Innlent

Veita undanþágu til slátrunar á 50.000 kjúklingum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Undanþágan er veitt vegna dýravelferðar.
Undanþágan er veitt vegna dýravelferðar. Vísir/Hari
Undanþágunefnd Dýralæknafélag Íslands samþykkti í gær takmarkaða slátrun á kjúklingum frá búum þar sem dýravelferðarþættir voru komnir að hættumörkum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM.

Leyfð var slátrun 50.000 kjúklinga og tæplega 1000 kalkúna.

Beiðnin barst undanþágunefndinni í gær en áður hafði ekki verið óskað eftir undanþágu til slátrunar vegna dýravelferðar.

Dýralæknar hófu verkfall síðastliðinn mánudag. Ekki má slátra dýrum á meðan á verkfallinu stendur þar sem dýralæknar þurfa að vera viðstaddir slátranir.


Tengdar fréttir

Búist við kjötskorti

Dýralæknar eru meðal stétta Bandalags háskólamanna sem boðað hafa verkfall frá og með næsta mánudegi. Dragist verkfallið á langinn hverfur fersk kjötvara hratt úr búðum. Tæki og skepnur fara ekki yfir varnarlínur og hluti útflutnings truflast.

Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða

Verkfall dýralækna getur stórskaðað kjúklinga- og svínaframleiðslu. Stórvandamál á nokkrum dögum, segir formaður Bændasamtakanna. Verður að huga að velferð dýranna, segir framleiðandi. Enginn kjötinnflutningur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×