Innlent

Vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar metin á 1,6 milljarða

„Þetta er náttúrulega hneyksli," segir Jakob Bjarnar Grétarsson, einn landeigenda á Jökuldal, en fjölskipaður Héraðsdómur austurlands dæmdi nú fyrir stundu að vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar skyldu metin á um 1.6 milljarða króna.

Niðurstaða dómsins er að mestu leyti í samræmi við niðurstöður matsnefndar um málið frá 2007.

Ríkið á sjálft upp undir 70 prósent af vatnsréttindunum og undi niðurstöðu matsnefndarinnar á sínum tíma. Aðriri landeigendur sættu sig hinsvegar ekki við þá niðurstöðu.

Einn landeigendanna, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagðist í samtali við fréttastofu telja, að með þessum dómi væru öll vatnsréttindi fallvatna á íslandi metin á um tíu milljarða króna. Það væri „smotterí" smotterí, samanborið við verðmæti orkunnar.

Ekki hefur verið ákveðið hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×