Verkalýðshreyfingin býr sig undir átök Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2015 14:20 Þessa dagana er fundað um kröfugerð innan einstakra félaga Starfsgreinasambandsins. Gengur ekki að bjóða verkafólki minna en hópum sem fengið hafa tugi prósenta í launahækkun. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekki hægt að ætlast til að verkafólk sætti sig við minni launahækanir en samið hafi verið um að hálfu ríkisins við einstakar stéttir. Kröfugerð er í mótun innan starfsgreinasambandsins og reiknað með að þær verði lagðar fram um mánaðamótin. Hátt á annað hundrað kjarasamningar eru lausir og framundan eru strangar samningaviðræður hjá Ríkissáttasemjara. Meðal stærstu sambanda sem eiga eftir að semja er Starfsgreinasambandið en innan raða þess er m.a. starfsfólk í fiskvinnslu, ferðaþjónustu, ræstingum og fleira. Stéttir sem flestir eru sammála um að séu ekki öfundsverðar af launum sínum. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að nú sé verið að fara yfir kröfur einstakra félaga innan sambandsins. En síðast þegar samið var í desember 2013 sömdu sambönd innan ASÍ í stóru samfloti um hóflegar launahækkanir í von um að samstaða myndaðist um að auka kaupmátt og draga úr verðbólgu. „Það verður sennilega ekki svona samflot aftur. Það eru bara svo mismunandi áherslur eftir félögum og brotum innan Alþýðusambandsins. Hvort sem það eru iðnaðarmenn, verslunarmenn eða verkafólk. Þannig að ég býst ekki við samfloti að þessu sinni,“ segir Drífa. Það sé ljóst að þær forsendur sem samið var á fyrir rúmu ári séu brostnar með þeim samningum sem gerðir hafi verið síðan þá við einstaka hópa um mun meiri launahækkanir en samið var um við ASÍ í desember 2013. Þessa dagana sé fundað með félagsmönnum einstakra félaga um allt land. „Til að reyna að fá fram línur frá almennum félögum. Hvað vill fólk fara fram með? Hvað er það tilbúið að berjast fyrir? Og í næstu viku mótum við sameiginlega kröfugerð,“ segir Drífa. Kröfurnar verði lagðar fram um mánaðamótin og þá hefjist eiginlegar samningaviðræður. Meðal annars verði horft til þess að sjávarútvegurinn hafi staðið vel mörg undanfarin misseri og mikilvægt sé að ferðaþjónustan verði að alvöru atvinnugrein með samningum við starfsfólk innan hennar. Það sé baráttuhugur í verkafólki. „Við skulum orða það þannig að ég held að fólk hafi orðið tilbúnara og tilbúnara eftir því sem árið líður frá síðustu samningum. Það er mitt mat. En hvar sársaukapunkturinn er eigium við eftir að ræða í okkar hópi. En að sjálfsögðu erum við undirbúin undir þann möguleika að það verði nokkur átök,“ segir Drífa. Seðlabankinn, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafa sagt að þjóðfélagið þoli ekki meira en 3,5 prósenta launahækkun á ári hjá almennu launafólki. „Nei, það er auðvitað ekki hægt að varpa svona fram og vera svo að semja við alla aðra hópa en verkafólk um tugi prósenta. En verkafólk eigi að láta sér nægja þrjú til fjögur prósent. Það náttúrlega sjá það allir að það gengur ekki,“ segir Drífa Snædal. Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekki hægt að ætlast til að verkafólk sætti sig við minni launahækanir en samið hafi verið um að hálfu ríkisins við einstakar stéttir. Kröfugerð er í mótun innan starfsgreinasambandsins og reiknað með að þær verði lagðar fram um mánaðamótin. Hátt á annað hundrað kjarasamningar eru lausir og framundan eru strangar samningaviðræður hjá Ríkissáttasemjara. Meðal stærstu sambanda sem eiga eftir að semja er Starfsgreinasambandið en innan raða þess er m.a. starfsfólk í fiskvinnslu, ferðaþjónustu, ræstingum og fleira. Stéttir sem flestir eru sammála um að séu ekki öfundsverðar af launum sínum. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að nú sé verið að fara yfir kröfur einstakra félaga innan sambandsins. En síðast þegar samið var í desember 2013 sömdu sambönd innan ASÍ í stóru samfloti um hóflegar launahækkanir í von um að samstaða myndaðist um að auka kaupmátt og draga úr verðbólgu. „Það verður sennilega ekki svona samflot aftur. Það eru bara svo mismunandi áherslur eftir félögum og brotum innan Alþýðusambandsins. Hvort sem það eru iðnaðarmenn, verslunarmenn eða verkafólk. Þannig að ég býst ekki við samfloti að þessu sinni,“ segir Drífa. Það sé ljóst að þær forsendur sem samið var á fyrir rúmu ári séu brostnar með þeim samningum sem gerðir hafi verið síðan þá við einstaka hópa um mun meiri launahækkanir en samið var um við ASÍ í desember 2013. Þessa dagana sé fundað með félagsmönnum einstakra félaga um allt land. „Til að reyna að fá fram línur frá almennum félögum. Hvað vill fólk fara fram með? Hvað er það tilbúið að berjast fyrir? Og í næstu viku mótum við sameiginlega kröfugerð,“ segir Drífa. Kröfurnar verði lagðar fram um mánaðamótin og þá hefjist eiginlegar samningaviðræður. Meðal annars verði horft til þess að sjávarútvegurinn hafi staðið vel mörg undanfarin misseri og mikilvægt sé að ferðaþjónustan verði að alvöru atvinnugrein með samningum við starfsfólk innan hennar. Það sé baráttuhugur í verkafólki. „Við skulum orða það þannig að ég held að fólk hafi orðið tilbúnara og tilbúnara eftir því sem árið líður frá síðustu samningum. Það er mitt mat. En hvar sársaukapunkturinn er eigium við eftir að ræða í okkar hópi. En að sjálfsögðu erum við undirbúin undir þann möguleika að það verði nokkur átök,“ segir Drífa. Seðlabankinn, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafa sagt að þjóðfélagið þoli ekki meira en 3,5 prósenta launahækkun á ári hjá almennu launafólki. „Nei, það er auðvitað ekki hægt að varpa svona fram og vera svo að semja við alla aðra hópa en verkafólk um tugi prósenta. En verkafólk eigi að láta sér nægja þrjú til fjögur prósent. Það náttúrlega sjá það allir að það gengur ekki,“ segir Drífa Snædal.
Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira