Handbolti

Varaforseti EHF staðfestir fréttirnar: Ísland í riðli með Frökkum og Svíum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar en Arne Elovsson, varaforseti evrópska handboltasambandsins, EHF, staðfesti þetta í viðtali við Expressen í kvöld.

Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum höfðu bæði afsalað sér sætum sínum fyrr í þessum mánuði vegna pólískra ástæðna en þau vildu síðan fá sætin sín aftur í þessari viku.

IHF valdi hinsvegar aðra leið. Ísland tekur sæti Sameinuðu arabísku furstadæmanna í C-riðlinum og Sádí-Arabía tekur sæti í D-riðli með Þýskalandi og Danmörku. Evrópska og asíska sambandið fékk að velja sitthvort sætið og Ísland var fyrsta varaþjóð Evrópu eins og margoft hefur komið fram.

Ísland er ekki aðeins heppið með að fá sæti á HM í handbolta því íslenska landsliðið lenti líka í mun auðveldari riðli af þeim tveimur sem voru í boði.

Ísland verður í C-riðlinum með Frakklandi, Svíþjóð, Alsír, Tékklandi og Egyptalandi.

Sádí-Arabía er í D-riðli með Degi Sigurðssyni (þjálfar Þjóðverja) og Guðmundi Guðmundssyni (þjálfar Dani) en í riðlinum eru einnig Pólland, Rússland og Argentína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×