Veit enn betur hversu mikið maður þarf að leggja á sig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. júní 2015 06:00 Kristinn er búinn að koma að átta mörkum Breiðabliks í sumar. vísir/pjetur Það er ekki oft að vinstri bakvörður er eitt hættulegasta sóknarvopn liðs í toppbaráttu Pepsi-deildar karla. En það er engu að síður tilfellið hjá Breiðabliki og Kristni Jónssyni. Kristinn opnaði markareikninginn sinn í sumar með tveimur mörkum gegn Víkingum á sunnudagskvöld en hefur þar að auki lagt upp sex mörk í sumar. Þar fyrir utan er hann hluti af varnarlínu sem hélt marki Breiðabliks hreinu í 451 mínútu þar til að Rolf Toft kom boltanum fram hjá Gunnleifi Gunnleifssyni um helgina. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa – Blikar hafa unnið fimm leiki í röð, eru taplausir og geta komið sér á toppinn með sigri á FH á sunnudagskvöld. „Við erum ekkert byrjaðir að hugsa um þann leik,“ sagði Kristinn, en Breiðablik mætir KA í 16-liða úrslitum bikarsins á fimmtudag. „Við eigum von á erfiðum leik gegn KA og erum að einbeita okkur að honum. Við mættum KA í úrslitum Lengjubikarsins og vitum hvað liðið er öflugt.“Kom heim til að núllstilla mig Kristinn er uppalinn Bliki en síðasta sumar var hann lánaður til Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að liðið hafi fallið og Kristinn hafi verið meiddur stóran hluta tímabilsins talar hann um dvöl sína á afar jákvæðum nótum. „Þetta var hrikalega góð reynsla og ég lærði helling sem ég hafði ekki lært í Breiðabliki. Það blés á móti þarna úti enda staðan á liðinu erfið, en það er ekki nokkur spurning að þetta er reynsla sem mun gagnast mér í framtíðinni,“ segir Kristinn, sem segir að vegna meiðsla sinna hafi það í raun aldrei komið til tals að framlengja dvölina hjá félaginu eða leita annarra tækifæra. „Ég kom því heim með það í huga að núllstilla mig og ná mér fyrst og fremst góðum af meiðslunum. En þetta var góð reynsla og ég mæli hiklaust með þessu fyrir alla knattspyrnumenn. Núna veit ég enn betur hversu mikið maður þarf að leggja á sig til að ná árangri.“Smitandi áhrif Höskuldar Kristinn hefur verið að spila af slíkri getu í sumar að það kæmi ekki á óvart að erlend félög væru byrjuð að renna hýru auga til hans. En hvað er Kristinn að gera öðruvísi nú en fyrir önnur tímabil með Breiðabliki? „Ég er fyrst og fremst með gott fólk í kringum mig – mjög góða sjúkraþjálfara sem hafa gert mikið fyrir mig. Þá æfði ég mikið með Höskuldi Gunnlaugssyni í vetur. Það er hrikalega flottur strákur og metnaður hans hefur haft smitandi áhrif á mig. Höskuldur er nefnilega algjörlega gegnheill strákur og heiðarlegur sem kemur til dyranna nákvæmlega eins og hann er klæddur,“ segir Kristinn um félaga sinn, en saman mynda þeir ógnarsterkt par á vinstri vængnum hjá Breiðabliki. Þess ber að geta að Höskuldur skoraði eitt mark gegn Víkingum og lagði svo upp eitt til viðbótar, einmitt fyrir Kristin. Höskuldur var þá nýbúinn að skora tvö mörk í 3-0 sigri U-21 liðs Íslands á Makedóníu í undankeppni EM 2017. „Það hefur gengið hrikalega vel hjá okkur Höskuldi en ég verð samt að minnast á að það eru fleiri að spila vel hjá okkur sem hafa ef til vill fengið minni athygli. Andri Rafn [Yeoman], Oliver [Sigurjónsson] og svo Damir [Muminovic, miðvörður] sem hefur verið hrikalega öflugur í vörninni. Það hefur verið mjög gott að spila með honum.“Gera sitt besta hverju sinni Kristinn var verðlaunaður fyrir góða frammistöðu með sæti í íslenska landsliðinu fyrir leikinn gegn Tékklandi. Hann veit að hann á betri möguleika á að halda sæti sínu þar með því að komast aftur í atvinnumennsku. „Ég er auðvitað með mín markmið eins og aðrir. En eitt af því sem Arnar Grétarsson [þjálfari Breiðabliks] hefur hamrað á og gerði í allan vetur er að við eigum að lifa í núinu og gera það besta sem við getum hverju sinni. Það muni skila sér í einhverju stærra. Það er einmitt það sem við erum að gera hjá Breiðabliki.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Víkingur 4-1 | Sjáðu mörkin Kristinn Jónsson og Höskuldur Gunnlaugsson voru í aðalhlutverki í óvenjulegum leik Breiðabliks og Víkinga í Pepsi-deild karla í kvöld. 14. júní 2015 22:00 Kristinn Jónsson skrifar undir nýjan samning Bakvörðurinn öflugi Kristinn Jónsson hefur skrifað undir nýja þriggja ára samning við Breiðablik. 13. júní 2015 14:12 Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Fleiri fréttir Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Sjá meira
Það er ekki oft að vinstri bakvörður er eitt hættulegasta sóknarvopn liðs í toppbaráttu Pepsi-deildar karla. En það er engu að síður tilfellið hjá Breiðabliki og Kristni Jónssyni. Kristinn opnaði markareikninginn sinn í sumar með tveimur mörkum gegn Víkingum á sunnudagskvöld en hefur þar að auki lagt upp sex mörk í sumar. Þar fyrir utan er hann hluti af varnarlínu sem hélt marki Breiðabliks hreinu í 451 mínútu þar til að Rolf Toft kom boltanum fram hjá Gunnleifi Gunnleifssyni um helgina. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa – Blikar hafa unnið fimm leiki í röð, eru taplausir og geta komið sér á toppinn með sigri á FH á sunnudagskvöld. „Við erum ekkert byrjaðir að hugsa um þann leik,“ sagði Kristinn, en Breiðablik mætir KA í 16-liða úrslitum bikarsins á fimmtudag. „Við eigum von á erfiðum leik gegn KA og erum að einbeita okkur að honum. Við mættum KA í úrslitum Lengjubikarsins og vitum hvað liðið er öflugt.“Kom heim til að núllstilla mig Kristinn er uppalinn Bliki en síðasta sumar var hann lánaður til Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að liðið hafi fallið og Kristinn hafi verið meiddur stóran hluta tímabilsins talar hann um dvöl sína á afar jákvæðum nótum. „Þetta var hrikalega góð reynsla og ég lærði helling sem ég hafði ekki lært í Breiðabliki. Það blés á móti þarna úti enda staðan á liðinu erfið, en það er ekki nokkur spurning að þetta er reynsla sem mun gagnast mér í framtíðinni,“ segir Kristinn, sem segir að vegna meiðsla sinna hafi það í raun aldrei komið til tals að framlengja dvölina hjá félaginu eða leita annarra tækifæra. „Ég kom því heim með það í huga að núllstilla mig og ná mér fyrst og fremst góðum af meiðslunum. En þetta var góð reynsla og ég mæli hiklaust með þessu fyrir alla knattspyrnumenn. Núna veit ég enn betur hversu mikið maður þarf að leggja á sig til að ná árangri.“Smitandi áhrif Höskuldar Kristinn hefur verið að spila af slíkri getu í sumar að það kæmi ekki á óvart að erlend félög væru byrjuð að renna hýru auga til hans. En hvað er Kristinn að gera öðruvísi nú en fyrir önnur tímabil með Breiðabliki? „Ég er fyrst og fremst með gott fólk í kringum mig – mjög góða sjúkraþjálfara sem hafa gert mikið fyrir mig. Þá æfði ég mikið með Höskuldi Gunnlaugssyni í vetur. Það er hrikalega flottur strákur og metnaður hans hefur haft smitandi áhrif á mig. Höskuldur er nefnilega algjörlega gegnheill strákur og heiðarlegur sem kemur til dyranna nákvæmlega eins og hann er klæddur,“ segir Kristinn um félaga sinn, en saman mynda þeir ógnarsterkt par á vinstri vængnum hjá Breiðabliki. Þess ber að geta að Höskuldur skoraði eitt mark gegn Víkingum og lagði svo upp eitt til viðbótar, einmitt fyrir Kristin. Höskuldur var þá nýbúinn að skora tvö mörk í 3-0 sigri U-21 liðs Íslands á Makedóníu í undankeppni EM 2017. „Það hefur gengið hrikalega vel hjá okkur Höskuldi en ég verð samt að minnast á að það eru fleiri að spila vel hjá okkur sem hafa ef til vill fengið minni athygli. Andri Rafn [Yeoman], Oliver [Sigurjónsson] og svo Damir [Muminovic, miðvörður] sem hefur verið hrikalega öflugur í vörninni. Það hefur verið mjög gott að spila með honum.“Gera sitt besta hverju sinni Kristinn var verðlaunaður fyrir góða frammistöðu með sæti í íslenska landsliðinu fyrir leikinn gegn Tékklandi. Hann veit að hann á betri möguleika á að halda sæti sínu þar með því að komast aftur í atvinnumennsku. „Ég er auðvitað með mín markmið eins og aðrir. En eitt af því sem Arnar Grétarsson [þjálfari Breiðabliks] hefur hamrað á og gerði í allan vetur er að við eigum að lifa í núinu og gera það besta sem við getum hverju sinni. Það muni skila sér í einhverju stærra. Það er einmitt það sem við erum að gera hjá Breiðabliki.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Víkingur 4-1 | Sjáðu mörkin Kristinn Jónsson og Höskuldur Gunnlaugsson voru í aðalhlutverki í óvenjulegum leik Breiðabliks og Víkinga í Pepsi-deild karla í kvöld. 14. júní 2015 22:00 Kristinn Jónsson skrifar undir nýjan samning Bakvörðurinn öflugi Kristinn Jónsson hefur skrifað undir nýja þriggja ára samning við Breiðablik. 13. júní 2015 14:12 Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Fleiri fréttir Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Víkingur 4-1 | Sjáðu mörkin Kristinn Jónsson og Höskuldur Gunnlaugsson voru í aðalhlutverki í óvenjulegum leik Breiðabliks og Víkinga í Pepsi-deild karla í kvöld. 14. júní 2015 22:00
Kristinn Jónsson skrifar undir nýjan samning Bakvörðurinn öflugi Kristinn Jónsson hefur skrifað undir nýja þriggja ára samning við Breiðablik. 13. júní 2015 14:12
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn