Innlent

Vegagerðin: Mikil ófærð víða um landið

Það er mjög slæmt veður um mestallt land. Það er óveður undir Eyjafjöllum og bæði á Hellisheiði og í Þrengslum. Óveður er á Kjalarnesi og á sunnanverðu Snæfellsnesi en stórhríð í Dölum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar segir að verið sé að hreinsa vegi milli þéttbýlisstaða á sunnanverðum Vestfjörðum en á norðanverðum Vestfjörðum er beðið með mokstur vegna veðurs.

Á Norðurlandi er mjög víða stórhríð og ekkert ferðaveður. Þar er beðið átekta með mokstur.

Verið er að kanna aðstæður víða á Austurlandi en enn er óveður á Vopnafjarðarheiði. Það er fært yfir Fagradal og þæfingsfærð á Oddsskarði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×