Innlent

Vél WOW snúið við eftir meldingu um bilun

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Meldingin reyndist ekki á rökum reist.
Meldingin reyndist ekki á rökum reist. vísir/vilhelm
Airbus vél WOW Air á leið til Kaupmannahafnar frá Keflavík í morgun var snúið við eftir að flugstjóri vélarinnar fékk meldingu um bilun í vélinni.

Ljós í stjórnklefanum gáfu til kynna að bilun hefði komið upp í hjólabúnaði og var því tekin ákvörðun um að lenda í Keflavík af öryggisástæðum.

Þegar til Keflavíkur var komið reyndist ekki um bilun að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá WOW Air var vélin send aftur í loftið skömmu síðar áleiðis til Kaupmannahafnar.


Tengdar fréttir

Allir og ömmur þeirra í háloftunum

Þriðjungs aukning er á íslenskum flugliðum í ár samanborið við sama tíma í fyrra og sést það hæglega á samfélagsmiðlunum þar sem vart er þverfótað fyrir sjálfsmyndum nýbakaðra flugþjóna sem annað hvort tylla sér lauflétt í vélarhreyfilinn eða standa teinréttir í júníforminu.

Meiri hagnaður hjá WOW en Icelandair

Rekstrarhagnaður WOW air án afskrifta á fyrsta ársfjórðungi (EBITDA) var 680 milljónir króna og jókst um milljarð milli ára, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×