Vatn er lítið í ám og lækjum nærri Heklu 27. nóvember 2010 07:45 Hekla hefur síðustu ár verið sögð að gosi komin. Myndin er tekin á toppi fjallsins fyrir um þremur árum, en snjóleysi þar taldist til tíðinda og til marks um hita að neðan.Fréttablaðið/GVA Samdráttur í vatnsbúskap í ám, lækjum og vatnsbólum í grennd við eldfjallið Heklu er meiri en svo að skýrist einvörðungu af þurrkatíð og snjóaleysi til fjalla. Þetta er mat Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi alþingismanns, sem býr að Keldum á Rangárvöllum. „Þetta er óvenju mikið miðað við að það sé vegna úrkomuleysis*,“ segir Drífa og segir að lækkað hafi um þrjátíu sentímetra í Keldnalæknum við heimili hennar. „Og þetta hefur gerst fyrir gos, einhverjum vikum og mánuðum fyrr, að vatnið hefur hripað svona niður.“ Þessi þróun segir Drífa að hafi átt sér stað í allt haust og sífellt hafi minnkað í læknum. „Ég hef búið lengi á Keldum og aldrei séð svona lítið í læknum fyrr.“ Sverrir Haraldsson, bóndi í Selsundi á Rangárvöllum, í næsta nágrenni Heklu, telur hins vegar óvarlegt að rekja minna rennsli til gosvirkni í Heklu. „Manni finnst þetta nú ekkert dularfullt eftir nokkra snjóalausa vetur og litla úrkomu yfirleitt,“ segir hann og kveður vatn ekki hafa horfið mjög skyndilega. „En það hefur ágerst mikið á þessu ári.“ Um leið segir Sverrir það rétt athugað að það sé einkenni á aðdraganda gosa í Heklu að dragi úr vatnsmagni í nágrenni fjallsins. „En þetta hefur bara ekki verið eðlilegt ástand í tíðarfarinu,“ bætir hann við. Á svæðinu velti fólk því þó óneitanlega fyrir sér hvort breytt vatnsstaða kunni að vera vísbending um að gos sé í vændum. Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enga skjálftavirkni hafa verið undanfarið í grennd við Heklu. „Engir skjálftar og ekkert að sjá á þenslumælum,“ segir hann en telur ekki hægt að útiloka að lág vatnsstaða í grennd við fjallið sé fyrirboði með lengri aðdraganda en skjálftar eru. „Hekla er náttúrlega löngu komin í stöðu og þannig séð tilbúin. En mælar hafa aldrei sýnt neitt sérstaklega mikið fyrr en svona tveimur tímum fyrir gos,“ segir hann og rifjar upp að þannig hafi það einmitt verið síðast þegar Hekla gaus. „Þá komu fyrstu smáskjálftar um tveimur tímum fyrr og ekki var hægt að sjá breytingu á þenslumæli nema með góðum vilja.“ Um leið áréttar Hjörleifur að óvenju lítil úrkoma hafi verið og víða hafi minnkað í ám og vötnum. Snögg þornun kunni að vera vísbending um yfirvofandi gos, en þróun á síðustu vikum og mánuðum sé frekar að rekja til úrkomuleysis. olikr@frettabladid.is Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Samdráttur í vatnsbúskap í ám, lækjum og vatnsbólum í grennd við eldfjallið Heklu er meiri en svo að skýrist einvörðungu af þurrkatíð og snjóaleysi til fjalla. Þetta er mat Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi alþingismanns, sem býr að Keldum á Rangárvöllum. „Þetta er óvenju mikið miðað við að það sé vegna úrkomuleysis*,“ segir Drífa og segir að lækkað hafi um þrjátíu sentímetra í Keldnalæknum við heimili hennar. „Og þetta hefur gerst fyrir gos, einhverjum vikum og mánuðum fyrr, að vatnið hefur hripað svona niður.“ Þessi þróun segir Drífa að hafi átt sér stað í allt haust og sífellt hafi minnkað í læknum. „Ég hef búið lengi á Keldum og aldrei séð svona lítið í læknum fyrr.“ Sverrir Haraldsson, bóndi í Selsundi á Rangárvöllum, í næsta nágrenni Heklu, telur hins vegar óvarlegt að rekja minna rennsli til gosvirkni í Heklu. „Manni finnst þetta nú ekkert dularfullt eftir nokkra snjóalausa vetur og litla úrkomu yfirleitt,“ segir hann og kveður vatn ekki hafa horfið mjög skyndilega. „En það hefur ágerst mikið á þessu ári.“ Um leið segir Sverrir það rétt athugað að það sé einkenni á aðdraganda gosa í Heklu að dragi úr vatnsmagni í nágrenni fjallsins. „En þetta hefur bara ekki verið eðlilegt ástand í tíðarfarinu,“ bætir hann við. Á svæðinu velti fólk því þó óneitanlega fyrir sér hvort breytt vatnsstaða kunni að vera vísbending um að gos sé í vændum. Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enga skjálftavirkni hafa verið undanfarið í grennd við Heklu. „Engir skjálftar og ekkert að sjá á þenslumælum,“ segir hann en telur ekki hægt að útiloka að lág vatnsstaða í grennd við fjallið sé fyrirboði með lengri aðdraganda en skjálftar eru. „Hekla er náttúrlega löngu komin í stöðu og þannig séð tilbúin. En mælar hafa aldrei sýnt neitt sérstaklega mikið fyrr en svona tveimur tímum fyrir gos,“ segir hann og rifjar upp að þannig hafi það einmitt verið síðast þegar Hekla gaus. „Þá komu fyrstu smáskjálftar um tveimur tímum fyrr og ekki var hægt að sjá breytingu á þenslumæli nema með góðum vilja.“ Um leið áréttar Hjörleifur að óvenju lítil úrkoma hafi verið og víða hafi minnkað í ám og vötnum. Snögg þornun kunni að vera vísbending um yfirvofandi gos, en þróun á síðustu vikum og mánuðum sé frekar að rekja til úrkomuleysis. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira