Innlent

Vefur Pírata veldur vonbrigðum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fáar breytingar eru taldar hafa orðið til batnaðar á vefnum frá síðustu kosningabaráttu flokksins.
Fáar breytingar eru taldar hafa orðið til batnaðar á vefnum frá síðustu kosningabaráttu flokksins. Mynd/skjáskot
Fúnksjón vefráðgjöf  gerði úttekt á vefsíðum stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í ár.

Fyrirtækið greindi hvernig vefir flokkanna sinntu lykilverkefnum „sem flokkar verða að hafa í forgangi út frá markmiðum þeirra og markhópum sem og almennum prinsippum í vefhönnun,“ eins og þar kemur fram.

Meðal þeirra níu þátta sem Fúnksjón skilgreindi sem lykilverkefni voru hvort listabókstafur framboðsins væri sýnilegur á vefsíðunni, hvort auðvelt væri að hafa samband við flokkinn, hvort vefurinn væri snjalltækavænn og hvort upplýsingar um framboðið væru á fleiri tungumálum en íslensku.



Niðurstöður greiningarinnar voru á þá leið að vefsíður þriggja flokkar eru taldar skara fram úr; Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.



Aðrir flokkar valda vonbrigðum að mati Fúnksjón og vekur athygli að vefur Pírata, flokksins sem hefur sett internetið á oddinn í sinni baráttu, fær ekki góða einkunn í greiningu vefráðgjafarfyrirtækisins.

„Og peningaleysi er ekki afsökun því þeir ættu að hafa mikinn mannauð til að setja upp mjög frambærilegan vef sem er hægt að skoða í öllum tækjum,“ segir í umfjölluninn um vef Píratanna og sérstaklega hnýtt í þá fyrir að hafa hvergi listabókstaf framboðsins sjáanlegan.



Nánari greiningu má nálgast á vef Fúnksjón vefráðgjafar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×