Vel heppnað transkvöld: Tólf mættu Erla Hlynsdóttir skrifar 19. október 2010 15:08 Ugla Stefanía er mjög ánægð með hversu margir mættu á fræðslukvöldið Tólf manns mættu á trans-ungmennakvöld sem haldið var um helgina. Viðburðurinn var ætlaður ungu transfólki, þeim sem telja sig hafa fæðst í líkama af röngu kyni, og var haldinn í regnbogasal Samtakanna 78. Ugla Stefanía Jónsdóttir segir að henni hafi komið skemmtilega á óvart hversu margir mættu. „Þetta var alveg frábært," segir hún. Ugla fæddist sjálf í líkama karls en hefur hafið ferli til leiðréttingar á kyni hennar. „Við bjuggumst alls ekki við svona mörgum. Sumir sem mættu voru meira að segja ekki komnir út," segir Ugla og á þar við að þeir hafi ekki opinberað að þeir teldu sig fædda í líkama af röngu kyni.Miklu fleiri en í fyrra Ugla kom að skipulagningu ungmennakvöldsins en markmiðið með kvöldinu var að fræða og veita stuðning. Henni finnst því mjög ánægjulegt að þarna hafi mætt fólk sem ekki hefur þorað að stíga fram áður. „Þarna var fólk sem vissi ekki hvernig aðgerðin gengur fyrir sig og vantaði upplýsingar," segir hún. Á síðasta ári var einnig haldið fræðslukvöld fyrir ungt transfólk en þá mættu aðeins örfáar hræður. Ugla telur ástæðu þess að fleiri mættu nú vera þá að umræðan um málefni transfólks sé orðin opnari.Fær bráðum kvenhormón Ugla er aðeins nítján ára og byrjar á næstu vikum hormónameðferð þar sem henni eru gefin kvenhormón. Nokkur tími kemur til með að líða þar til hún fer í aðgerðir til að kynleiðréttingar. „Undirbúningurinn fyrir hormónameðferðina er að lifa eftir kynhlutverkinu sem maður ætlar að láta leiðrétta sig í. Það felst í því að ég fór að ganga undir kvenkyns nafni og segja fólki frá því hvert framhaldið yrði ," segir Ugla. Auk þess þarf fólk að gangast undir sálfræðipróf áður en það byrjae í hormónameðferð og hefur Ugla lokið því. Algjör trúnaður ríkir um hverjir mættu á fundinn og voru myndatökur með öllu bannaðar. Fundurinn var opinn ungu transfólki upp að þrítugu, og öllum þeim sem telja sig á einhvern hátt telja sig vera transgender, en það orð hefur hér á landi verið notað sem regnhlífarhugtak yfir þá sem fæðst hafa í líkama af röngu kyni.Ókunnugt fólk stolt af þeim Ugla Stefanía var í opinskáu viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 fyrir nokkru þar sem hún sagði sögu sína, ásamt Hans Miniar Jónssyni, 27 ára karlmanni sem fæddist í líkama konu. Ugla segir að þau hafi fengið afar góð viðbrögð við viðtalin „Ókunnugt fólk hefur komið upp að okkur úti í búð eftir þetta og sagst vera stolt af okkur," segir hún. Á næstunni er fyrirhugað að halda málþing um álefni transfólks á Íslandi, en orðið transgender hefur verið notað hér á landi sem eins konar regnhlífahugtak yfir þá sem fæðst hafa í líkama af röngu kyni. Ungmennakvöldið var skipulagt í samstarfið við félögin Trans-Ísland, Q-félag hinsegin stúdenta, Samtökin 78, Ungliðahreyfingu samtakanna 78 og Samtökin 78 á Norðurlandi. Tengdar fréttir Tækifæri fyrir transfólk til að stíga fram Trans-ungmennakvöld verður haldið í regnbogasal Samtakanna 78 á laugardagskvöldið. Viðburðurinn er miðaður að transfólki, þeim sem telja sig hafa fæðst í líkama af röngu kyni. 13. október 2010 09:46 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn Sjá meira
Tólf manns mættu á trans-ungmennakvöld sem haldið var um helgina. Viðburðurinn var ætlaður ungu transfólki, þeim sem telja sig hafa fæðst í líkama af röngu kyni, og var haldinn í regnbogasal Samtakanna 78. Ugla Stefanía Jónsdóttir segir að henni hafi komið skemmtilega á óvart hversu margir mættu. „Þetta var alveg frábært," segir hún. Ugla fæddist sjálf í líkama karls en hefur hafið ferli til leiðréttingar á kyni hennar. „Við bjuggumst alls ekki við svona mörgum. Sumir sem mættu voru meira að segja ekki komnir út," segir Ugla og á þar við að þeir hafi ekki opinberað að þeir teldu sig fædda í líkama af röngu kyni.Miklu fleiri en í fyrra Ugla kom að skipulagningu ungmennakvöldsins en markmiðið með kvöldinu var að fræða og veita stuðning. Henni finnst því mjög ánægjulegt að þarna hafi mætt fólk sem ekki hefur þorað að stíga fram áður. „Þarna var fólk sem vissi ekki hvernig aðgerðin gengur fyrir sig og vantaði upplýsingar," segir hún. Á síðasta ári var einnig haldið fræðslukvöld fyrir ungt transfólk en þá mættu aðeins örfáar hræður. Ugla telur ástæðu þess að fleiri mættu nú vera þá að umræðan um málefni transfólks sé orðin opnari.Fær bráðum kvenhormón Ugla er aðeins nítján ára og byrjar á næstu vikum hormónameðferð þar sem henni eru gefin kvenhormón. Nokkur tími kemur til með að líða þar til hún fer í aðgerðir til að kynleiðréttingar. „Undirbúningurinn fyrir hormónameðferðina er að lifa eftir kynhlutverkinu sem maður ætlar að láta leiðrétta sig í. Það felst í því að ég fór að ganga undir kvenkyns nafni og segja fólki frá því hvert framhaldið yrði ," segir Ugla. Auk þess þarf fólk að gangast undir sálfræðipróf áður en það byrjae í hormónameðferð og hefur Ugla lokið því. Algjör trúnaður ríkir um hverjir mættu á fundinn og voru myndatökur með öllu bannaðar. Fundurinn var opinn ungu transfólki upp að þrítugu, og öllum þeim sem telja sig á einhvern hátt telja sig vera transgender, en það orð hefur hér á landi verið notað sem regnhlífarhugtak yfir þá sem fæðst hafa í líkama af röngu kyni.Ókunnugt fólk stolt af þeim Ugla Stefanía var í opinskáu viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 fyrir nokkru þar sem hún sagði sögu sína, ásamt Hans Miniar Jónssyni, 27 ára karlmanni sem fæddist í líkama konu. Ugla segir að þau hafi fengið afar góð viðbrögð við viðtalin „Ókunnugt fólk hefur komið upp að okkur úti í búð eftir þetta og sagst vera stolt af okkur," segir hún. Á næstunni er fyrirhugað að halda málþing um álefni transfólks á Íslandi, en orðið transgender hefur verið notað hér á landi sem eins konar regnhlífahugtak yfir þá sem fæðst hafa í líkama af röngu kyni. Ungmennakvöldið var skipulagt í samstarfið við félögin Trans-Ísland, Q-félag hinsegin stúdenta, Samtökin 78, Ungliðahreyfingu samtakanna 78 og Samtökin 78 á Norðurlandi.
Tengdar fréttir Tækifæri fyrir transfólk til að stíga fram Trans-ungmennakvöld verður haldið í regnbogasal Samtakanna 78 á laugardagskvöldið. Viðburðurinn er miðaður að transfólki, þeim sem telja sig hafa fæðst í líkama af röngu kyni. 13. október 2010 09:46 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn Sjá meira
Tækifæri fyrir transfólk til að stíga fram Trans-ungmennakvöld verður haldið í regnbogasal Samtakanna 78 á laugardagskvöldið. Viðburðurinn er miðaður að transfólki, þeim sem telja sig hafa fæðst í líkama af röngu kyni. 13. október 2010 09:46