Verðtryggð lán betri en þau óverðtryggðu Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. mars 2015 13:00 Breki Karlsson segir að auka þurfi fjármálalæsi bæði almennings og stjórnmálamanna. fréttablaðið/valli Í sögulegu tilliti, þegar litið er til baka, þá hafa verðtryggð lán alltaf verið hagstæðari en óverðtryggð. Raunvextir verðtryggðra lána hafa verið lægri en óverðtryggðra, segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Hann er framsögumaður á fundi sem haldinn verður hjá Arion banka í dag. Hann mun halda framsögu um hvað er vert að hafa í huga við lántöku við kaup á íbúð, ásamt því að bera saman verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán. „Ég fer svolítið yfir sögu þess og útskýri af hverju verðtryggð lán eigi að vera hagstæðari samkvæmt sögunni. Svo geta menn haft sínar persónulegu skoðanir á þeim,“ segir Breki. Hann segir að það sé ekki hans að ráðleggja fólki hvaða lán það eigi að taka, en hann geti sagt fólki hvaða þátta sé rétt að líta til við val á lánum. „Í óverðtryggðum lánum veistu nákvæmlega hver vaxtaprósentan verður sem þú þarft að borga. En í verðtryggðum lánum veistu ekki hver greiðslubyrðin verður næsta mánuðinn út,“ segir Breki. Það sé ákveðin áhætta fólgin í þessu. „En á móti kemur að þú ert líklega að borga lægri vexti af verðtryggðum lánum. Ef þú ert að horfa til lengri tíma þá hafa laun hækkað umfram verðbólgu þó nokkuð mikið síðastliðin 25 ár,“ segir Breki. Meira að segja frá hruni, árið 2008, hafi laun hækkað um átta prósent umfram verðbólgu. Þetta þýðir að þótt upphæðin sem lántakandi borgar í hverjum mánuði af 25 ára láni sem hann kann að hafa tekið sé mun hærri en hún var í upphafi, þá er hlutfallið sem hann greiðir af launum sínum mun lægra en í upphafi. Þá sé rétt að benda á að þegar fólk tekur lán í fyrsta skipti og er að byrja að búa þá á það inni starfsaldurstengdar hækkanir á launum til viðbótar við þær hækkanir sem kunna að verða á launavísitölunni. Breki bendir á að ástæðan fyrir því að verðtryggðu lánin hafa verið gagnrýnd sé einkum sú að greiðslubyrðin er stillt þannig af að hún er lægst fyrstu árin en hækkar svo. Með óverðtryggð lán er greiðslubyrðin hæst fyrst og höfuðstóllinn lækkar líka. „Það er ekkert óeðlilegt þegar þú ert ungur að taka lán, og um leið að eignast börn og koma þér upp heimili, að greiðslubyrðin af láninu sé léttari til að byrja með og svo þyngist hún eftir því sem líður á.“ Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Í sögulegu tilliti, þegar litið er til baka, þá hafa verðtryggð lán alltaf verið hagstæðari en óverðtryggð. Raunvextir verðtryggðra lána hafa verið lægri en óverðtryggðra, segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Hann er framsögumaður á fundi sem haldinn verður hjá Arion banka í dag. Hann mun halda framsögu um hvað er vert að hafa í huga við lántöku við kaup á íbúð, ásamt því að bera saman verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán. „Ég fer svolítið yfir sögu þess og útskýri af hverju verðtryggð lán eigi að vera hagstæðari samkvæmt sögunni. Svo geta menn haft sínar persónulegu skoðanir á þeim,“ segir Breki. Hann segir að það sé ekki hans að ráðleggja fólki hvaða lán það eigi að taka, en hann geti sagt fólki hvaða þátta sé rétt að líta til við val á lánum. „Í óverðtryggðum lánum veistu nákvæmlega hver vaxtaprósentan verður sem þú þarft að borga. En í verðtryggðum lánum veistu ekki hver greiðslubyrðin verður næsta mánuðinn út,“ segir Breki. Það sé ákveðin áhætta fólgin í þessu. „En á móti kemur að þú ert líklega að borga lægri vexti af verðtryggðum lánum. Ef þú ert að horfa til lengri tíma þá hafa laun hækkað umfram verðbólgu þó nokkuð mikið síðastliðin 25 ár,“ segir Breki. Meira að segja frá hruni, árið 2008, hafi laun hækkað um átta prósent umfram verðbólgu. Þetta þýðir að þótt upphæðin sem lántakandi borgar í hverjum mánuði af 25 ára láni sem hann kann að hafa tekið sé mun hærri en hún var í upphafi, þá er hlutfallið sem hann greiðir af launum sínum mun lægra en í upphafi. Þá sé rétt að benda á að þegar fólk tekur lán í fyrsta skipti og er að byrja að búa þá á það inni starfsaldurstengdar hækkanir á launum til viðbótar við þær hækkanir sem kunna að verða á launavísitölunni. Breki bendir á að ástæðan fyrir því að verðtryggðu lánin hafa verið gagnrýnd sé einkum sú að greiðslubyrðin er stillt þannig af að hún er lægst fyrstu árin en hækkar svo. Með óverðtryggð lán er greiðslubyrðin hæst fyrst og höfuðstóllinn lækkar líka. „Það er ekkert óeðlilegt þegar þú ert ungur að taka lán, og um leið að eignast börn og koma þér upp heimili, að greiðslubyrðin af láninu sé léttari til að byrja með og svo þyngist hún eftir því sem líður á.“
Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira