Veraldlegar útfarir í uppnámi vegna viðgerða í Fossvogskirkju Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. október 2015 07:00 Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, segir lokun Fossvogskirkju vegna viðgerða bitna á félögum Siðmenntar sem eiga þá í fá hús að venda með útfarir. vísir/stefán „Þetta þýðir að þeir aðstandendur sem leita til okkar vegna útfara eiga á hættu að geta ekki nýtt sér þá aðstöðu sem er í boði,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. Fossvogskirkju var lokað þann 5. október síðastliðinn og verður hún lokuð út nóvember. Ástæða þess er að orgel kirkjunnar hefur verið tekið til gagngerra lagfæringa. Fossvogskirkja hefur hingað til verið eina kirkja þjóðkirkjunnar sem leyfilegt er að nota undir athafnir annarra trú- og lífsskoðanafélaga. Þetta þýðir að önnur félög en þjóðkirkjan hafa í engin hús að venda með útfarir fyrr en í lok nóvember. Bjarni segir þetta þegar bitna á útförum á vegum Siðmenntar. „Það er ein útför í næstu viku sem er enn ekki búið að fá niðurstöðu um hvar verður,“ segir hann. Að sögn Bjarna eru sterkar hefðir á bak við útfarir jafnvel þótt þær séu veraldlegar og aðstandendur vilji gjarnan nýta kirkjurými eða kirkjur í sínum nærsamfélögum. Siðmennt sendi alþingismönnum bréf í haust þar sem farið var fram á að útvegað yrði húsnæði sem væri óháð trúarbrögðum til að trúar- og lífsskoðanafélög geti stundað sínar athafnir á hlutlausum vettvangi. „Við sendum innanríkisráðherra bréf þegar við fréttum af þessari lokun þar sem við óskuðum eftir því að fá niðurstöðu í það mál því það er ekki hægt að búa áfram við svona ástand,“ segir Bjarni. Siðmennt hefur ekki fengið nein viðbrögð við erindi sínu. Bjarni segir það aðkallandi að hægt verði að bjóða upp á hlutlaust rými því aðsókn í veraldlegar athafnir hafi aukist mikið á milli ára. „Giftingar 2014 voru 56 og eru komin yfir 112 það sem af er ári. Sem sagt hundrað prósent aukning,“ útskýrir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Siðmennt hefur verið úthýst. Árið 2012 var félaginu meinað að halda utan um útför í Neskirkju. „Það kom mjög flatt upp á aðstandendur af því að þeir voru bara að leita að húsnæði. En þeim var úthýst þarna vegna þess að við vorum fengin til að sjá um athöfnina.“ Í samþykktum kirkjuþings kemur fram að kirkjurými þjóðkirkjunnar megi ekki nota undir aðrar athafnir en á vegum kristinna safnaða. „Það stendur í þessum samþykktum að það megi ekki fara fram veraldlegar athafnir í kirkju,“ segir Bjarni Jónsson. Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Þyngja þurfi refsingar og draga úr aðdráttarafli Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
„Þetta þýðir að þeir aðstandendur sem leita til okkar vegna útfara eiga á hættu að geta ekki nýtt sér þá aðstöðu sem er í boði,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. Fossvogskirkju var lokað þann 5. október síðastliðinn og verður hún lokuð út nóvember. Ástæða þess er að orgel kirkjunnar hefur verið tekið til gagngerra lagfæringa. Fossvogskirkja hefur hingað til verið eina kirkja þjóðkirkjunnar sem leyfilegt er að nota undir athafnir annarra trú- og lífsskoðanafélaga. Þetta þýðir að önnur félög en þjóðkirkjan hafa í engin hús að venda með útfarir fyrr en í lok nóvember. Bjarni segir þetta þegar bitna á útförum á vegum Siðmenntar. „Það er ein útför í næstu viku sem er enn ekki búið að fá niðurstöðu um hvar verður,“ segir hann. Að sögn Bjarna eru sterkar hefðir á bak við útfarir jafnvel þótt þær séu veraldlegar og aðstandendur vilji gjarnan nýta kirkjurými eða kirkjur í sínum nærsamfélögum. Siðmennt sendi alþingismönnum bréf í haust þar sem farið var fram á að útvegað yrði húsnæði sem væri óháð trúarbrögðum til að trúar- og lífsskoðanafélög geti stundað sínar athafnir á hlutlausum vettvangi. „Við sendum innanríkisráðherra bréf þegar við fréttum af þessari lokun þar sem við óskuðum eftir því að fá niðurstöðu í það mál því það er ekki hægt að búa áfram við svona ástand,“ segir Bjarni. Siðmennt hefur ekki fengið nein viðbrögð við erindi sínu. Bjarni segir það aðkallandi að hægt verði að bjóða upp á hlutlaust rými því aðsókn í veraldlegar athafnir hafi aukist mikið á milli ára. „Giftingar 2014 voru 56 og eru komin yfir 112 það sem af er ári. Sem sagt hundrað prósent aukning,“ útskýrir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Siðmennt hefur verið úthýst. Árið 2012 var félaginu meinað að halda utan um útför í Neskirkju. „Það kom mjög flatt upp á aðstandendur af því að þeir voru bara að leita að húsnæði. En þeim var úthýst þarna vegna þess að við vorum fengin til að sjá um athöfnina.“ Í samþykktum kirkjuþings kemur fram að kirkjurými þjóðkirkjunnar megi ekki nota undir aðrar athafnir en á vegum kristinna safnaða. „Það stendur í þessum samþykktum að það megi ekki fara fram veraldlegar athafnir í kirkju,“ segir Bjarni Jónsson.
Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Þyngja þurfi refsingar og draga úr aðdráttarafli Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira