Verð hátt í fjórum sinnum hærra á Íslandi Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 22. júlí 2013 19:12 Fréttastofa kannaði verð á barnavörum í verslunum hérlendis og í Bandaríkjunum. Algengt er að verð hér á landi sé þrisvar til fjórum sinnum hærra en vestanhafs. Tökum dæmi. Chicco Fun Travel leikteppi færðu í Bandaríkjunum á rúmar 7500 krónur. Hér á landi borgarðu tæpar 22000 krónur fyrir sama teppið. Eignistu tvíbura þarftu á tvöfaldri kerru að halda og kostar ein slík ytra tæpar 28000 krónur en hér heima um 87000 krónur. Börn þurfa á góðum bílstól að halda og fyrir einn góðan vestanhafs þarftu að borga rúmar 18000 krónur. Hér heima þarftu að punga út 64495 fyrir sama stól. Að síðustu er það Graco Trekko kerra sem kostar úti rúmar 19000 krónur en á Íslandi tæpar 70000 krónur. Sífellt er að færast í aukana að landsmenn versli vörur frá Bandaríkjunum í gegnum internetið og fái þær sendar hingað til lands. Ef bílstóllinn, kerrurnar og leikteppið væru keypt í einu lagi hér heima kostar það rúmar 240000 krónur. Ef vörurnar væru pantaðar í gegnum netið og sendar hingað heim með flutningi á vegum Icetransport myndi það kosta í kringum 160000 krónur og er sú upphæð með flutningskostnaði, sköttum og öllum öðrum gjöldum. Það má því spyrja sig, er einhver hvati fyrir neytendur að versla vörur sínar hér á landi. „Það má til dæmis benda á það að það er alveg klárt að neytendaverndin sem slík er miklu meiri þegar um vöru er að ræða sem er keypt í íslenskum verslunum. Með öðrum orðum ef að vara er til dæmis gölluð eiga íslenskir neytendur miklu ríkari rétt og miklu auðveldara um vik að fá vöruna endurgreidda eða fá nýja vöru í staðinn, en ef hún er keypteftir einhverjum pöntunarlista erlendis frá," segir Andrés Magnússon, framkvæmdarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu. En hvað skýrir þessi háu verð? Er við verslunarmenn að sakast eða umhverfið sem þeim er búið? „Aðstöðumunurinn sem íslensk verslun býr við, hinn skattalegi aðstöðumunur miðað við til dæmis verslun í Bandaríkjunum er gífulegur. Ákvörðun stjórnvalda um hvað skattar eru háir hefur afgerandi áhrif á það hvað vörur í landinu kosta. Það vitum við öll," segir Andrés jafnframt. Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Fréttastofa kannaði verð á barnavörum í verslunum hérlendis og í Bandaríkjunum. Algengt er að verð hér á landi sé þrisvar til fjórum sinnum hærra en vestanhafs. Tökum dæmi. Chicco Fun Travel leikteppi færðu í Bandaríkjunum á rúmar 7500 krónur. Hér á landi borgarðu tæpar 22000 krónur fyrir sama teppið. Eignistu tvíbura þarftu á tvöfaldri kerru að halda og kostar ein slík ytra tæpar 28000 krónur en hér heima um 87000 krónur. Börn þurfa á góðum bílstól að halda og fyrir einn góðan vestanhafs þarftu að borga rúmar 18000 krónur. Hér heima þarftu að punga út 64495 fyrir sama stól. Að síðustu er það Graco Trekko kerra sem kostar úti rúmar 19000 krónur en á Íslandi tæpar 70000 krónur. Sífellt er að færast í aukana að landsmenn versli vörur frá Bandaríkjunum í gegnum internetið og fái þær sendar hingað til lands. Ef bílstóllinn, kerrurnar og leikteppið væru keypt í einu lagi hér heima kostar það rúmar 240000 krónur. Ef vörurnar væru pantaðar í gegnum netið og sendar hingað heim með flutningi á vegum Icetransport myndi það kosta í kringum 160000 krónur og er sú upphæð með flutningskostnaði, sköttum og öllum öðrum gjöldum. Það má því spyrja sig, er einhver hvati fyrir neytendur að versla vörur sínar hér á landi. „Það má til dæmis benda á það að það er alveg klárt að neytendaverndin sem slík er miklu meiri þegar um vöru er að ræða sem er keypt í íslenskum verslunum. Með öðrum orðum ef að vara er til dæmis gölluð eiga íslenskir neytendur miklu ríkari rétt og miklu auðveldara um vik að fá vöruna endurgreidda eða fá nýja vöru í staðinn, en ef hún er keypteftir einhverjum pöntunarlista erlendis frá," segir Andrés Magnússon, framkvæmdarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu. En hvað skýrir þessi háu verð? Er við verslunarmenn að sakast eða umhverfið sem þeim er búið? „Aðstöðumunurinn sem íslensk verslun býr við, hinn skattalegi aðstöðumunur miðað við til dæmis verslun í Bandaríkjunum er gífulegur. Ákvörðun stjórnvalda um hvað skattar eru háir hefur afgerandi áhrif á það hvað vörur í landinu kosta. Það vitum við öll," segir Andrés jafnframt.
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira