Veraldlegar útfarir í uppnámi vegna viðgerða í Fossvogskirkju Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. október 2015 07:00 Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, segir lokun Fossvogskirkju vegna viðgerða bitna á félögum Siðmenntar sem eiga þá í fá hús að venda með útfarir. vísir/stefán „Þetta þýðir að þeir aðstandendur sem leita til okkar vegna útfara eiga á hættu að geta ekki nýtt sér þá aðstöðu sem er í boði,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. Fossvogskirkju var lokað þann 5. október síðastliðinn og verður hún lokuð út nóvember. Ástæða þess er að orgel kirkjunnar hefur verið tekið til gagngerra lagfæringa. Fossvogskirkja hefur hingað til verið eina kirkja þjóðkirkjunnar sem leyfilegt er að nota undir athafnir annarra trú- og lífsskoðanafélaga. Þetta þýðir að önnur félög en þjóðkirkjan hafa í engin hús að venda með útfarir fyrr en í lok nóvember. Bjarni segir þetta þegar bitna á útförum á vegum Siðmenntar. „Það er ein útför í næstu viku sem er enn ekki búið að fá niðurstöðu um hvar verður,“ segir hann. Að sögn Bjarna eru sterkar hefðir á bak við útfarir jafnvel þótt þær séu veraldlegar og aðstandendur vilji gjarnan nýta kirkjurými eða kirkjur í sínum nærsamfélögum. Siðmennt sendi alþingismönnum bréf í haust þar sem farið var fram á að útvegað yrði húsnæði sem væri óháð trúarbrögðum til að trúar- og lífsskoðanafélög geti stundað sínar athafnir á hlutlausum vettvangi. „Við sendum innanríkisráðherra bréf þegar við fréttum af þessari lokun þar sem við óskuðum eftir því að fá niðurstöðu í það mál því það er ekki hægt að búa áfram við svona ástand,“ segir Bjarni. Siðmennt hefur ekki fengið nein viðbrögð við erindi sínu. Bjarni segir það aðkallandi að hægt verði að bjóða upp á hlutlaust rými því aðsókn í veraldlegar athafnir hafi aukist mikið á milli ára. „Giftingar 2014 voru 56 og eru komin yfir 112 það sem af er ári. Sem sagt hundrað prósent aukning,“ útskýrir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Siðmennt hefur verið úthýst. Árið 2012 var félaginu meinað að halda utan um útför í Neskirkju. „Það kom mjög flatt upp á aðstandendur af því að þeir voru bara að leita að húsnæði. En þeim var úthýst þarna vegna þess að við vorum fengin til að sjá um athöfnina.“ Í samþykktum kirkjuþings kemur fram að kirkjurými þjóðkirkjunnar megi ekki nota undir aðrar athafnir en á vegum kristinna safnaða. „Það stendur í þessum samþykktum að það megi ekki fara fram veraldlegar athafnir í kirkju,“ segir Bjarni Jónsson. Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
„Þetta þýðir að þeir aðstandendur sem leita til okkar vegna útfara eiga á hættu að geta ekki nýtt sér þá aðstöðu sem er í boði,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. Fossvogskirkju var lokað þann 5. október síðastliðinn og verður hún lokuð út nóvember. Ástæða þess er að orgel kirkjunnar hefur verið tekið til gagngerra lagfæringa. Fossvogskirkja hefur hingað til verið eina kirkja þjóðkirkjunnar sem leyfilegt er að nota undir athafnir annarra trú- og lífsskoðanafélaga. Þetta þýðir að önnur félög en þjóðkirkjan hafa í engin hús að venda með útfarir fyrr en í lok nóvember. Bjarni segir þetta þegar bitna á útförum á vegum Siðmenntar. „Það er ein útför í næstu viku sem er enn ekki búið að fá niðurstöðu um hvar verður,“ segir hann. Að sögn Bjarna eru sterkar hefðir á bak við útfarir jafnvel þótt þær séu veraldlegar og aðstandendur vilji gjarnan nýta kirkjurými eða kirkjur í sínum nærsamfélögum. Siðmennt sendi alþingismönnum bréf í haust þar sem farið var fram á að útvegað yrði húsnæði sem væri óháð trúarbrögðum til að trúar- og lífsskoðanafélög geti stundað sínar athafnir á hlutlausum vettvangi. „Við sendum innanríkisráðherra bréf þegar við fréttum af þessari lokun þar sem við óskuðum eftir því að fá niðurstöðu í það mál því það er ekki hægt að búa áfram við svona ástand,“ segir Bjarni. Siðmennt hefur ekki fengið nein viðbrögð við erindi sínu. Bjarni segir það aðkallandi að hægt verði að bjóða upp á hlutlaust rými því aðsókn í veraldlegar athafnir hafi aukist mikið á milli ára. „Giftingar 2014 voru 56 og eru komin yfir 112 það sem af er ári. Sem sagt hundrað prósent aukning,“ útskýrir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Siðmennt hefur verið úthýst. Árið 2012 var félaginu meinað að halda utan um útför í Neskirkju. „Það kom mjög flatt upp á aðstandendur af því að þeir voru bara að leita að húsnæði. En þeim var úthýst þarna vegna þess að við vorum fengin til að sjá um athöfnina.“ Í samþykktum kirkjuþings kemur fram að kirkjurými þjóðkirkjunnar megi ekki nota undir aðrar athafnir en á vegum kristinna safnaða. „Það stendur í þessum samþykktum að það megi ekki fara fram veraldlegar athafnir í kirkju,“ segir Bjarni Jónsson.
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira