Vefpressan tapaði tæplega 30 milljónum 2011 Magnús Halldórsson skrifar 10. janúar 2013 11:08 Björn Ingi Hrafnsson. Félagið Vefpressan ehf., sem m.a. rekur pressuna.is og eyjuna.is, tapaði 29,8 milljónum á árinu 2011, samkvæmt ársreikningi, en honum var skilað nú í upphafi ársins til Ársreikningaskrár, hinn 7. janúar. Þetta er umtalsvert meira tap en árið 2010 en þá tapaði Vefpressan 7,2 milljónum. Eignir eru í reikningi metnar á um 140 milljónir króna, og eigið fé nemur 48,5 milljónum. Skuldir félagsins hækka mikið milli áranna 2010 og 2011, eða úr ríflega 20 milljónum í rúmlega 90 milljónir. Þar af eru skammtímaskuldir bróðurpartur skulda, eða ríflega 80 milljónir. Þar af er skammtímaskuld vegna yfirdráttarláns ríflega 35 milljónir. Félagið Eyjan Media, sem rekur eyjan.is, er metið á um 26 milljónir í reikningi, en Vefpressan keypti félagið á árinu 2011. Vátryggingafélag Íslands, VÍS, á 18% hlut í Vefpressunni og Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sömuleiðis. Arnar Ægisson, sem situr í stjórn félagsins ásamt Birni Inga, á 14 prósent hlut, líkt og félagið AB10 ehf. Salt Investments ehf., félag Róberts Wessman, á 11% hlut, að því er fram kemur í ársreikningi. Ekki kemur fram í reikningnum hver á afgang hlutafjár félagsins, þ.e. 25 prósent hlutinn sem útaf stendur, en í ársreikningi er aðeins sýndur listi yfir innlenda hluthafa. Á vefsíðu Fjölmiðlanefndar, þar sem er að finna upplýsingar um eigendur tilkynningarskyldra fjölmiðla, koma fram aðrar upplýsingar heldur en í ársreikningi fyrir 2011. Samkvæmt þeim lista eru eigendur félagsins að fullu, neðangreindir aðilar. Björn Ingi Hrafnsson, 18,58% Vátryggingarfélag Íslands hf., 18,39% Arnar Ægisson, 14,21% AB 10 ehf., 13,92% Salt Investments ehf., 12,97% AB 11 ehf., 14,44% Steingrímur Ólafsson, 1,3% Guðjón Elmar Guðjónsson, 0,8% Ólafur Már Svavarsson, 4,59% Verksmiðjan Norðurpóllinn, 0,8% Tekið er fram í ársreikningnum að hann sé ekki endurskoðaður. Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Félagið Vefpressan ehf., sem m.a. rekur pressuna.is og eyjuna.is, tapaði 29,8 milljónum á árinu 2011, samkvæmt ársreikningi, en honum var skilað nú í upphafi ársins til Ársreikningaskrár, hinn 7. janúar. Þetta er umtalsvert meira tap en árið 2010 en þá tapaði Vefpressan 7,2 milljónum. Eignir eru í reikningi metnar á um 140 milljónir króna, og eigið fé nemur 48,5 milljónum. Skuldir félagsins hækka mikið milli áranna 2010 og 2011, eða úr ríflega 20 milljónum í rúmlega 90 milljónir. Þar af eru skammtímaskuldir bróðurpartur skulda, eða ríflega 80 milljónir. Þar af er skammtímaskuld vegna yfirdráttarláns ríflega 35 milljónir. Félagið Eyjan Media, sem rekur eyjan.is, er metið á um 26 milljónir í reikningi, en Vefpressan keypti félagið á árinu 2011. Vátryggingafélag Íslands, VÍS, á 18% hlut í Vefpressunni og Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sömuleiðis. Arnar Ægisson, sem situr í stjórn félagsins ásamt Birni Inga, á 14 prósent hlut, líkt og félagið AB10 ehf. Salt Investments ehf., félag Róberts Wessman, á 11% hlut, að því er fram kemur í ársreikningi. Ekki kemur fram í reikningnum hver á afgang hlutafjár félagsins, þ.e. 25 prósent hlutinn sem útaf stendur, en í ársreikningi er aðeins sýndur listi yfir innlenda hluthafa. Á vefsíðu Fjölmiðlanefndar, þar sem er að finna upplýsingar um eigendur tilkynningarskyldra fjölmiðla, koma fram aðrar upplýsingar heldur en í ársreikningi fyrir 2011. Samkvæmt þeim lista eru eigendur félagsins að fullu, neðangreindir aðilar. Björn Ingi Hrafnsson, 18,58% Vátryggingarfélag Íslands hf., 18,39% Arnar Ægisson, 14,21% AB 10 ehf., 13,92% Salt Investments ehf., 12,97% AB 11 ehf., 14,44% Steingrímur Ólafsson, 1,3% Guðjón Elmar Guðjónsson, 0,8% Ólafur Már Svavarsson, 4,59% Verksmiðjan Norðurpóllinn, 0,8% Tekið er fram í ársreikningnum að hann sé ekki endurskoðaður.
Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira