Vatnajökull undir nánara eftirliti en áður Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. júní 2013 18:30 Hægt verður að vakta eldstöðvar undir Vatnajökli betur en áður eftir að tveimur nýjum jarðskjálftamælum var komið þar fyrir í vikunni. Nýtt lón sem myndaðist eftir Grímsvatnagosið fyrir tveimur árum vakti athygli leiðangursmanna á jöklinum. Hópur vísindamanna og sjálfboðliða lagði leið sína að Grímsvötnum í vikunni þegar Jöklarannsóknarfélag Íslands fór í árlega vorferð sína. Með í för var Ómar Ragnarsson sjónvars- og kvikmyndagerðarmaður sem tók þessar myndir sem hér sjást. Ómar vinnur að gerð heimildamyndar um Grímsvötn en hann hefur tekið myndir af öllum Grímsvatnagosum frá árinu 1983. Ferðalangarnir komu sér fyrst fyrir í skála á Grímsfjalli sem er í rúmlega 1700 metra hæð. Síðan var farið á snjóbílum og vélsleðum að Grímsvötnum. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að setja upp tvo nýja jarðskjálftamæla á jökulsker á Vatnajökli en Veðurstofan setti mælana upp. Alls eru nú fjórir mælar á jöklinum. „Það er verið að setja út nýja skjálftamæla og síritandi GPS tæki á jökulsker til þess að fylgjast betur með eldfjöllunum hérna í jöklinum Grímsvötnum, Öræfajökli og Bárðarbungu og það hefur gengið bara nokkuð vel,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Með mælunum verður hægt að vakta eldstöðvar undir Vatnajökli betur en áður. Þá verður hægt að fylgjast nánar með aðdraganda eldgosa og jafnvel hægt að segja fyrr til um væntanleg gos. Mælarnir auðvelda líka eftirlit með jökulhlaupum. Í Grímsvatnargosinu fyrir tveimur árum myndaðist stór ketill sem stækkað hefur töluvert frá því vísindamenn voru þar síðasta á ferðinni fyrir um ári. Vatn hefur safnast þar fyrir og er þar nú stórt lón sem er einn og hálfur kílómetri að lengd. Lónið er einstakt en þar blandast saman vatn, ís og aska sem lítur út eins og kaffikorgur á hvítum ísnum. Hitastig lónsins er að mestu rétt um frostmark eða ein til tvær gráður. Á ákveðnu svæði nær þó hitinn 50 gráðum. Ísleifur Friðriksson einn leiðangursmanna er mikill sundáhugamaður og fékk hann sér smá sprett í lóninu. Hann lét vel af þrátt fyrir kuldann. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira
Hægt verður að vakta eldstöðvar undir Vatnajökli betur en áður eftir að tveimur nýjum jarðskjálftamælum var komið þar fyrir í vikunni. Nýtt lón sem myndaðist eftir Grímsvatnagosið fyrir tveimur árum vakti athygli leiðangursmanna á jöklinum. Hópur vísindamanna og sjálfboðliða lagði leið sína að Grímsvötnum í vikunni þegar Jöklarannsóknarfélag Íslands fór í árlega vorferð sína. Með í för var Ómar Ragnarsson sjónvars- og kvikmyndagerðarmaður sem tók þessar myndir sem hér sjást. Ómar vinnur að gerð heimildamyndar um Grímsvötn en hann hefur tekið myndir af öllum Grímsvatnagosum frá árinu 1983. Ferðalangarnir komu sér fyrst fyrir í skála á Grímsfjalli sem er í rúmlega 1700 metra hæð. Síðan var farið á snjóbílum og vélsleðum að Grímsvötnum. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að setja upp tvo nýja jarðskjálftamæla á jökulsker á Vatnajökli en Veðurstofan setti mælana upp. Alls eru nú fjórir mælar á jöklinum. „Það er verið að setja út nýja skjálftamæla og síritandi GPS tæki á jökulsker til þess að fylgjast betur með eldfjöllunum hérna í jöklinum Grímsvötnum, Öræfajökli og Bárðarbungu og það hefur gengið bara nokkuð vel,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Með mælunum verður hægt að vakta eldstöðvar undir Vatnajökli betur en áður. Þá verður hægt að fylgjast nánar með aðdraganda eldgosa og jafnvel hægt að segja fyrr til um væntanleg gos. Mælarnir auðvelda líka eftirlit með jökulhlaupum. Í Grímsvatnargosinu fyrir tveimur árum myndaðist stór ketill sem stækkað hefur töluvert frá því vísindamenn voru þar síðasta á ferðinni fyrir um ári. Vatn hefur safnast þar fyrir og er þar nú stórt lón sem er einn og hálfur kílómetri að lengd. Lónið er einstakt en þar blandast saman vatn, ís og aska sem lítur út eins og kaffikorgur á hvítum ísnum. Hitastig lónsins er að mestu rétt um frostmark eða ein til tvær gráður. Á ákveðnu svæði nær þó hitinn 50 gráðum. Ísleifur Friðriksson einn leiðangursmanna er mikill sundáhugamaður og fékk hann sér smá sprett í lóninu. Hann lét vel af þrátt fyrir kuldann.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira