Innlent

Vatn að sjatna í ám á Suður og Vesturlandi

Nú er vatni farið að sjatna í flestum ám á Suður og Vesturlandi. Til dæmis efst í Hvítá á Suðurlandi, en það er enn mjög mikið rennsli neðan til í henni eða þar sem hún skiptir um nafn og heitir Ölfusá.

Undir morgun mældist rennsli við Selfoss tæpir 13 hundruð rúmmetrar á sekúndu, sem er um það bil fjórfalt meðalrennsli í henni á þessum árstíma. Miðað við þróunina ofar í Hvítá, ætti að fara að sjatna í Ölfusánni þegar líður á daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×