Varar við vegaframkvæmdum um Garðahraun Karen Kjartansdóttir skrifar 27. júlí 2012 12:07 Ein af myndum Kjarvals úr Garðahrauni. Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur varar við vegaframkvæmdum um Garðahraun. Hann segir að sú stefna að taka ekki tillit til umhverfis og menningarminja þegar út framkvæmdir sé farið sé stórhættuleg. Íbúar á svæðinu telja að vegurinn muni eyðileggja frægar fyrirmyndir Kjarvalsverka. Fyrirmyndir Kjarvalsverka, fögur náttúra og útivistarsvæði verða eyðilögð þegar nýr vegur frá Garðabæ að Álftanesi verður lagður í gegnum Garðahraun. Þetta kom fram í viðtali við íbúa á svæðinu í fréttum Stöðvar 2 í gær. Stefnt er að því að hefja vegaframkvæmdir í hrauninu innan skamms, jafnvel í haust. Hafþór Ingvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og forstöðumaður á Kjarvalsstöðum tekur undir með íbúum. „Það eru mjög slæmar fréttir að það eigi að ráðast í þessar framkvæmdir á næstunni. Viðhorf okkar er að þetta sé svæði sem geymi menningarminjar sem beri að vernda og ég vona að yfirvöld hlusti á bæði nágrannana og þá sem hafa áhuga á Kjarval og myndlist og sögu okkar," segir Hafþór. Kjarval heimsótti staði í hrauninu í um aldarfjórðung og málaði um 50 verk af klettum þar sem hann kenndi við Gálgaklett. Í hellisskúta má finna hluta af tækjum hans og enn má sjá málingu í klettunum eftir listamanninn. Bæjarritari Garðabæjar sagði í samtali við fréttamann í gær að vegurinn ætti ekki að fara í gegnum svokallaðan Kjarvalsreit og því væri ekki hægt að tala um eyðileggingu. Hafþór er ekki sammála mati hans. „Þó það fari ekki beint yfir reitinn er nú þegar búið að byggja mjög nálægt honum og hraunið er að tapa gildi sínu. Það er ekki hægt að vernda bara nokkra fermetra og telja að það sé nóg eða haldi gildi svæðisins óskertu," segir Hafþór. Segir Hafþór að taka verði tillit til fleiri þátta en nú er gert þegar unnið er að skipulagsmálum. Aukið tillit þurfi til að mynda að taka til náttúruverndarsjónarmiða og menningarminja. „Ég held að það sé mjög hættuleg stefna og slæm." Kjarval hafi kennt Íslendingum að sjá náttúruna á nýjan hátt og leiki stjórn hlutverk þegar kemur að upplifun Íslendinga á sýnu eigin landi. „Þetta er það svæði sem er næst okkur höfuðborgarbúum og ég held að það sé mjög mikilvægt að vernda það." Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur varar við vegaframkvæmdum um Garðahraun. Hann segir að sú stefna að taka ekki tillit til umhverfis og menningarminja þegar út framkvæmdir sé farið sé stórhættuleg. Íbúar á svæðinu telja að vegurinn muni eyðileggja frægar fyrirmyndir Kjarvalsverka. Fyrirmyndir Kjarvalsverka, fögur náttúra og útivistarsvæði verða eyðilögð þegar nýr vegur frá Garðabæ að Álftanesi verður lagður í gegnum Garðahraun. Þetta kom fram í viðtali við íbúa á svæðinu í fréttum Stöðvar 2 í gær. Stefnt er að því að hefja vegaframkvæmdir í hrauninu innan skamms, jafnvel í haust. Hafþór Ingvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og forstöðumaður á Kjarvalsstöðum tekur undir með íbúum. „Það eru mjög slæmar fréttir að það eigi að ráðast í þessar framkvæmdir á næstunni. Viðhorf okkar er að þetta sé svæði sem geymi menningarminjar sem beri að vernda og ég vona að yfirvöld hlusti á bæði nágrannana og þá sem hafa áhuga á Kjarval og myndlist og sögu okkar," segir Hafþór. Kjarval heimsótti staði í hrauninu í um aldarfjórðung og málaði um 50 verk af klettum þar sem hann kenndi við Gálgaklett. Í hellisskúta má finna hluta af tækjum hans og enn má sjá málingu í klettunum eftir listamanninn. Bæjarritari Garðabæjar sagði í samtali við fréttamann í gær að vegurinn ætti ekki að fara í gegnum svokallaðan Kjarvalsreit og því væri ekki hægt að tala um eyðileggingu. Hafþór er ekki sammála mati hans. „Þó það fari ekki beint yfir reitinn er nú þegar búið að byggja mjög nálægt honum og hraunið er að tapa gildi sínu. Það er ekki hægt að vernda bara nokkra fermetra og telja að það sé nóg eða haldi gildi svæðisins óskertu," segir Hafþór. Segir Hafþór að taka verði tillit til fleiri þátta en nú er gert þegar unnið er að skipulagsmálum. Aukið tillit þurfi til að mynda að taka til náttúruverndarsjónarmiða og menningarminja. „Ég held að það sé mjög hættuleg stefna og slæm." Kjarval hafi kennt Íslendingum að sjá náttúruna á nýjan hátt og leiki stjórn hlutverk þegar kemur að upplifun Íslendinga á sýnu eigin landi. „Þetta er það svæði sem er næst okkur höfuðborgarbúum og ég held að það sé mjög mikilvægt að vernda það."
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira