Varar kjósendur við lélegum eftirlíkingum: „Þetta var nú bara til gamans gert“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2016 21:24 Þorsteinn Víglundsson. Vísir/GVA Þorsteinn Víglundsson oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður skýtur á Bjarta framtíð í færslu á Facebook-síðu sinni í dag en þar segist hann hafa orðið var við að óprúttnir keppinautar Viðreisnar hafi gert tilraun til að stela einkennisorðum flokksins sem eru „Almannahagsmunir framar sérhagsmunum.“ Þorsteinn segir að við þessu sé bara eitt að segja og það er „að fólki ber að varast lélegar eftirlíkingar, sama hversu bjartri framtíð er lofað.“ „Þetta var nú bara til gamans gert. Maður má nú líka vera á léttu nótunum stundum. Þau voru að keyra út þessar auglýsingar um almannahagsmuni á móti sérhagsmunum en það eru einmitt einkunnarorð Viðreisnar. En ég setti þetta nú inn í léttu gríni,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Viðreisn hefur undanfarið gert nokkuð úr því að reyna að fjarlægja sig frá Sjálfstæðisflokknum en aðspurður segir Þorsteinn að flokkurinn sé ekki að reyna að fjarlægja sig frá Bjartri framtíð. „Nei, alls ekki. Við höfum verið sammála um margt og með ólíkar skoðanir á öðru sem svo sem kemur ekkert á óvart. Þarna eru tvö frjálslynd miðjuöfl en þetta var nú meira bara til gamans gert.“ Þess má geta að Brynhildur S. Björnsdóttir varaþingmaður Bjartrar framtíðar skrifar athugasemd við færslu Þorsteins: „HAHAHA...ertu að djóka? Við erum búin að tala um sérhagsmuni vs almannahagsmuni frá upphafi ;) En alltílæ...því fleiri sem vilja berjast fyrir því betra segi ég. Megi Viðreisn farnast sem allra best í því. Og Bjartri framtíð...og bara öllum öðrum sem er alvara í því. En óprúttið er BF ekki. Svo það sé sagt.“Þorsteinn segir kosningabaráttu Viðreisnar ganga vel þó að það sé auðvitað beðið eftir því að þingi fari að ljúka svo að kosningabaráttan geti komist almennilega af stað og sviðsljósið fari frekar að beinast að kosningamálunum en þjarkinu inni á þingi eins og hann orðar. „Það er auðvitað heppilegra til þess að kjósendur geti glöggvað sig á þeim kostum sem eru í boði að þingið fari að ljúka vinnu sinni.“ Tengdar fréttir „Ekki eftir miklu að slægjast“ Þorsteinn Víglundsson segir Viðreisn nær Bjartri framtíð og Pírötum en stjórnarflokkunum. 3. október 2016 23:37 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður skýtur á Bjarta framtíð í færslu á Facebook-síðu sinni í dag en þar segist hann hafa orðið var við að óprúttnir keppinautar Viðreisnar hafi gert tilraun til að stela einkennisorðum flokksins sem eru „Almannahagsmunir framar sérhagsmunum.“ Þorsteinn segir að við þessu sé bara eitt að segja og það er „að fólki ber að varast lélegar eftirlíkingar, sama hversu bjartri framtíð er lofað.“ „Þetta var nú bara til gamans gert. Maður má nú líka vera á léttu nótunum stundum. Þau voru að keyra út þessar auglýsingar um almannahagsmuni á móti sérhagsmunum en það eru einmitt einkunnarorð Viðreisnar. En ég setti þetta nú inn í léttu gríni,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Viðreisn hefur undanfarið gert nokkuð úr því að reyna að fjarlægja sig frá Sjálfstæðisflokknum en aðspurður segir Þorsteinn að flokkurinn sé ekki að reyna að fjarlægja sig frá Bjartri framtíð. „Nei, alls ekki. Við höfum verið sammála um margt og með ólíkar skoðanir á öðru sem svo sem kemur ekkert á óvart. Þarna eru tvö frjálslynd miðjuöfl en þetta var nú meira bara til gamans gert.“ Þess má geta að Brynhildur S. Björnsdóttir varaþingmaður Bjartrar framtíðar skrifar athugasemd við færslu Þorsteins: „HAHAHA...ertu að djóka? Við erum búin að tala um sérhagsmuni vs almannahagsmuni frá upphafi ;) En alltílæ...því fleiri sem vilja berjast fyrir því betra segi ég. Megi Viðreisn farnast sem allra best í því. Og Bjartri framtíð...og bara öllum öðrum sem er alvara í því. En óprúttið er BF ekki. Svo það sé sagt.“Þorsteinn segir kosningabaráttu Viðreisnar ganga vel þó að það sé auðvitað beðið eftir því að þingi fari að ljúka svo að kosningabaráttan geti komist almennilega af stað og sviðsljósið fari frekar að beinast að kosningamálunum en þjarkinu inni á þingi eins og hann orðar. „Það er auðvitað heppilegra til þess að kjósendur geti glöggvað sig á þeim kostum sem eru í boði að þingið fari að ljúka vinnu sinni.“
Tengdar fréttir „Ekki eftir miklu að slægjast“ Þorsteinn Víglundsson segir Viðreisn nær Bjartri framtíð og Pírötum en stjórnarflokkunum. 3. október 2016 23:37 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
„Ekki eftir miklu að slægjast“ Þorsteinn Víglundsson segir Viðreisn nær Bjartri framtíð og Pírötum en stjórnarflokkunum. 3. október 2016 23:37