Veitt og kvalið Guðmundur Guðmundsson skrifar 12. júní 2015 07:00 Á einhvern furðulegan hátt hefur sú fjarstæða skotið rótum meðal málsmetandi fólks að stangveiði sé hin göfugasta íþrótt. Allra göfugast þykir að „vernda“ laxa- og silungsstofna í ám og veiðivötnum með því að sleppa aftur veiddum fiski og koma þannig í veg fyrir ofveiði og stofnhrun. Hitt mun þó sönnu nær að slík meðferð á dýrum er siðlaus og hrottafengin og á ekki að líðast. Það er enginn sómi í því né heldur ætti það að vera skemmtun fólks að ginna fisk með flugu eða öðru agni til þess eins að draga hann á kjaftinum um öll vötn. Þegar fiskurinn hefur að lokum verið dreginn upp á grynningar, særður, uppgefinn og úttaugaður, er hann sporðtekinn og lyft upp úr vatninu til að festa megi afrekið á mynd. Við svo búið er fiskinum dembt aftur út í vatnið og veiðimaðurinn snýr sér að því að krækja í annan (og vonandi stærri!) fisk. Fiskur á öngli finnur fyrir sársauka rétt eins og önnur hryggdýr og mælingar á streituhormónum og öðrum boðefnum sýna svo að ekki verður um villst að hann er þjáður og kvalinn. Til er nokkur fjöldi rannsókna er sýnir að fiskur sem er veiddur og svo sleppt á lakari lífsmöguleika heldur en félagar hans sem látnir eru í friði. Nýleg rannsókn sýnir að stórlaxahængar sem veiddir eru og sleppt eignast færri afkvæmi en hinir. Hér er e.t.v. kominn hluti skýringarinnar á því hvers vegna stórlaxi fer fækkandi í íslenskum ám, en allra mestur heiður þykir hinum náttúruelskandi sportveiðimönnum í slíkum feng. Jafnframt hefur verið sýnt fram á það að berhent sporðtaka og handfjötlun fisks er honum mjög til tjóns og ama og sá ósiður að lyfta fiskinum upp úr vatninu er til þess fallin að auka enn á sársauka hans og minnka lífslíkur. Því miður eru engin lög sem banna þessa fúlmennsku, en þegar nýleg lög um verndun dýra voru sett var í þeim sérstaklega tekið fram að þau næðu ekki yfir dýraníð af þessum toga. Bæði Sviss og Þýskaland hafa bannað svona veiðar og það væri óskandi að stangveiðimenn íslenskir létu sjálfviljugir af þessum ósið. Það er engin sæmd né íþrótt fólgin í því að kvelja minni máttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Á einhvern furðulegan hátt hefur sú fjarstæða skotið rótum meðal málsmetandi fólks að stangveiði sé hin göfugasta íþrótt. Allra göfugast þykir að „vernda“ laxa- og silungsstofna í ám og veiðivötnum með því að sleppa aftur veiddum fiski og koma þannig í veg fyrir ofveiði og stofnhrun. Hitt mun þó sönnu nær að slík meðferð á dýrum er siðlaus og hrottafengin og á ekki að líðast. Það er enginn sómi í því né heldur ætti það að vera skemmtun fólks að ginna fisk með flugu eða öðru agni til þess eins að draga hann á kjaftinum um öll vötn. Þegar fiskurinn hefur að lokum verið dreginn upp á grynningar, særður, uppgefinn og úttaugaður, er hann sporðtekinn og lyft upp úr vatninu til að festa megi afrekið á mynd. Við svo búið er fiskinum dembt aftur út í vatnið og veiðimaðurinn snýr sér að því að krækja í annan (og vonandi stærri!) fisk. Fiskur á öngli finnur fyrir sársauka rétt eins og önnur hryggdýr og mælingar á streituhormónum og öðrum boðefnum sýna svo að ekki verður um villst að hann er þjáður og kvalinn. Til er nokkur fjöldi rannsókna er sýnir að fiskur sem er veiddur og svo sleppt á lakari lífsmöguleika heldur en félagar hans sem látnir eru í friði. Nýleg rannsókn sýnir að stórlaxahængar sem veiddir eru og sleppt eignast færri afkvæmi en hinir. Hér er e.t.v. kominn hluti skýringarinnar á því hvers vegna stórlaxi fer fækkandi í íslenskum ám, en allra mestur heiður þykir hinum náttúruelskandi sportveiðimönnum í slíkum feng. Jafnframt hefur verið sýnt fram á það að berhent sporðtaka og handfjötlun fisks er honum mjög til tjóns og ama og sá ósiður að lyfta fiskinum upp úr vatninu er til þess fallin að auka enn á sársauka hans og minnka lífslíkur. Því miður eru engin lög sem banna þessa fúlmennsku, en þegar nýleg lög um verndun dýra voru sett var í þeim sérstaklega tekið fram að þau næðu ekki yfir dýraníð af þessum toga. Bæði Sviss og Þýskaland hafa bannað svona veiðar og það væri óskandi að stangveiðimenn íslenskir létu sjálfviljugir af þessum ósið. Það er engin sæmd né íþrótt fólgin í því að kvelja minni máttar.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun