Skoðun

Veldur bólusetning drómasýki?

Haraldur Briem og Þórólfur Guðnason og Pétur Lúðvígsson skrifa

Að undanförnu hefur talsverð umræða farið fram um hugsanleg tengsl drómasýki og bólusetningar gegn svínainflúensu.

Drómasýki (narcolepsy) er sjaldgæfur sjúkdómur sem einkennist af mikill dagsyfju vöðvaspennufalli (cataplexy), sérstaklega við skyndilega geðshræringu og trufluðum nætursvefni. Drómasýki sést einkum hjá fullorðnum einstaklingum. Tíðni sjúkdómsins er breytileg milli landa en talið er að árlega megi búast við 0,5-1 tilfelli á hverja 100.000 íbúa og þar af eru tæplega 10% einstaklinganna börn yngri en 18 ára. Orsakir drómasýki eru óþekktar en talið er að samspil erfða og umhverfisþátta (eins og t.d. sýkinga) eigi stóran þátt í tilurð sjúkdómsins. Greining sjúkdómsins er yfirleitt gerð af taugasjúkdómalæknum og þarf til þess sérhæfðar rannsóknaraðferðir eins og svefnrit (multiple sleep latency test).

Á árinu 2010 varð vart við talsverða aukningu í sjúkdómnum hjá einstaklingum yngri en 18 ára í Finnlandi og Svíþjóð en einnig sást aukinn fjöldi á Íslandi. Í Finnlandi höfðu flestir sjúklinganna verið bólusettir gegn svínainflúensu enda var almenn þátttaka í bólusetningu þar mjög góð eða um og yfir 70%. Í Svíþjóð hins vegar sást aukningin bæði í bólusettum og óbólusettum einstaklingum og á Íslandi var rúmlega helmingur sjúklinganna bólusettur en þátttaka í svíninflúensubólusetningunni hér á landi var um 50%. Benda þessar niðurstöður frá Svíþjóð og Íslandi því ekki til þess að bólusetningin gegn svínainflúensu tengist drómasýki

Í dag hafa 30-40 milljónir einstaklinga verið bólusettir í Evrópu með sama svínainflúensubóluefni og notað hefur verið á Íslandi (Pandemrix). Engin aukning hefur sést á drómasýki í öðrum löndum Evrópu sem gerir tengsl sjúkdómsins við bólusetninguna að auki mjög ólíklega.

Undir forystu Finna er áætlað að fara af stað með fjölþjóðlega rannsókn á sambandi bólusetningar gegn svínainflúensu og drómasýki. Ísland mun taka þátt í þeirri rannsókn og er niðurstaða að vænta síðar á þessu ári.

Þar sem að mjög ólíklegt er að bólusetning gegn svínainflúensu tengist á nokkurn hátt drómasýki og afleiðingar svínainflúensunnar geta verið alvarlegar þá hvetur sóttvarnalæknir óbólusetta einstaklinga til að láta bólusetja sig. Rétt er að minna á að á síðasta vetri lögðust 200 manns inn á sjúkrahús hér á landi vegna svínainflúensu og af þeim þurftu um 20 einstaklingar innlögn á gjörgæsludeild vegna lífshættulegra afleiðinga sjúkdómsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Um dánaraðstoð

Steinunn Þórðardóttir,Oddur Steinarsson,Thelma Kristinsdóttir,Katrín Ragna Kemp,Magdalena Ásgeirsdóttir,Margrét Ólafía Tómasdóttir,Ragnar Freyr Ingvarsson,Teitur Ari Theodórsson,Theódór Skúli Sigurðsson skrifar

Skoðun

Hún

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Sjá meira


×