Verkalýðshreyfingin býr sig undir átök Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2015 14:20 Þessa dagana er fundað um kröfugerð innan einstakra félaga Starfsgreinasambandsins. Gengur ekki að bjóða verkafólki minna en hópum sem fengið hafa tugi prósenta í launahækkun. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekki hægt að ætlast til að verkafólk sætti sig við minni launahækanir en samið hafi verið um að hálfu ríkisins við einstakar stéttir. Kröfugerð er í mótun innan starfsgreinasambandsins og reiknað með að þær verði lagðar fram um mánaðamótin. Hátt á annað hundrað kjarasamningar eru lausir og framundan eru strangar samningaviðræður hjá Ríkissáttasemjara. Meðal stærstu sambanda sem eiga eftir að semja er Starfsgreinasambandið en innan raða þess er m.a. starfsfólk í fiskvinnslu, ferðaþjónustu, ræstingum og fleira. Stéttir sem flestir eru sammála um að séu ekki öfundsverðar af launum sínum. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að nú sé verið að fara yfir kröfur einstakra félaga innan sambandsins. En síðast þegar samið var í desember 2013 sömdu sambönd innan ASÍ í stóru samfloti um hóflegar launahækkanir í von um að samstaða myndaðist um að auka kaupmátt og draga úr verðbólgu. „Það verður sennilega ekki svona samflot aftur. Það eru bara svo mismunandi áherslur eftir félögum og brotum innan Alþýðusambandsins. Hvort sem það eru iðnaðarmenn, verslunarmenn eða verkafólk. Þannig að ég býst ekki við samfloti að þessu sinni,“ segir Drífa. Það sé ljóst að þær forsendur sem samið var á fyrir rúmu ári séu brostnar með þeim samningum sem gerðir hafi verið síðan þá við einstaka hópa um mun meiri launahækkanir en samið var um við ASÍ í desember 2013. Þessa dagana sé fundað með félagsmönnum einstakra félaga um allt land. „Til að reyna að fá fram línur frá almennum félögum. Hvað vill fólk fara fram með? Hvað er það tilbúið að berjast fyrir? Og í næstu viku mótum við sameiginlega kröfugerð,“ segir Drífa. Kröfurnar verði lagðar fram um mánaðamótin og þá hefjist eiginlegar samningaviðræður. Meðal annars verði horft til þess að sjávarútvegurinn hafi staðið vel mörg undanfarin misseri og mikilvægt sé að ferðaþjónustan verði að alvöru atvinnugrein með samningum við starfsfólk innan hennar. Það sé baráttuhugur í verkafólki. „Við skulum orða það þannig að ég held að fólk hafi orðið tilbúnara og tilbúnara eftir því sem árið líður frá síðustu samningum. Það er mitt mat. En hvar sársaukapunkturinn er eigium við eftir að ræða í okkar hópi. En að sjálfsögðu erum við undirbúin undir þann möguleika að það verði nokkur átök,“ segir Drífa. Seðlabankinn, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafa sagt að þjóðfélagið þoli ekki meira en 3,5 prósenta launahækkun á ári hjá almennu launafólki. „Nei, það er auðvitað ekki hægt að varpa svona fram og vera svo að semja við alla aðra hópa en verkafólk um tugi prósenta. En verkafólk eigi að láta sér nægja þrjú til fjögur prósent. Það náttúrlega sjá það allir að það gengur ekki,“ segir Drífa Snædal. Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekki hægt að ætlast til að verkafólk sætti sig við minni launahækanir en samið hafi verið um að hálfu ríkisins við einstakar stéttir. Kröfugerð er í mótun innan starfsgreinasambandsins og reiknað með að þær verði lagðar fram um mánaðamótin. Hátt á annað hundrað kjarasamningar eru lausir og framundan eru strangar samningaviðræður hjá Ríkissáttasemjara. Meðal stærstu sambanda sem eiga eftir að semja er Starfsgreinasambandið en innan raða þess er m.a. starfsfólk í fiskvinnslu, ferðaþjónustu, ræstingum og fleira. Stéttir sem flestir eru sammála um að séu ekki öfundsverðar af launum sínum. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að nú sé verið að fara yfir kröfur einstakra félaga innan sambandsins. En síðast þegar samið var í desember 2013 sömdu sambönd innan ASÍ í stóru samfloti um hóflegar launahækkanir í von um að samstaða myndaðist um að auka kaupmátt og draga úr verðbólgu. „Það verður sennilega ekki svona samflot aftur. Það eru bara svo mismunandi áherslur eftir félögum og brotum innan Alþýðusambandsins. Hvort sem það eru iðnaðarmenn, verslunarmenn eða verkafólk. Þannig að ég býst ekki við samfloti að þessu sinni,“ segir Drífa. Það sé ljóst að þær forsendur sem samið var á fyrir rúmu ári séu brostnar með þeim samningum sem gerðir hafi verið síðan þá við einstaka hópa um mun meiri launahækkanir en samið var um við ASÍ í desember 2013. Þessa dagana sé fundað með félagsmönnum einstakra félaga um allt land. „Til að reyna að fá fram línur frá almennum félögum. Hvað vill fólk fara fram með? Hvað er það tilbúið að berjast fyrir? Og í næstu viku mótum við sameiginlega kröfugerð,“ segir Drífa. Kröfurnar verði lagðar fram um mánaðamótin og þá hefjist eiginlegar samningaviðræður. Meðal annars verði horft til þess að sjávarútvegurinn hafi staðið vel mörg undanfarin misseri og mikilvægt sé að ferðaþjónustan verði að alvöru atvinnugrein með samningum við starfsfólk innan hennar. Það sé baráttuhugur í verkafólki. „Við skulum orða það þannig að ég held að fólk hafi orðið tilbúnara og tilbúnara eftir því sem árið líður frá síðustu samningum. Það er mitt mat. En hvar sársaukapunkturinn er eigium við eftir að ræða í okkar hópi. En að sjálfsögðu erum við undirbúin undir þann möguleika að það verði nokkur átök,“ segir Drífa. Seðlabankinn, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafa sagt að þjóðfélagið þoli ekki meira en 3,5 prósenta launahækkun á ári hjá almennu launafólki. „Nei, það er auðvitað ekki hægt að varpa svona fram og vera svo að semja við alla aðra hópa en verkafólk um tugi prósenta. En verkafólk eigi að láta sér nægja þrjú til fjögur prósent. Það náttúrlega sjá það allir að það gengur ekki,“ segir Drífa Snædal.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira