Vegagerðin bakkar ekki með Vestfjarðaveg Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2011 18:37 Vegagerðin hyggst ótrauð bjóða út endurbyggingu Vestfjarðavegar í næsta mánuði, með þverun tveggja fjarða, þrátt fyrir að Skipulagsstofnun telji verkið valda óbætanlegum skaða á landslagi. Samkvæmt drögum að samgönguáætlun á endurbygging Vestfjarðavegar á sunnaverðum Vestfjörðum, á 24 kílómetra kafla um Kjálkafjörð og Kerlingarfjörð, að verða stærsta verkið í vegagerð hérlendis næstu þrjú árin. Þarna liggur nú malarvegur um kjarrigróna eyðifirði, með kröppum beygjum og blindhæðum, fjórum einbreiðum brúm og snjóþungum köflum í fjarðarbotnum. Vegagerðin vill losna við veginn úr botnunum og ná fram átta kílómetra styttingu með því að þvera Kjálkafjörð og Mjóafjörð, inn af Kerlingarfirði, með uppfyllingum en nægilega löngum brúm til að tryggja eðlileg vatnaskipti milli flóðs og fjöru. Skipulagsstofnun hefur nú lýst því áliti sínu að þverun fjarðanna hafi verulega neikvæð áhrif á landslag og verndarsvæði Breiðafjarðar, mannvirkin verði áberandi og rýri gildi svæðisins. Mótvægisaðgerðir megni ekki að bæta fyrir skaða sem lagning vegar um Litlanes valdi á landslagi og loks er arnarhreiðrum talið ógnað. Varpstaðir arna eru sagðir verða sýnilegri vegfarendum en áður, það geti vakið forvitni vegfarenda og aukið umgang við hreiður. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að þetta álit Skipulagsstofnunar raski ekki þeim áformum að bjóða verkið út í janúar og að Vegagerðin muni halda sínu striki og sækja um framkvæmdaleyfi til Vesturbyggðar og Reykhólahrepps. Tengdar fréttir Telur skaða vegna nýs Vestfjarðavegar óbætanlegan Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. 6. desember 2011 11:44 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Vegagerðin hyggst ótrauð bjóða út endurbyggingu Vestfjarðavegar í næsta mánuði, með þverun tveggja fjarða, þrátt fyrir að Skipulagsstofnun telji verkið valda óbætanlegum skaða á landslagi. Samkvæmt drögum að samgönguáætlun á endurbygging Vestfjarðavegar á sunnaverðum Vestfjörðum, á 24 kílómetra kafla um Kjálkafjörð og Kerlingarfjörð, að verða stærsta verkið í vegagerð hérlendis næstu þrjú árin. Þarna liggur nú malarvegur um kjarrigróna eyðifirði, með kröppum beygjum og blindhæðum, fjórum einbreiðum brúm og snjóþungum köflum í fjarðarbotnum. Vegagerðin vill losna við veginn úr botnunum og ná fram átta kílómetra styttingu með því að þvera Kjálkafjörð og Mjóafjörð, inn af Kerlingarfirði, með uppfyllingum en nægilega löngum brúm til að tryggja eðlileg vatnaskipti milli flóðs og fjöru. Skipulagsstofnun hefur nú lýst því áliti sínu að þverun fjarðanna hafi verulega neikvæð áhrif á landslag og verndarsvæði Breiðafjarðar, mannvirkin verði áberandi og rýri gildi svæðisins. Mótvægisaðgerðir megni ekki að bæta fyrir skaða sem lagning vegar um Litlanes valdi á landslagi og loks er arnarhreiðrum talið ógnað. Varpstaðir arna eru sagðir verða sýnilegri vegfarendum en áður, það geti vakið forvitni vegfarenda og aukið umgang við hreiður. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að þetta álit Skipulagsstofnunar raski ekki þeim áformum að bjóða verkið út í janúar og að Vegagerðin muni halda sínu striki og sækja um framkvæmdaleyfi til Vesturbyggðar og Reykhólahrepps.
Tengdar fréttir Telur skaða vegna nýs Vestfjarðavegar óbætanlegan Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. 6. desember 2011 11:44 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Telur skaða vegna nýs Vestfjarðavegar óbætanlegan Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. 6. desember 2011 11:44