Innlent

Vel hægt að fara út með hundinn

Mynd Róbert
Vel er hægt að fara út að ganga með hundinn og hleypa útiköttum út á flestum stöðum á landinu, utan þeirra svæða sem verst hafa orðið úti vegna eldgossins í Grímsvötnum. Þetta segir Sif Traustadóttir dýralæknir sem var í viðtali Í bítinu á Bylgjunni í morgun.

Að sögn Sifjar þarf að meta aðstæður á hverjum stað og þá mögulega hleypa gæludýrunum út í styttri tíma en ella. Þá þurfi að veita sérstaka athygli dýrum með öndunarfærasjúkdóma.

Við Kirkjubæjarklaustur og á svæðinu þar um kring er hins vegar víða bókstaflega varla hundi út sigandi.

Sif segir það víða tíðkast að hundar og kettir séu þá í útihúsum á bæjum, og fái þar skjól fyrir öskufallinu.

Sindri Sindrason og Kolbrún Björnsdóttir Í Bítinu ræddu einnig við Sif um þá mýtu að dýr finni á sér þegar náttúruhamfarir eru vændum.

Viðtalið hjá hlusta á í heild sinni með því að smella á tengilinn hér að ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×