Veldur bólusetning drómasýki? Haraldur Briem og Þórólfur Guðnason og Pétur Lúðvígsson skrifa 2. febrúar 2011 06:00 Að undanförnu hefur talsverð umræða farið fram um hugsanleg tengsl drómasýki og bólusetningar gegn svínainflúensu. Drómasýki (narcolepsy) er sjaldgæfur sjúkdómur sem einkennist af mikill dagsyfju vöðvaspennufalli (cataplexy), sérstaklega við skyndilega geðshræringu og trufluðum nætursvefni. Drómasýki sést einkum hjá fullorðnum einstaklingum. Tíðni sjúkdómsins er breytileg milli landa en talið er að árlega megi búast við 0,5-1 tilfelli á hverja 100.000 íbúa og þar af eru tæplega 10% einstaklinganna börn yngri en 18 ára. Orsakir drómasýki eru óþekktar en talið er að samspil erfða og umhverfisþátta (eins og t.d. sýkinga) eigi stóran þátt í tilurð sjúkdómsins. Greining sjúkdómsins er yfirleitt gerð af taugasjúkdómalæknum og þarf til þess sérhæfðar rannsóknaraðferðir eins og svefnrit (multiple sleep latency test). Á árinu 2010 varð vart við talsverða aukningu í sjúkdómnum hjá einstaklingum yngri en 18 ára í Finnlandi og Svíþjóð en einnig sást aukinn fjöldi á Íslandi. Í Finnlandi höfðu flestir sjúklinganna verið bólusettir gegn svínainflúensu enda var almenn þátttaka í bólusetningu þar mjög góð eða um og yfir 70%. Í Svíþjóð hins vegar sást aukningin bæði í bólusettum og óbólusettum einstaklingum og á Íslandi var rúmlega helmingur sjúklinganna bólusettur en þátttaka í svíninflúensubólusetningunni hér á landi var um 50%. Benda þessar niðurstöður frá Svíþjóð og Íslandi því ekki til þess að bólusetningin gegn svínainflúensu tengist drómasýki Í dag hafa 30-40 milljónir einstaklinga verið bólusettir í Evrópu með sama svínainflúensubóluefni og notað hefur verið á Íslandi (Pandemrix). Engin aukning hefur sést á drómasýki í öðrum löndum Evrópu sem gerir tengsl sjúkdómsins við bólusetninguna að auki mjög ólíklega. Undir forystu Finna er áætlað að fara af stað með fjölþjóðlega rannsókn á sambandi bólusetningar gegn svínainflúensu og drómasýki. Ísland mun taka þátt í þeirri rannsókn og er niðurstaða að vænta síðar á þessu ári. Þar sem að mjög ólíklegt er að bólusetning gegn svínainflúensu tengist á nokkurn hátt drómasýki og afleiðingar svínainflúensunnar geta verið alvarlegar þá hvetur sóttvarnalæknir óbólusetta einstaklinga til að láta bólusetja sig. Rétt er að minna á að á síðasta vetri lögðust 200 manns inn á sjúkrahús hér á landi vegna svínainflúensu og af þeim þurftu um 20 einstaklingar innlögn á gjörgæsludeild vegna lífshættulegra afleiðinga sjúkdómsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur talsverð umræða farið fram um hugsanleg tengsl drómasýki og bólusetningar gegn svínainflúensu. Drómasýki (narcolepsy) er sjaldgæfur sjúkdómur sem einkennist af mikill dagsyfju vöðvaspennufalli (cataplexy), sérstaklega við skyndilega geðshræringu og trufluðum nætursvefni. Drómasýki sést einkum hjá fullorðnum einstaklingum. Tíðni sjúkdómsins er breytileg milli landa en talið er að árlega megi búast við 0,5-1 tilfelli á hverja 100.000 íbúa og þar af eru tæplega 10% einstaklinganna börn yngri en 18 ára. Orsakir drómasýki eru óþekktar en talið er að samspil erfða og umhverfisþátta (eins og t.d. sýkinga) eigi stóran þátt í tilurð sjúkdómsins. Greining sjúkdómsins er yfirleitt gerð af taugasjúkdómalæknum og þarf til þess sérhæfðar rannsóknaraðferðir eins og svefnrit (multiple sleep latency test). Á árinu 2010 varð vart við talsverða aukningu í sjúkdómnum hjá einstaklingum yngri en 18 ára í Finnlandi og Svíþjóð en einnig sást aukinn fjöldi á Íslandi. Í Finnlandi höfðu flestir sjúklinganna verið bólusettir gegn svínainflúensu enda var almenn þátttaka í bólusetningu þar mjög góð eða um og yfir 70%. Í Svíþjóð hins vegar sást aukningin bæði í bólusettum og óbólusettum einstaklingum og á Íslandi var rúmlega helmingur sjúklinganna bólusettur en þátttaka í svíninflúensubólusetningunni hér á landi var um 50%. Benda þessar niðurstöður frá Svíþjóð og Íslandi því ekki til þess að bólusetningin gegn svínainflúensu tengist drómasýki Í dag hafa 30-40 milljónir einstaklinga verið bólusettir í Evrópu með sama svínainflúensubóluefni og notað hefur verið á Íslandi (Pandemrix). Engin aukning hefur sést á drómasýki í öðrum löndum Evrópu sem gerir tengsl sjúkdómsins við bólusetninguna að auki mjög ólíklega. Undir forystu Finna er áætlað að fara af stað með fjölþjóðlega rannsókn á sambandi bólusetningar gegn svínainflúensu og drómasýki. Ísland mun taka þátt í þeirri rannsókn og er niðurstaða að vænta síðar á þessu ári. Þar sem að mjög ólíklegt er að bólusetning gegn svínainflúensu tengist á nokkurn hátt drómasýki og afleiðingar svínainflúensunnar geta verið alvarlegar þá hvetur sóttvarnalæknir óbólusetta einstaklinga til að láta bólusetja sig. Rétt er að minna á að á síðasta vetri lögðust 200 manns inn á sjúkrahús hér á landi vegna svínainflúensu og af þeim þurftu um 20 einstaklingar innlögn á gjörgæsludeild vegna lífshættulegra afleiðinga sjúkdómsins.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar