Veldur bólusetning drómasýki? Haraldur Briem og Þórólfur Guðnason og Pétur Lúðvígsson skrifa 2. febrúar 2011 06:00 Að undanförnu hefur talsverð umræða farið fram um hugsanleg tengsl drómasýki og bólusetningar gegn svínainflúensu. Drómasýki (narcolepsy) er sjaldgæfur sjúkdómur sem einkennist af mikill dagsyfju vöðvaspennufalli (cataplexy), sérstaklega við skyndilega geðshræringu og trufluðum nætursvefni. Drómasýki sést einkum hjá fullorðnum einstaklingum. Tíðni sjúkdómsins er breytileg milli landa en talið er að árlega megi búast við 0,5-1 tilfelli á hverja 100.000 íbúa og þar af eru tæplega 10% einstaklinganna börn yngri en 18 ára. Orsakir drómasýki eru óþekktar en talið er að samspil erfða og umhverfisþátta (eins og t.d. sýkinga) eigi stóran þátt í tilurð sjúkdómsins. Greining sjúkdómsins er yfirleitt gerð af taugasjúkdómalæknum og þarf til þess sérhæfðar rannsóknaraðferðir eins og svefnrit (multiple sleep latency test). Á árinu 2010 varð vart við talsverða aukningu í sjúkdómnum hjá einstaklingum yngri en 18 ára í Finnlandi og Svíþjóð en einnig sást aukinn fjöldi á Íslandi. Í Finnlandi höfðu flestir sjúklinganna verið bólusettir gegn svínainflúensu enda var almenn þátttaka í bólusetningu þar mjög góð eða um og yfir 70%. Í Svíþjóð hins vegar sást aukningin bæði í bólusettum og óbólusettum einstaklingum og á Íslandi var rúmlega helmingur sjúklinganna bólusettur en þátttaka í svíninflúensubólusetningunni hér á landi var um 50%. Benda þessar niðurstöður frá Svíþjóð og Íslandi því ekki til þess að bólusetningin gegn svínainflúensu tengist drómasýki Í dag hafa 30-40 milljónir einstaklinga verið bólusettir í Evrópu með sama svínainflúensubóluefni og notað hefur verið á Íslandi (Pandemrix). Engin aukning hefur sést á drómasýki í öðrum löndum Evrópu sem gerir tengsl sjúkdómsins við bólusetninguna að auki mjög ólíklega. Undir forystu Finna er áætlað að fara af stað með fjölþjóðlega rannsókn á sambandi bólusetningar gegn svínainflúensu og drómasýki. Ísland mun taka þátt í þeirri rannsókn og er niðurstaða að vænta síðar á þessu ári. Þar sem að mjög ólíklegt er að bólusetning gegn svínainflúensu tengist á nokkurn hátt drómasýki og afleiðingar svínainflúensunnar geta verið alvarlegar þá hvetur sóttvarnalæknir óbólusetta einstaklinga til að láta bólusetja sig. Rétt er að minna á að á síðasta vetri lögðust 200 manns inn á sjúkrahús hér á landi vegna svínainflúensu og af þeim þurftu um 20 einstaklingar innlögn á gjörgæsludeild vegna lífshættulegra afleiðinga sjúkdómsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur talsverð umræða farið fram um hugsanleg tengsl drómasýki og bólusetningar gegn svínainflúensu. Drómasýki (narcolepsy) er sjaldgæfur sjúkdómur sem einkennist af mikill dagsyfju vöðvaspennufalli (cataplexy), sérstaklega við skyndilega geðshræringu og trufluðum nætursvefni. Drómasýki sést einkum hjá fullorðnum einstaklingum. Tíðni sjúkdómsins er breytileg milli landa en talið er að árlega megi búast við 0,5-1 tilfelli á hverja 100.000 íbúa og þar af eru tæplega 10% einstaklinganna börn yngri en 18 ára. Orsakir drómasýki eru óþekktar en talið er að samspil erfða og umhverfisþátta (eins og t.d. sýkinga) eigi stóran þátt í tilurð sjúkdómsins. Greining sjúkdómsins er yfirleitt gerð af taugasjúkdómalæknum og þarf til þess sérhæfðar rannsóknaraðferðir eins og svefnrit (multiple sleep latency test). Á árinu 2010 varð vart við talsverða aukningu í sjúkdómnum hjá einstaklingum yngri en 18 ára í Finnlandi og Svíþjóð en einnig sást aukinn fjöldi á Íslandi. Í Finnlandi höfðu flestir sjúklinganna verið bólusettir gegn svínainflúensu enda var almenn þátttaka í bólusetningu þar mjög góð eða um og yfir 70%. Í Svíþjóð hins vegar sást aukningin bæði í bólusettum og óbólusettum einstaklingum og á Íslandi var rúmlega helmingur sjúklinganna bólusettur en þátttaka í svíninflúensubólusetningunni hér á landi var um 50%. Benda þessar niðurstöður frá Svíþjóð og Íslandi því ekki til þess að bólusetningin gegn svínainflúensu tengist drómasýki Í dag hafa 30-40 milljónir einstaklinga verið bólusettir í Evrópu með sama svínainflúensubóluefni og notað hefur verið á Íslandi (Pandemrix). Engin aukning hefur sést á drómasýki í öðrum löndum Evrópu sem gerir tengsl sjúkdómsins við bólusetninguna að auki mjög ólíklega. Undir forystu Finna er áætlað að fara af stað með fjölþjóðlega rannsókn á sambandi bólusetningar gegn svínainflúensu og drómasýki. Ísland mun taka þátt í þeirri rannsókn og er niðurstaða að vænta síðar á þessu ári. Þar sem að mjög ólíklegt er að bólusetning gegn svínainflúensu tengist á nokkurn hátt drómasýki og afleiðingar svínainflúensunnar geta verið alvarlegar þá hvetur sóttvarnalæknir óbólusetta einstaklinga til að láta bólusetja sig. Rétt er að minna á að á síðasta vetri lögðust 200 manns inn á sjúkrahús hér á landi vegna svínainflúensu og af þeim þurftu um 20 einstaklingar innlögn á gjörgæsludeild vegna lífshættulegra afleiðinga sjúkdómsins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar