Varar við því að alið verði á ótta í kjölfar hryðjuverkaárása í París Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 17. nóvember 2015 07:00 Hryðjuverkaógnin var rædd í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Fréttablaðið/Ernir Viðbrögð við árásum á borð við þær sem gerðar voru í París á föstudag mega ekki ala á ótta í okkar samfélagi. Þetta sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra í umræðum um hryðjuverkaógn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær.Ólöf sagði að ekki mætti gera lítið úr mikilvægi lögreglunnar víða um heim. Fréttablaðið/ErnirÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem hóf umræðuna, sagði að stíga þyrfti varlega til jarðar hvað aukna löggæsluþörf varðaði. „Við skulum bregðast við aukinni löggæsluþörf ef hún er fyrir hendi en ekki búa hana til á grundvelli afbakaðra staðreynda,“ sagði hann. Ólöf sagði að eina leiðin til að takast á við ógn af þessum toga væri samstillt átak. „Um leið og við tölum um það hversu mikilvægt það er að frelsi okkar sé tryggt þá þurfa ákveðnir hlutir að vera í lagi til að svo sé. Það er enginn vafi á því að löggæsla í hverju landi skiptir máli,“ sagði hún. „Mjög mikilvægt er að gera ekki lítið úr störfum lögreglu í hverju landi fyrir sig.“ Þá kallaði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata eftir skýringu frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um yfirlýsingar sínar í útvarpinu þar sem hann sagði að á meðal flóttamanna leyndust glæpamenn en að stjórnmálamenn þyrðu vart að ræða það af ótta við pólitískan rétttrúnað.Árni Páll sagði að aukin lögreluþörf þyrfti að byggja á rökstuddum grun.Fréttablaðið/GVA„Ætti forsætisráðherra hæstvirtur ekki að fara aðeins varlega hvernig hann ákveður að tjá sig áður en nokkuð liggur fyrir um það hvort einhverjir hryðjuverkamenn hefðu í rauninni smyglað sér inn um landamæri Evrópu?“ Spurði Birgitta. Forsætisráðherra benti á að margar öryggisþjónustur í Evrópu hefðu þegar bent á að samtök á borð við ISIS hafi nýtt sér neyð flóttamanna til að smygla vígamönnum inn um landamæri Evrópu. Sigmundur sagði að hluti af lausn vandans væri að ræða málin út frá staðreyndum. „Ef við viljum halda aftur af öfgahreyfingum á Íslandi og annarsstaðar er besta leiðin sú að ræða hlutina eins og þeir raunverulega eru, annars erum við að hætta á að fólk leiti á vit öfgahreyfinga,“ sagði hann. Samkomulag er á milli stjórnmáaflokkanna á Alþingi að sérstakar umræður fara fram um hryðjuverkaárásirnar í París klukkan 13:30 í dag. Hryðjuverk í París Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Viðbrögð við árásum á borð við þær sem gerðar voru í París á föstudag mega ekki ala á ótta í okkar samfélagi. Þetta sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra í umræðum um hryðjuverkaógn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær.Ólöf sagði að ekki mætti gera lítið úr mikilvægi lögreglunnar víða um heim. Fréttablaðið/ErnirÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem hóf umræðuna, sagði að stíga þyrfti varlega til jarðar hvað aukna löggæsluþörf varðaði. „Við skulum bregðast við aukinni löggæsluþörf ef hún er fyrir hendi en ekki búa hana til á grundvelli afbakaðra staðreynda,“ sagði hann. Ólöf sagði að eina leiðin til að takast á við ógn af þessum toga væri samstillt átak. „Um leið og við tölum um það hversu mikilvægt það er að frelsi okkar sé tryggt þá þurfa ákveðnir hlutir að vera í lagi til að svo sé. Það er enginn vafi á því að löggæsla í hverju landi skiptir máli,“ sagði hún. „Mjög mikilvægt er að gera ekki lítið úr störfum lögreglu í hverju landi fyrir sig.“ Þá kallaði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata eftir skýringu frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um yfirlýsingar sínar í útvarpinu þar sem hann sagði að á meðal flóttamanna leyndust glæpamenn en að stjórnmálamenn þyrðu vart að ræða það af ótta við pólitískan rétttrúnað.Árni Páll sagði að aukin lögreluþörf þyrfti að byggja á rökstuddum grun.Fréttablaðið/GVA„Ætti forsætisráðherra hæstvirtur ekki að fara aðeins varlega hvernig hann ákveður að tjá sig áður en nokkuð liggur fyrir um það hvort einhverjir hryðjuverkamenn hefðu í rauninni smyglað sér inn um landamæri Evrópu?“ Spurði Birgitta. Forsætisráðherra benti á að margar öryggisþjónustur í Evrópu hefðu þegar bent á að samtök á borð við ISIS hafi nýtt sér neyð flóttamanna til að smygla vígamönnum inn um landamæri Evrópu. Sigmundur sagði að hluti af lausn vandans væri að ræða málin út frá staðreyndum. „Ef við viljum halda aftur af öfgahreyfingum á Íslandi og annarsstaðar er besta leiðin sú að ræða hlutina eins og þeir raunverulega eru, annars erum við að hætta á að fólk leiti á vit öfgahreyfinga,“ sagði hann. Samkomulag er á milli stjórnmáaflokkanna á Alþingi að sérstakar umræður fara fram um hryðjuverkaárásirnar í París klukkan 13:30 í dag.
Hryðjuverk í París Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira