Vart hægt að tala um veiðistofn í Mývatni lengur Svavar Hávarðsson skrifar 25. mars 2014 07:00 Mývatn er óumdeilt ein mesta náttúruperla Íslands, en fiskistofnar vatnsins eru í hættu. Fréttablaðið/Vilhelm Bleikjustofninn í Mývatni er í sögulegu lágmarki. Veiðistofn bleikju stendur vart undir því nafni lengur og er metinn um eitt þúsund silungar. Vísbendingar eru um að urriðastofninn, sem sögulega er lítill, standi ekki undir veiði þrátt fyrir miklar veiðitakmarkanir. Ástæður hrunsins eru taldir samverkandi þættir náttúrulegra breytinga og mannanna verk. Þetta sýna rannsóknir Guðna Guðbergssonar, sviðsstjóra auðlindasviðs Veiðimálastofnunar. Guðni er sammála því að varla sé hægt lengur að tala um veiðistofn bleikju í Mývatni og að staðan sé verulegt áhyggjuefni. Í skýrslu sinni mælir hann með því að sem allra mest verði dregið úr veiði, sem hann segir að sé í raun hvatning til þess að veiði sé alfarið hætt um tíma. Dregið hefur verið úr sókn í bleikjustofninn síðustu þrjú ár. Vegna þess hefði mátt búast við hækkandi afla en Guðni segir að þær vonir hafi ekki ennþá ræst ennþá. Ennfremur er ekkert úr netaveiði undir ís fyrrhluta mars í Mývatni sem bendir til að hagur silungsins sé að vænkast, nema þvert á móti þar sem veiðin var lélegri en undanfarin tvö ár.Veiðistofninn er kominn niður í þúsund fiska.VeiðimálastofnunMývatn er eitt frjósamasta stöðuvatn á Íslandi, sem setur stöðu silungsins í vatninu í ákveðið samhengi og vekur enn meiri furðu að mati Guðna. Vitað er að silungastofnarnir fóru illa árin 1988 og 1997 og drapst í stórum stíl úr hungri yfir sumartímann. „Svo er gríðarleg aukning túrisma við vatnið og kísilgúrvinnsla var í vatninu um langt árabil,“ segir Guðni og vísar til þess að samfellt dæling kísilgúrs úr vatninu stóð í þrjá áratugi, en veiðitölur sýna að um líkt leyti og sú starfsemi hófst byrjaði samdráttur í silungsveiði í vatninu og stóð með nokkrum sveiflum til 2006 þegar aðeins um 2.400 silungar voru skráðir í veiðiskýrslur. „Svo eru menn að tala um Bjarnarflag og þá hugsar maður með sér hver verður dropinn sem fyllir mælinn. Í mínum huga þá mega menn ekki tefla á tvær hættur með þessa stofna,“ segir Guðni en Landvirkjun hefur uppi áform um nýja og stærri jarðvarmavirkjun við Bjarnarflag skammt austan Reykjahlíðar. Verulegar áhyggjur hafa komið fram um áhrif virkjunarinnar á grunnvatnsstreymi til Mývatns og efnasamsetningu þess, sem kunni að raska lífríki vatnsins.Meðalveiðin 27 þúsund silungar Heildarveiðin í Mývatni árið 2013 var 2.489 silungur. Út frá afla í vetrarveiði er áætlað að stærð veiðistofns bleikju í upphafi veiðitímans 2013 hafi verið 1.058 bleikjur og að 37% þess fjölda hafi því veiðst. Meðalveiði síðustu 113 ára er 27.000 silungar, mest bleikja. Mesta veiði í Mývatni var um 1920 þegar hún losaði 100 þúsund fiska. Í skýrslu Guðna er vikið að því Mývatn er nú eitt fárra vatna á Íslandi þar sem silungsveiði er enn stunduð sem hluti af hefðbundnum búskap. Veiði í Mývatni er því rótgróið menningartengt fyrirbæri og það verði að hafa hugfast í samhengi. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Bleikjustofninn í Mývatni er í sögulegu lágmarki. Veiðistofn bleikju stendur vart undir því nafni lengur og er metinn um eitt þúsund silungar. Vísbendingar eru um að urriðastofninn, sem sögulega er lítill, standi ekki undir veiði þrátt fyrir miklar veiðitakmarkanir. Ástæður hrunsins eru taldir samverkandi þættir náttúrulegra breytinga og mannanna verk. Þetta sýna rannsóknir Guðna Guðbergssonar, sviðsstjóra auðlindasviðs Veiðimálastofnunar. Guðni er sammála því að varla sé hægt lengur að tala um veiðistofn bleikju í Mývatni og að staðan sé verulegt áhyggjuefni. Í skýrslu sinni mælir hann með því að sem allra mest verði dregið úr veiði, sem hann segir að sé í raun hvatning til þess að veiði sé alfarið hætt um tíma. Dregið hefur verið úr sókn í bleikjustofninn síðustu þrjú ár. Vegna þess hefði mátt búast við hækkandi afla en Guðni segir að þær vonir hafi ekki ennþá ræst ennþá. Ennfremur er ekkert úr netaveiði undir ís fyrrhluta mars í Mývatni sem bendir til að hagur silungsins sé að vænkast, nema þvert á móti þar sem veiðin var lélegri en undanfarin tvö ár.Veiðistofninn er kominn niður í þúsund fiska.VeiðimálastofnunMývatn er eitt frjósamasta stöðuvatn á Íslandi, sem setur stöðu silungsins í vatninu í ákveðið samhengi og vekur enn meiri furðu að mati Guðna. Vitað er að silungastofnarnir fóru illa árin 1988 og 1997 og drapst í stórum stíl úr hungri yfir sumartímann. „Svo er gríðarleg aukning túrisma við vatnið og kísilgúrvinnsla var í vatninu um langt árabil,“ segir Guðni og vísar til þess að samfellt dæling kísilgúrs úr vatninu stóð í þrjá áratugi, en veiðitölur sýna að um líkt leyti og sú starfsemi hófst byrjaði samdráttur í silungsveiði í vatninu og stóð með nokkrum sveiflum til 2006 þegar aðeins um 2.400 silungar voru skráðir í veiðiskýrslur. „Svo eru menn að tala um Bjarnarflag og þá hugsar maður með sér hver verður dropinn sem fyllir mælinn. Í mínum huga þá mega menn ekki tefla á tvær hættur með þessa stofna,“ segir Guðni en Landvirkjun hefur uppi áform um nýja og stærri jarðvarmavirkjun við Bjarnarflag skammt austan Reykjahlíðar. Verulegar áhyggjur hafa komið fram um áhrif virkjunarinnar á grunnvatnsstreymi til Mývatns og efnasamsetningu þess, sem kunni að raska lífríki vatnsins.Meðalveiðin 27 þúsund silungar Heildarveiðin í Mývatni árið 2013 var 2.489 silungur. Út frá afla í vetrarveiði er áætlað að stærð veiðistofns bleikju í upphafi veiðitímans 2013 hafi verið 1.058 bleikjur og að 37% þess fjölda hafi því veiðst. Meðalveiði síðustu 113 ára er 27.000 silungar, mest bleikja. Mesta veiði í Mývatni var um 1920 þegar hún losaði 100 þúsund fiska. Í skýrslu Guðna er vikið að því Mývatn er nú eitt fárra vatna á Íslandi þar sem silungsveiði er enn stunduð sem hluti af hefðbundnum búskap. Veiði í Mývatni er því rótgróið menningartengt fyrirbæri og það verði að hafa hugfast í samhengi.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira