Erlent

Verkföll í Frakklandi valda skipuleggjendum EM áhyggjum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lestarstarfsmenn í Frakklandi eru nú aftur á leið í verkfall.
Lestarstarfsmenn í Frakklandi eru nú aftur á leið í verkfall. vísir/getty
Franskir lestarstarfsmenn eru enn á ný á leið í verkföll til þess að mótmæla breyttri vinnulöggjöf í landinu. Verkföllin munu enn frekar laska samgöngukerfið sem nú þegar er í vandræðum vegna bensínskorts þar sem starfsmenn olíuhreinsiverksmiðja hafa verið í verkföllum einnig.

Francois Hollande Frakklandsforseti segir ekki koma til greina að hætta við breytingarnar sem gera fyrirtækjum auðveldara fyrir að ráða og reka starfsmenn.

Starfsmenn neðanjarðarlestanna í París eru síðan líklegir til að fara í ótímabundin verkföll síðar í vikunni og starfsmenn Air France hafa samþykkt aðgerðir einnig. Þetta veldur skipuleggjendum Evrópumótsins í knattspyrnu miklum áhyggjum enda styttist óðum í mótið sem hefst þann tíunda júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×