Vatnajökull undir nánara eftirliti en áður Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. júní 2013 18:30 Hægt verður að vakta eldstöðvar undir Vatnajökli betur en áður eftir að tveimur nýjum jarðskjálftamælum var komið þar fyrir í vikunni. Nýtt lón sem myndaðist eftir Grímsvatnagosið fyrir tveimur árum vakti athygli leiðangursmanna á jöklinum. Hópur vísindamanna og sjálfboðliða lagði leið sína að Grímsvötnum í vikunni þegar Jöklarannsóknarfélag Íslands fór í árlega vorferð sína. Með í för var Ómar Ragnarsson sjónvars- og kvikmyndagerðarmaður sem tók þessar myndir sem hér sjást. Ómar vinnur að gerð heimildamyndar um Grímsvötn en hann hefur tekið myndir af öllum Grímsvatnagosum frá árinu 1983. Ferðalangarnir komu sér fyrst fyrir í skála á Grímsfjalli sem er í rúmlega 1700 metra hæð. Síðan var farið á snjóbílum og vélsleðum að Grímsvötnum. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að setja upp tvo nýja jarðskjálftamæla á jökulsker á Vatnajökli en Veðurstofan setti mælana upp. Alls eru nú fjórir mælar á jöklinum. „Það er verið að setja út nýja skjálftamæla og síritandi GPS tæki á jökulsker til þess að fylgjast betur með eldfjöllunum hérna í jöklinum Grímsvötnum, Öræfajökli og Bárðarbungu og það hefur gengið bara nokkuð vel,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Með mælunum verður hægt að vakta eldstöðvar undir Vatnajökli betur en áður. Þá verður hægt að fylgjast nánar með aðdraganda eldgosa og jafnvel hægt að segja fyrr til um væntanleg gos. Mælarnir auðvelda líka eftirlit með jökulhlaupum. Í Grímsvatnargosinu fyrir tveimur árum myndaðist stór ketill sem stækkað hefur töluvert frá því vísindamenn voru þar síðasta á ferðinni fyrir um ári. Vatn hefur safnast þar fyrir og er þar nú stórt lón sem er einn og hálfur kílómetri að lengd. Lónið er einstakt en þar blandast saman vatn, ís og aska sem lítur út eins og kaffikorgur á hvítum ísnum. Hitastig lónsins er að mestu rétt um frostmark eða ein til tvær gráður. Á ákveðnu svæði nær þó hitinn 50 gráðum. Ísleifur Friðriksson einn leiðangursmanna er mikill sundáhugamaður og fékk hann sér smá sprett í lóninu. Hann lét vel af þrátt fyrir kuldann. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Hægt verður að vakta eldstöðvar undir Vatnajökli betur en áður eftir að tveimur nýjum jarðskjálftamælum var komið þar fyrir í vikunni. Nýtt lón sem myndaðist eftir Grímsvatnagosið fyrir tveimur árum vakti athygli leiðangursmanna á jöklinum. Hópur vísindamanna og sjálfboðliða lagði leið sína að Grímsvötnum í vikunni þegar Jöklarannsóknarfélag Íslands fór í árlega vorferð sína. Með í för var Ómar Ragnarsson sjónvars- og kvikmyndagerðarmaður sem tók þessar myndir sem hér sjást. Ómar vinnur að gerð heimildamyndar um Grímsvötn en hann hefur tekið myndir af öllum Grímsvatnagosum frá árinu 1983. Ferðalangarnir komu sér fyrst fyrir í skála á Grímsfjalli sem er í rúmlega 1700 metra hæð. Síðan var farið á snjóbílum og vélsleðum að Grímsvötnum. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að setja upp tvo nýja jarðskjálftamæla á jökulsker á Vatnajökli en Veðurstofan setti mælana upp. Alls eru nú fjórir mælar á jöklinum. „Það er verið að setja út nýja skjálftamæla og síritandi GPS tæki á jökulsker til þess að fylgjast betur með eldfjöllunum hérna í jöklinum Grímsvötnum, Öræfajökli og Bárðarbungu og það hefur gengið bara nokkuð vel,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Með mælunum verður hægt að vakta eldstöðvar undir Vatnajökli betur en áður. Þá verður hægt að fylgjast nánar með aðdraganda eldgosa og jafnvel hægt að segja fyrr til um væntanleg gos. Mælarnir auðvelda líka eftirlit með jökulhlaupum. Í Grímsvatnargosinu fyrir tveimur árum myndaðist stór ketill sem stækkað hefur töluvert frá því vísindamenn voru þar síðasta á ferðinni fyrir um ári. Vatn hefur safnast þar fyrir og er þar nú stórt lón sem er einn og hálfur kílómetri að lengd. Lónið er einstakt en þar blandast saman vatn, ís og aska sem lítur út eins og kaffikorgur á hvítum ísnum. Hitastig lónsins er að mestu rétt um frostmark eða ein til tvær gráður. Á ákveðnu svæði nær þó hitinn 50 gráðum. Ísleifur Friðriksson einn leiðangursmanna er mikill sundáhugamaður og fékk hann sér smá sprett í lóninu. Hann lét vel af þrátt fyrir kuldann.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira