segir að búið sé að samþykkja kaupin á félagsfundi hjá samtökunum en aðeins formsatriði séu eftir, svo sem nánari úttekt á húsnæðinu. Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður VG, segir að mikil ánægja ríki innan hreyfingarinnar með kaupin. „Við viljum komast í minna og ódýrara húsnæði. VG er lítill og krúttlegur flokkur og á að haga sér sem slíkur.“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira