Verkalýðshreyfingin býr sig undir átök Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2015 14:20 Þessa dagana er fundað um kröfugerð innan einstakra félaga Starfsgreinasambandsins. Gengur ekki að bjóða verkafólki minna en hópum sem fengið hafa tugi prósenta í launahækkun. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekki hægt að ætlast til að verkafólk sætti sig við minni launahækanir en samið hafi verið um að hálfu ríkisins við einstakar stéttir. Kröfugerð er í mótun innan starfsgreinasambandsins og reiknað með að þær verði lagðar fram um mánaðamótin. Hátt á annað hundrað kjarasamningar eru lausir og framundan eru strangar samningaviðræður hjá Ríkissáttasemjara. Meðal stærstu sambanda sem eiga eftir að semja er Starfsgreinasambandið en innan raða þess er m.a. starfsfólk í fiskvinnslu, ferðaþjónustu, ræstingum og fleira. Stéttir sem flestir eru sammála um að séu ekki öfundsverðar af launum sínum. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að nú sé verið að fara yfir kröfur einstakra félaga innan sambandsins. En síðast þegar samið var í desember 2013 sömdu sambönd innan ASÍ í stóru samfloti um hóflegar launahækkanir í von um að samstaða myndaðist um að auka kaupmátt og draga úr verðbólgu. „Það verður sennilega ekki svona samflot aftur. Það eru bara svo mismunandi áherslur eftir félögum og brotum innan Alþýðusambandsins. Hvort sem það eru iðnaðarmenn, verslunarmenn eða verkafólk. Þannig að ég býst ekki við samfloti að þessu sinni,“ segir Drífa. Það sé ljóst að þær forsendur sem samið var á fyrir rúmu ári séu brostnar með þeim samningum sem gerðir hafi verið síðan þá við einstaka hópa um mun meiri launahækkanir en samið var um við ASÍ í desember 2013. Þessa dagana sé fundað með félagsmönnum einstakra félaga um allt land. „Til að reyna að fá fram línur frá almennum félögum. Hvað vill fólk fara fram með? Hvað er það tilbúið að berjast fyrir? Og í næstu viku mótum við sameiginlega kröfugerð,“ segir Drífa. Kröfurnar verði lagðar fram um mánaðamótin og þá hefjist eiginlegar samningaviðræður. Meðal annars verði horft til þess að sjávarútvegurinn hafi staðið vel mörg undanfarin misseri og mikilvægt sé að ferðaþjónustan verði að alvöru atvinnugrein með samningum við starfsfólk innan hennar. Það sé baráttuhugur í verkafólki. „Við skulum orða það þannig að ég held að fólk hafi orðið tilbúnara og tilbúnara eftir því sem árið líður frá síðustu samningum. Það er mitt mat. En hvar sársaukapunkturinn er eigium við eftir að ræða í okkar hópi. En að sjálfsögðu erum við undirbúin undir þann möguleika að það verði nokkur átök,“ segir Drífa. Seðlabankinn, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafa sagt að þjóðfélagið þoli ekki meira en 3,5 prósenta launahækkun á ári hjá almennu launafólki. „Nei, það er auðvitað ekki hægt að varpa svona fram og vera svo að semja við alla aðra hópa en verkafólk um tugi prósenta. En verkafólk eigi að láta sér nægja þrjú til fjögur prósent. Það náttúrlega sjá það allir að það gengur ekki,“ segir Drífa Snædal. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekki hægt að ætlast til að verkafólk sætti sig við minni launahækanir en samið hafi verið um að hálfu ríkisins við einstakar stéttir. Kröfugerð er í mótun innan starfsgreinasambandsins og reiknað með að þær verði lagðar fram um mánaðamótin. Hátt á annað hundrað kjarasamningar eru lausir og framundan eru strangar samningaviðræður hjá Ríkissáttasemjara. Meðal stærstu sambanda sem eiga eftir að semja er Starfsgreinasambandið en innan raða þess er m.a. starfsfólk í fiskvinnslu, ferðaþjónustu, ræstingum og fleira. Stéttir sem flestir eru sammála um að séu ekki öfundsverðar af launum sínum. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að nú sé verið að fara yfir kröfur einstakra félaga innan sambandsins. En síðast þegar samið var í desember 2013 sömdu sambönd innan ASÍ í stóru samfloti um hóflegar launahækkanir í von um að samstaða myndaðist um að auka kaupmátt og draga úr verðbólgu. „Það verður sennilega ekki svona samflot aftur. Það eru bara svo mismunandi áherslur eftir félögum og brotum innan Alþýðusambandsins. Hvort sem það eru iðnaðarmenn, verslunarmenn eða verkafólk. Þannig að ég býst ekki við samfloti að þessu sinni,“ segir Drífa. Það sé ljóst að þær forsendur sem samið var á fyrir rúmu ári séu brostnar með þeim samningum sem gerðir hafi verið síðan þá við einstaka hópa um mun meiri launahækkanir en samið var um við ASÍ í desember 2013. Þessa dagana sé fundað með félagsmönnum einstakra félaga um allt land. „Til að reyna að fá fram línur frá almennum félögum. Hvað vill fólk fara fram með? Hvað er það tilbúið að berjast fyrir? Og í næstu viku mótum við sameiginlega kröfugerð,“ segir Drífa. Kröfurnar verði lagðar fram um mánaðamótin og þá hefjist eiginlegar samningaviðræður. Meðal annars verði horft til þess að sjávarútvegurinn hafi staðið vel mörg undanfarin misseri og mikilvægt sé að ferðaþjónustan verði að alvöru atvinnugrein með samningum við starfsfólk innan hennar. Það sé baráttuhugur í verkafólki. „Við skulum orða það þannig að ég held að fólk hafi orðið tilbúnara og tilbúnara eftir því sem árið líður frá síðustu samningum. Það er mitt mat. En hvar sársaukapunkturinn er eigium við eftir að ræða í okkar hópi. En að sjálfsögðu erum við undirbúin undir þann möguleika að það verði nokkur átök,“ segir Drífa. Seðlabankinn, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafa sagt að þjóðfélagið þoli ekki meira en 3,5 prósenta launahækkun á ári hjá almennu launafólki. „Nei, það er auðvitað ekki hægt að varpa svona fram og vera svo að semja við alla aðra hópa en verkafólk um tugi prósenta. En verkafólk eigi að láta sér nægja þrjú til fjögur prósent. Það náttúrlega sjá það allir að það gengur ekki,“ segir Drífa Snædal.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira