Erlent

Vélmenni varð manni að bana í Þýskalandi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Frumrannsókn bendi til þess að um mannleg mistök hafi verið að ræða.
Frumrannsókn bendi til þess að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Vísir/AFP
Vélmenni varð starfsmanni í verksmiðju Volkswagen að bana síðastliðinn mánudag. Maðurinn sem lést vann að því ásamt fleirum að setja upp vélmenni þegar það greip hann og þrýsti honum upp að stálplötu.

Talsmaður Volkswagen segir við Guardian að frumrannsókn bendi til þess að um mannleg mistök hafi verið að ræða frekar en að vélmennið sé gallað. Vélmennið er gert til að framkvæma ýmis fyrirframákveðin verkefni við framleiðslu bíla.

Samkvæmt þýsku fréttastofunni DPA eru saksóknarar þar í landi að skoða málið. Óljóst er þó hver yrði dreginn til ábyrgðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×