Vatnsmýrin er votlendi og óhentugt byggingarland Jón Hjaltalín Magnússon skrifar 4. október 2013 06:00 Vatnsmýrin er mýri eða votlendi og því óhentugt byggingarland því víða eru um 10-20 metrar niður á fast, sem þýðir annaðhvort langar og dýrar súlur eða djúpa grunna niður á fast undir hugsanlegar byggingar, sem er mjög kostnaðarsamt og ekki heppilegt vegna jarðskjálfta. Því er það einfalt reikningsdæmi að verð íbúða í fjölbýlishúsum á slíku byggingarsvæði verður mjög dýrt vegna aukabyggingakostnaðar fyrir utan kostnað við lóðir á þessum umdeilda stað. Hugsanlegar íbúðir í Vatnsmýrinni verða því varla fyrir kennara og hvað þá nema við háskólana í nágrenninu eða lækna og sjúkraliða. Já, fyrir hverja? Mýri er landsvæði þar sem grunnvatnsstaða er há og jafnvel í yfirborði jarðvegsins. Forfeður okkar gáfu landsvæðum nöfn við hæfi og ljóst er að Vatnsmýrin var mjög mikið votlendi fyrst orðinu vatn var skeytt framan við mýrina! Sjálf mýrin er núna að miklu leyti horfin undir Reykjavíkurflugvöllinn og aðra byggð, en þó er enn töluvert eftir af henni. Fjöldi fugla verpir þar, og er varplandið friðað á þeim tímum ársins sem varp stendur yfir eins og við Norræna húsið. Vatnið í Tjörninni er að miklu leyti úr Vatnsmýrinni. Dr. Sturla Friðriksson benti á í ágætri grein í Morgunblaðinu nýlega að hætta væri á að frekari byggð í Vatnsmýrinni mundi þurrka upp Tjörnina okkar.Besti valkosturinn Framsýnir borgarfulltrúar Reykjavíkur voru þegar árið 1937 farnir að skipuleggja að byggja flugvöll í Vatnsmýrinni sem var heppilegt sléttlendi og mýrin talin ónothæf sem byggingarland. Í september 1937 var opinberlega birtur uppdráttur Gústafs E. Pálssonar verkfræðings, og síðar borgarverkfræðings Reykjavíkur, af „Flughöfn í Vatnsmýrinni í Reykjavík“. Í janúar 1939 samdi Gústaf svo ítarlega skýrslu fyrir bæjaryfirvöld þar sem gerður var samanburður á sjö valkostum í staðsetningu flugvallar fyrir Reykjavík. Niðurstaða þeirrar úttektar Gústafs var sú að mælt var með flugvelli í Vatnsmýrinni, sem talin var vera „eins ákjósanleg undir innanlandsflugvöll og frekast má vera“. Í mars 1940 mælti skipulagsnefnd Reykjavíkur með gerð flugvallar í Vatnsmýrinni sem bæjarráð samþykkti. Það var því auðsótt fyrir breska herinn að fá leyfi 1940 til að byggja flugvöll á þessu sléttlendi í Vatnsmýrinni með tilheyrandi kostnaði, sem meðal annars fólst í að keyra þúsundir vörubílshlassa af rauðamöl sem uppfyllingu fyrir flugbrautirnar fyrir orustuflugvélar, sprengi- og flutningavélar þess tíma sem ekki eru svo þungar miðað við byggingar, hvað þá háhýsi.Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni Hugmyndir margra aðila, jafnvel kjörinna borgarfulltrúa, um Vatnsmýrina sem hentugt byggingarland eru algjörlega gegn almennri skynsemi! Framsýnir forfeður okkar í Reykjavík svo og kjörnir þingmenn þess tíma töldu svæðið í Vatnsmýrinni hins vegar heppilegt fyrir flugvöll eins og áður er getið. Ég er sammála öllum þeim Íslendingum sem vilja að flugvöllurinn verði áfram og í friði í Vatnsmýrinni í Reykjavík, höfuðborg allra Íslendinga. Þar gegnir hann mikilvægu hlutverki sem varanlegur innanlands- og varaflugflugvöllur millilandaflugs. Auk þess á landi sem að miklu leyti er í eigu ríkissjóðs, og því eign allra Íslendinga! Ég styð því heils hugar undirskrift www.lending.is um að flugvöllurinn verði áfram á sínum stað!Aðalskipulag höfuðborgarsvæðisins Varðandi svo kölluð aðalskipulög sveitarfélaga þá væri ánægjulegt ef öll sex sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mundu sameinast um eitt aðalskipulag fyrir framtíðina með heppilegum byggingarsvæðum alls höfuðborgarsvæðisins fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi svo og samgönguleiðir. Á sameiginlegu svæði þeirra allra eru án efa mörg hentugri byggingarsvæði en Vatnsmýrin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vatnsmýrin er mýri eða votlendi og því óhentugt byggingarland því víða eru um 10-20 metrar niður á fast, sem þýðir annaðhvort langar og dýrar súlur eða djúpa grunna niður á fast undir hugsanlegar byggingar, sem er mjög kostnaðarsamt og ekki heppilegt vegna jarðskjálfta. Því er það einfalt reikningsdæmi að verð íbúða í fjölbýlishúsum á slíku byggingarsvæði verður mjög dýrt vegna aukabyggingakostnaðar fyrir utan kostnað við lóðir á þessum umdeilda stað. Hugsanlegar íbúðir í Vatnsmýrinni verða því varla fyrir kennara og hvað þá nema við háskólana í nágrenninu eða lækna og sjúkraliða. Já, fyrir hverja? Mýri er landsvæði þar sem grunnvatnsstaða er há og jafnvel í yfirborði jarðvegsins. Forfeður okkar gáfu landsvæðum nöfn við hæfi og ljóst er að Vatnsmýrin var mjög mikið votlendi fyrst orðinu vatn var skeytt framan við mýrina! Sjálf mýrin er núna að miklu leyti horfin undir Reykjavíkurflugvöllinn og aðra byggð, en þó er enn töluvert eftir af henni. Fjöldi fugla verpir þar, og er varplandið friðað á þeim tímum ársins sem varp stendur yfir eins og við Norræna húsið. Vatnið í Tjörninni er að miklu leyti úr Vatnsmýrinni. Dr. Sturla Friðriksson benti á í ágætri grein í Morgunblaðinu nýlega að hætta væri á að frekari byggð í Vatnsmýrinni mundi þurrka upp Tjörnina okkar.Besti valkosturinn Framsýnir borgarfulltrúar Reykjavíkur voru þegar árið 1937 farnir að skipuleggja að byggja flugvöll í Vatnsmýrinni sem var heppilegt sléttlendi og mýrin talin ónothæf sem byggingarland. Í september 1937 var opinberlega birtur uppdráttur Gústafs E. Pálssonar verkfræðings, og síðar borgarverkfræðings Reykjavíkur, af „Flughöfn í Vatnsmýrinni í Reykjavík“. Í janúar 1939 samdi Gústaf svo ítarlega skýrslu fyrir bæjaryfirvöld þar sem gerður var samanburður á sjö valkostum í staðsetningu flugvallar fyrir Reykjavík. Niðurstaða þeirrar úttektar Gústafs var sú að mælt var með flugvelli í Vatnsmýrinni, sem talin var vera „eins ákjósanleg undir innanlandsflugvöll og frekast má vera“. Í mars 1940 mælti skipulagsnefnd Reykjavíkur með gerð flugvallar í Vatnsmýrinni sem bæjarráð samþykkti. Það var því auðsótt fyrir breska herinn að fá leyfi 1940 til að byggja flugvöll á þessu sléttlendi í Vatnsmýrinni með tilheyrandi kostnaði, sem meðal annars fólst í að keyra þúsundir vörubílshlassa af rauðamöl sem uppfyllingu fyrir flugbrautirnar fyrir orustuflugvélar, sprengi- og flutningavélar þess tíma sem ekki eru svo þungar miðað við byggingar, hvað þá háhýsi.Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni Hugmyndir margra aðila, jafnvel kjörinna borgarfulltrúa, um Vatnsmýrina sem hentugt byggingarland eru algjörlega gegn almennri skynsemi! Framsýnir forfeður okkar í Reykjavík svo og kjörnir þingmenn þess tíma töldu svæðið í Vatnsmýrinni hins vegar heppilegt fyrir flugvöll eins og áður er getið. Ég er sammála öllum þeim Íslendingum sem vilja að flugvöllurinn verði áfram og í friði í Vatnsmýrinni í Reykjavík, höfuðborg allra Íslendinga. Þar gegnir hann mikilvægu hlutverki sem varanlegur innanlands- og varaflugflugvöllur millilandaflugs. Auk þess á landi sem að miklu leyti er í eigu ríkissjóðs, og því eign allra Íslendinga! Ég styð því heils hugar undirskrift www.lending.is um að flugvöllurinn verði áfram á sínum stað!Aðalskipulag höfuðborgarsvæðisins Varðandi svo kölluð aðalskipulög sveitarfélaga þá væri ánægjulegt ef öll sex sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mundu sameinast um eitt aðalskipulag fyrir framtíðina með heppilegum byggingarsvæðum alls höfuðborgarsvæðisins fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi svo og samgönguleiðir. Á sameiginlegu svæði þeirra allra eru án efa mörg hentugri byggingarsvæði en Vatnsmýrin!
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar