Viðskipti innlent

Verðbólga á Íslandi mikil á heimsmælikvarða

Hafsteinn Hauksson skrifar
Verðbólga er aðeins meiri en á Íslandi í 13 löndum af þeim 43 sem breska vikublaðið The Economist birtir reglulega hagtölur um, en þar er um ræða öll stærstu hagkerfi heimsins.

Verðbólgan á Íslandi er 5,3 prósent á ársgrundvelli um þessar mundir, sem er nokkuð umfram 2,5 prósent markmið Seðlabankans.

Ekkert land sem notar evruna er með meiri verðbólgu en svo, en evrulandið sem glímir við mesta verðbólgu er Belgía með 3,6 prósent. Á evrusvæðinu í heild nemur hún 3 prósentum.

Tvö Evrópuríki sem ekki notast við evruna eru hins vegar með verri verðbólgutölur, en það eru Rússland og Tyrkland, sem hvort um sig er með á bilinu 7 til 8 prósenta verðbólgu.

Fimm landanna sem verr eru sett eru svo í Eyjaálfu og Asíu; Hong Kong, Indlnd, Pakistan, Suður-Kórea og Kína, en þar er verðbólgan á bilinu 5,3 til 11 prósent.

Þrjú þeirra eru í Afríku og Mið-Austurlöndum; Egyptaland, Sádi-Arabía og Suður-Afríka, en þar er verðbólgan allt að 7,7 prósent.

Þrjú landanna eru í Suður-Ameríku, en þau eru Argentína og Brasilía - að ógleymdu landinu sem er verst statt allra; Venesúela. Þar mælist verðbólgan heil 27,7 prósent.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×