Vefpressan tapaði tæplega 30 milljónum 2011 Magnús Halldórsson skrifar 10. janúar 2013 11:08 Björn Ingi Hrafnsson. Félagið Vefpressan ehf., sem m.a. rekur pressuna.is og eyjuna.is, tapaði 29,8 milljónum á árinu 2011, samkvæmt ársreikningi, en honum var skilað nú í upphafi ársins til Ársreikningaskrár, hinn 7. janúar. Þetta er umtalsvert meira tap en árið 2010 en þá tapaði Vefpressan 7,2 milljónum. Eignir eru í reikningi metnar á um 140 milljónir króna, og eigið fé nemur 48,5 milljónum. Skuldir félagsins hækka mikið milli áranna 2010 og 2011, eða úr ríflega 20 milljónum í rúmlega 90 milljónir. Þar af eru skammtímaskuldir bróðurpartur skulda, eða ríflega 80 milljónir. Þar af er skammtímaskuld vegna yfirdráttarláns ríflega 35 milljónir. Félagið Eyjan Media, sem rekur eyjan.is, er metið á um 26 milljónir í reikningi, en Vefpressan keypti félagið á árinu 2011. Vátryggingafélag Íslands, VÍS, á 18% hlut í Vefpressunni og Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sömuleiðis. Arnar Ægisson, sem situr í stjórn félagsins ásamt Birni Inga, á 14 prósent hlut, líkt og félagið AB10 ehf. Salt Investments ehf., félag Róberts Wessman, á 11% hlut, að því er fram kemur í ársreikningi. Ekki kemur fram í reikningnum hver á afgang hlutafjár félagsins, þ.e. 25 prósent hlutinn sem útaf stendur, en í ársreikningi er aðeins sýndur listi yfir innlenda hluthafa. Á vefsíðu Fjölmiðlanefndar, þar sem er að finna upplýsingar um eigendur tilkynningarskyldra fjölmiðla, koma fram aðrar upplýsingar heldur en í ársreikningi fyrir 2011. Samkvæmt þeim lista eru eigendur félagsins að fullu, neðangreindir aðilar. Björn Ingi Hrafnsson, 18,58% Vátryggingarfélag Íslands hf., 18,39% Arnar Ægisson, 14,21% AB 10 ehf., 13,92% Salt Investments ehf., 12,97% AB 11 ehf., 14,44% Steingrímur Ólafsson, 1,3% Guðjón Elmar Guðjónsson, 0,8% Ólafur Már Svavarsson, 4,59% Verksmiðjan Norðurpóllinn, 0,8% Tekið er fram í ársreikningnum að hann sé ekki endurskoðaður. Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Félagið Vefpressan ehf., sem m.a. rekur pressuna.is og eyjuna.is, tapaði 29,8 milljónum á árinu 2011, samkvæmt ársreikningi, en honum var skilað nú í upphafi ársins til Ársreikningaskrár, hinn 7. janúar. Þetta er umtalsvert meira tap en árið 2010 en þá tapaði Vefpressan 7,2 milljónum. Eignir eru í reikningi metnar á um 140 milljónir króna, og eigið fé nemur 48,5 milljónum. Skuldir félagsins hækka mikið milli áranna 2010 og 2011, eða úr ríflega 20 milljónum í rúmlega 90 milljónir. Þar af eru skammtímaskuldir bróðurpartur skulda, eða ríflega 80 milljónir. Þar af er skammtímaskuld vegna yfirdráttarláns ríflega 35 milljónir. Félagið Eyjan Media, sem rekur eyjan.is, er metið á um 26 milljónir í reikningi, en Vefpressan keypti félagið á árinu 2011. Vátryggingafélag Íslands, VÍS, á 18% hlut í Vefpressunni og Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sömuleiðis. Arnar Ægisson, sem situr í stjórn félagsins ásamt Birni Inga, á 14 prósent hlut, líkt og félagið AB10 ehf. Salt Investments ehf., félag Róberts Wessman, á 11% hlut, að því er fram kemur í ársreikningi. Ekki kemur fram í reikningnum hver á afgang hlutafjár félagsins, þ.e. 25 prósent hlutinn sem útaf stendur, en í ársreikningi er aðeins sýndur listi yfir innlenda hluthafa. Á vefsíðu Fjölmiðlanefndar, þar sem er að finna upplýsingar um eigendur tilkynningarskyldra fjölmiðla, koma fram aðrar upplýsingar heldur en í ársreikningi fyrir 2011. Samkvæmt þeim lista eru eigendur félagsins að fullu, neðangreindir aðilar. Björn Ingi Hrafnsson, 18,58% Vátryggingarfélag Íslands hf., 18,39% Arnar Ægisson, 14,21% AB 10 ehf., 13,92% Salt Investments ehf., 12,97% AB 11 ehf., 14,44% Steingrímur Ólafsson, 1,3% Guðjón Elmar Guðjónsson, 0,8% Ólafur Már Svavarsson, 4,59% Verksmiðjan Norðurpóllinn, 0,8% Tekið er fram í ársreikningnum að hann sé ekki endurskoðaður.
Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf