Varp á Suðurlandi gekk betur en sérfræðingar óttuðust í vor Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. júlí 2015 07:00 Lóan átti erfitt í byrjun sumars og sótti inn í húsagarða í þéttbýli. Nordicphotos/afp „Þetta byrjaði allt dálítið seint en þetta lítur allt ágætlega út,“ segir Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi. Gunnar og samstarfsmenn hans rannsaka varp vaðfugla á Suðurlandi. „Við erum mest að skoða jaðrakana, spóa og tjaldi,“ segir Tómas en bætir því við að þeir fylgist með hreiðrum allra varpfugla og tímasetningu varpsins og geri stikkprufur á fjölda á stórum svæðum. Þetta hafi þeir gert síðan 2011. „Við eigum eftir að sjá hvernig ungunum gengur en þetta er ekki nærri því eins slæmt og við héldum í vor, þrátt fyrir þetta kalda árferði,“ segir Tómas. Það hafi gengið illa hjá þeim fuglum sem urpu snemma í vor, þegar gróðurinn var lítill og hreiðrin berskjölduð. Gunnar Þór Hallgrímsson, fuglafræðingur og dósent í dýrafræði við Háskóla Íslands, segir að staða varpsins sé bæði landshlutabundin og tegundabundin. Menn séu enn þá úti við að telja fugla á sínum svæðum, en heildarmyndin muni sjást síðar í sumar þegar þeir beri saman bækur sínar. Gunnar segir þó að mávavarp hafi verið í þokkalegu ástandi í sumar, miðað við síðustu ár, staðan hjá mávinum hafi verið mjög slæm undanfarin ár vegna hruns sílastofnsins. Þá hafi æðarfuglar verpt seint á suðvestanverðu og vestanverðu landinu. Þetta skýrist væntanlega af köldu vori. Gunnar segir að talningar á lóum og spóum verði mest spennandi. Þessir fuglar virðist hafa átt mjög slæmt vor. Það bar á því í vor að lóur fyndust í húsagörðum í þéttbýli, sem er óvenjulegt. „Það voru að finnast dauðar lóur, þannig að það verður mjög spennandi að sjá. Það er mín tilfinning þar sem ég hef farið að það sé lítið af lóu í varpi. Það er mín tilfinning að það sé minna af lóu en oft áður í varpi,“ segir Gunnar.Tómas Grétar Gunnarsson„Það er fullt af fuglum með unga. Þeir eru dálítið seinir og það kannski hefur áhrif í haust þegar þeir ætla að fara að undirbúa sig undir farflug að vera svolítið seinni til. Það skiptir máli að vera vel þroskaðir þegar kemur að því,“ segir Tómas. Hann segist telja að af vaðfuglunum hafi varpið sennilegast gengið verst hjá tjaldinum. „Spóinn byrjar tiltölulega seinn og það virðist bara ganga ágætlega hjá honum,“ segir Tómas Grétar og bætir við að jaðrakaninn virðist vera í meðallagi. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
„Þetta byrjaði allt dálítið seint en þetta lítur allt ágætlega út,“ segir Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi. Gunnar og samstarfsmenn hans rannsaka varp vaðfugla á Suðurlandi. „Við erum mest að skoða jaðrakana, spóa og tjaldi,“ segir Tómas en bætir því við að þeir fylgist með hreiðrum allra varpfugla og tímasetningu varpsins og geri stikkprufur á fjölda á stórum svæðum. Þetta hafi þeir gert síðan 2011. „Við eigum eftir að sjá hvernig ungunum gengur en þetta er ekki nærri því eins slæmt og við héldum í vor, þrátt fyrir þetta kalda árferði,“ segir Tómas. Það hafi gengið illa hjá þeim fuglum sem urpu snemma í vor, þegar gróðurinn var lítill og hreiðrin berskjölduð. Gunnar Þór Hallgrímsson, fuglafræðingur og dósent í dýrafræði við Háskóla Íslands, segir að staða varpsins sé bæði landshlutabundin og tegundabundin. Menn séu enn þá úti við að telja fugla á sínum svæðum, en heildarmyndin muni sjást síðar í sumar þegar þeir beri saman bækur sínar. Gunnar segir þó að mávavarp hafi verið í þokkalegu ástandi í sumar, miðað við síðustu ár, staðan hjá mávinum hafi verið mjög slæm undanfarin ár vegna hruns sílastofnsins. Þá hafi æðarfuglar verpt seint á suðvestanverðu og vestanverðu landinu. Þetta skýrist væntanlega af köldu vori. Gunnar segir að talningar á lóum og spóum verði mest spennandi. Þessir fuglar virðist hafa átt mjög slæmt vor. Það bar á því í vor að lóur fyndust í húsagörðum í þéttbýli, sem er óvenjulegt. „Það voru að finnast dauðar lóur, þannig að það verður mjög spennandi að sjá. Það er mín tilfinning þar sem ég hef farið að það sé lítið af lóu í varpi. Það er mín tilfinning að það sé minna af lóu en oft áður í varpi,“ segir Gunnar.Tómas Grétar Gunnarsson„Það er fullt af fuglum með unga. Þeir eru dálítið seinir og það kannski hefur áhrif í haust þegar þeir ætla að fara að undirbúa sig undir farflug að vera svolítið seinni til. Það skiptir máli að vera vel þroskaðir þegar kemur að því,“ segir Tómas. Hann segist telja að af vaðfuglunum hafi varpið sennilegast gengið verst hjá tjaldinum. „Spóinn byrjar tiltölulega seinn og það virðist bara ganga ágætlega hjá honum,“ segir Tómas Grétar og bætir við að jaðrakaninn virðist vera í meðallagi.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira