Veruleg óánægja með Jón Bjarnason í ríkisstjórninni 28. nóvember 2011 05:00 Jón segir að þau frumvarpsdrög sem birt voru á vefsíðu ráðuneytis síns á laugardag séu vinnuskjöl sem geti orðið umræðugrundvöllur. Ekki sé um fullbúið frumvarp að ræða. Fréttablaðið/GVA Jóhanna sigurðardóttir Mikil óánægja er innan ríkisstjórnarinnar með framgöngu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í tengslum við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ekki hægt að líða vinnubrögð Jóns. „Þetta er eitt stærsta mál ríkisstjórnarinnar og það gengur ekki að sjávarútvegsráðherra haldi því bara fyrir sig. Hann hefur unnið þessa vinnu án aðkomu stjórnarliða og heldur skipað í kringum sig fólki, sem tilheyrir stjórnarandstöðunni. Það eru vinnubrögð sem ekki er hægt að líða,“ segir Jóhanna og bætir því við að ráðherra sem starfi í umboði þingflokka ríkisstjórnarflokkanna en vilji ekki starfa með sé illa stætt í ríkisstjórn. Jón Bjarnason kynnti drög að nýju frumvarpi um breytingar á stjórn fiskveiða á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudag. Ríkisstjórnin ákvað svo á fundi sínum á föstudag að fela ráðherranefnd að taka við undirbúningi á breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson munu leiða nefndina og var málið því svo að segja tekið úr höndum Jóns. Frumvarpsdrögin sem Jón kynnti í síðustu viku voru birt á vefsíðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á laugardag. Starfshópur sem Jón skipaði hefur unnið að frumvarpinu um hríð, að því er virðist án vitundar annarra ráðherra. Í starfshópnum voru Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík, Atli Gíslason þingmaður sem nýverið sagði sig úr Vinstri grænum, Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í ráðuneytinu og fyrrverandi aðstoðarmaður Jóns Bjarnasonar, og Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK á Sauðárkróki. Ekki náðist í Jón Bjarnason í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hann sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu vegna málsins síðdegis. Þar segir að frumvarpsdrögin sem um ræðir séu vinnuskjöl sem geti orðið umræðugrundvöllur. Ekki sé um fullbúið stjórnarfrumvarp eða tillögur ráðherra að ræða. Jóhanna Sigurðardóttir segir hins vegar ljóst að frumvarpsdrögin sem Jón kynnti verði aldrei lögð fram sem stjórnarfrumvarp óbreytt. Í mörgum atriðum gangi drögin ansi langt frá stefnu ríkisstjórnarflokkanna. Jóhanna segir Jón Bjarnason ekki hafa verið sammála öðrum ráðherrum um þá ákvörðun að færa málið inn í ráðherranefnd. Aðspurð hvort sú aðgerð jafngildi vantraustsyfirlýsingu á embættisstörf Jóns svaraði hún: „Ég ætla ekki að tala um það hvort þetta er vantraust á hans vinnubrögð. Það er hins vegar ljóst að Jón Bjarnason hefur hagað sér með þeim hætti að það varð að grípa til ráðstafana.“ Jóhanna segist að lokum hafa fulla trú á því að ríkisstjórnin muni breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu áður en kjörtímabilinu er lokið. Þá óttast hún ekki að upp úr stjórnarsamstarfinu slitni á næstunni ef þingmenn flokkanna bera gæfu til þess að taka meiri hagsmuni fyrir minni. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Eldgos hafið Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Jóhanna sigurðardóttir Mikil óánægja er innan ríkisstjórnarinnar með framgöngu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í tengslum við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ekki hægt að líða vinnubrögð Jóns. „Þetta er eitt stærsta mál ríkisstjórnarinnar og það gengur ekki að sjávarútvegsráðherra haldi því bara fyrir sig. Hann hefur unnið þessa vinnu án aðkomu stjórnarliða og heldur skipað í kringum sig fólki, sem tilheyrir stjórnarandstöðunni. Það eru vinnubrögð sem ekki er hægt að líða,“ segir Jóhanna og bætir því við að ráðherra sem starfi í umboði þingflokka ríkisstjórnarflokkanna en vilji ekki starfa með sé illa stætt í ríkisstjórn. Jón Bjarnason kynnti drög að nýju frumvarpi um breytingar á stjórn fiskveiða á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudag. Ríkisstjórnin ákvað svo á fundi sínum á föstudag að fela ráðherranefnd að taka við undirbúningi á breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson munu leiða nefndina og var málið því svo að segja tekið úr höndum Jóns. Frumvarpsdrögin sem Jón kynnti í síðustu viku voru birt á vefsíðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á laugardag. Starfshópur sem Jón skipaði hefur unnið að frumvarpinu um hríð, að því er virðist án vitundar annarra ráðherra. Í starfshópnum voru Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík, Atli Gíslason þingmaður sem nýverið sagði sig úr Vinstri grænum, Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í ráðuneytinu og fyrrverandi aðstoðarmaður Jóns Bjarnasonar, og Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK á Sauðárkróki. Ekki náðist í Jón Bjarnason í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hann sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu vegna málsins síðdegis. Þar segir að frumvarpsdrögin sem um ræðir séu vinnuskjöl sem geti orðið umræðugrundvöllur. Ekki sé um fullbúið stjórnarfrumvarp eða tillögur ráðherra að ræða. Jóhanna Sigurðardóttir segir hins vegar ljóst að frumvarpsdrögin sem Jón kynnti verði aldrei lögð fram sem stjórnarfrumvarp óbreytt. Í mörgum atriðum gangi drögin ansi langt frá stefnu ríkisstjórnarflokkanna. Jóhanna segir Jón Bjarnason ekki hafa verið sammála öðrum ráðherrum um þá ákvörðun að færa málið inn í ráðherranefnd. Aðspurð hvort sú aðgerð jafngildi vantraustsyfirlýsingu á embættisstörf Jóns svaraði hún: „Ég ætla ekki að tala um það hvort þetta er vantraust á hans vinnubrögð. Það er hins vegar ljóst að Jón Bjarnason hefur hagað sér með þeim hætti að það varð að grípa til ráðstafana.“ Jóhanna segist að lokum hafa fulla trú á því að ríkisstjórnin muni breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu áður en kjörtímabilinu er lokið. Þá óttast hún ekki að upp úr stjórnarsamstarfinu slitni á næstunni ef þingmenn flokkanna bera gæfu til þess að taka meiri hagsmuni fyrir minni. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira