Veldur bólusetning drómasýki? Haraldur Briem og Þórólfur Guðnason og Pétur Lúðvígsson skrifa 2. febrúar 2011 06:00 Að undanförnu hefur talsverð umræða farið fram um hugsanleg tengsl drómasýki og bólusetningar gegn svínainflúensu. Drómasýki (narcolepsy) er sjaldgæfur sjúkdómur sem einkennist af mikill dagsyfju vöðvaspennufalli (cataplexy), sérstaklega við skyndilega geðshræringu og trufluðum nætursvefni. Drómasýki sést einkum hjá fullorðnum einstaklingum. Tíðni sjúkdómsins er breytileg milli landa en talið er að árlega megi búast við 0,5-1 tilfelli á hverja 100.000 íbúa og þar af eru tæplega 10% einstaklinganna börn yngri en 18 ára. Orsakir drómasýki eru óþekktar en talið er að samspil erfða og umhverfisþátta (eins og t.d. sýkinga) eigi stóran þátt í tilurð sjúkdómsins. Greining sjúkdómsins er yfirleitt gerð af taugasjúkdómalæknum og þarf til þess sérhæfðar rannsóknaraðferðir eins og svefnrit (multiple sleep latency test). Á árinu 2010 varð vart við talsverða aukningu í sjúkdómnum hjá einstaklingum yngri en 18 ára í Finnlandi og Svíþjóð en einnig sást aukinn fjöldi á Íslandi. Í Finnlandi höfðu flestir sjúklinganna verið bólusettir gegn svínainflúensu enda var almenn þátttaka í bólusetningu þar mjög góð eða um og yfir 70%. Í Svíþjóð hins vegar sást aukningin bæði í bólusettum og óbólusettum einstaklingum og á Íslandi var rúmlega helmingur sjúklinganna bólusettur en þátttaka í svíninflúensubólusetningunni hér á landi var um 50%. Benda þessar niðurstöður frá Svíþjóð og Íslandi því ekki til þess að bólusetningin gegn svínainflúensu tengist drómasýki Í dag hafa 30-40 milljónir einstaklinga verið bólusettir í Evrópu með sama svínainflúensubóluefni og notað hefur verið á Íslandi (Pandemrix). Engin aukning hefur sést á drómasýki í öðrum löndum Evrópu sem gerir tengsl sjúkdómsins við bólusetninguna að auki mjög ólíklega. Undir forystu Finna er áætlað að fara af stað með fjölþjóðlega rannsókn á sambandi bólusetningar gegn svínainflúensu og drómasýki. Ísland mun taka þátt í þeirri rannsókn og er niðurstaða að vænta síðar á þessu ári. Þar sem að mjög ólíklegt er að bólusetning gegn svínainflúensu tengist á nokkurn hátt drómasýki og afleiðingar svínainflúensunnar geta verið alvarlegar þá hvetur sóttvarnalæknir óbólusetta einstaklinga til að láta bólusetja sig. Rétt er að minna á að á síðasta vetri lögðust 200 manns inn á sjúkrahús hér á landi vegna svínainflúensu og af þeim þurftu um 20 einstaklingar innlögn á gjörgæsludeild vegna lífshættulegra afleiðinga sjúkdómsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur talsverð umræða farið fram um hugsanleg tengsl drómasýki og bólusetningar gegn svínainflúensu. Drómasýki (narcolepsy) er sjaldgæfur sjúkdómur sem einkennist af mikill dagsyfju vöðvaspennufalli (cataplexy), sérstaklega við skyndilega geðshræringu og trufluðum nætursvefni. Drómasýki sést einkum hjá fullorðnum einstaklingum. Tíðni sjúkdómsins er breytileg milli landa en talið er að árlega megi búast við 0,5-1 tilfelli á hverja 100.000 íbúa og þar af eru tæplega 10% einstaklinganna börn yngri en 18 ára. Orsakir drómasýki eru óþekktar en talið er að samspil erfða og umhverfisþátta (eins og t.d. sýkinga) eigi stóran þátt í tilurð sjúkdómsins. Greining sjúkdómsins er yfirleitt gerð af taugasjúkdómalæknum og þarf til þess sérhæfðar rannsóknaraðferðir eins og svefnrit (multiple sleep latency test). Á árinu 2010 varð vart við talsverða aukningu í sjúkdómnum hjá einstaklingum yngri en 18 ára í Finnlandi og Svíþjóð en einnig sást aukinn fjöldi á Íslandi. Í Finnlandi höfðu flestir sjúklinganna verið bólusettir gegn svínainflúensu enda var almenn þátttaka í bólusetningu þar mjög góð eða um og yfir 70%. Í Svíþjóð hins vegar sást aukningin bæði í bólusettum og óbólusettum einstaklingum og á Íslandi var rúmlega helmingur sjúklinganna bólusettur en þátttaka í svíninflúensubólusetningunni hér á landi var um 50%. Benda þessar niðurstöður frá Svíþjóð og Íslandi því ekki til þess að bólusetningin gegn svínainflúensu tengist drómasýki Í dag hafa 30-40 milljónir einstaklinga verið bólusettir í Evrópu með sama svínainflúensubóluefni og notað hefur verið á Íslandi (Pandemrix). Engin aukning hefur sést á drómasýki í öðrum löndum Evrópu sem gerir tengsl sjúkdómsins við bólusetninguna að auki mjög ólíklega. Undir forystu Finna er áætlað að fara af stað með fjölþjóðlega rannsókn á sambandi bólusetningar gegn svínainflúensu og drómasýki. Ísland mun taka þátt í þeirri rannsókn og er niðurstaða að vænta síðar á þessu ári. Þar sem að mjög ólíklegt er að bólusetning gegn svínainflúensu tengist á nokkurn hátt drómasýki og afleiðingar svínainflúensunnar geta verið alvarlegar þá hvetur sóttvarnalæknir óbólusetta einstaklinga til að láta bólusetja sig. Rétt er að minna á að á síðasta vetri lögðust 200 manns inn á sjúkrahús hér á landi vegna svínainflúensu og af þeim þurftu um 20 einstaklingar innlögn á gjörgæsludeild vegna lífshættulegra afleiðinga sjúkdómsins.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun