Varaður við húsleit hjá sér af lögreglufulltrúa Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 15. febrúar 2016 07:00 Maður sem talið er að tengist fíkniefnaheiminum hérlendis virðist hafa fengið viðvörun innan úr lögreglunni vegna yfirvofandi húsleitar. Visir/GVA Einn einstaklingur sem ekki starfar innan lögreglunnar hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn héraðssaksóknara á meintri spillingu innan fíkniefnadeildar lögreglunnar. Upphaf rannsóknarinnar má rekja til lögreglufulltrúa sem var endurtekið færður til í starfi á liðnu ári eftir að kvartanir frá meirihluta fíkniefnadeildar bárust inn á borð ríkislögreglustjóra. Honum var svo vikið frá störfum í janúar þegar formleg rannsókn héraðssaksóknara á hendur honum hófst. Lögreglufulltrúinn hefur í lengri tíma sætt ásökunum samstarfsmanna og almennings um óeðlileg samskipti við aðila í fíkniefnaheiminum, þar á meðal hinn grunaða. Fulltrúinn er grunaður um að hafa lekið upplýsingum um störf lögreglu og þannig spillt rannsóknum og aðstoðað aðila í undirheimunum.Dæmi er um að yfirmenn lögreglu hafi fullyrt að rannsókn hafi farið fram á ásökunum á hendur lögreglufulltrúanum eins og lesa má nánar um hér.Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar á árunum 2007 til 2014. Hann fullyrti snemma árs 2012 að ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum hefðu verið rannsakaðar og ættu ekki við rök að styðjast. Engin formleg rannsókn fór fram.Vísir/ErnirHúsnæðið tæmt áður en aðgerð lögreglu hófst Einstaklingurinn sem grunaður er um að hafa aðkomu að fíkniefnaheiminum mun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, í yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara hafa viðurkennt að lögreglufulltrúinn hafi að minnsta kosti einu sinni varað hann við því að lögreglan hygðist framkvæma húsleit í húsnæði sem hann hafði aðkomu að og grunur lék á að í væru fíkniefni. Þannig tókst að tæma húsnæðið áður en aðgerð lögreglunnar hófst. Óljóst er hvort peningar hafi skipt um hendur en einstaklingurinn mun hafa veitt lögreglufulltrúanum upplýsingar um umsvif annarra manna í fíkniefnaheiminum gegn þessum viðvörunum. Sjá einnig:Lögreglufulltrúinn stýrði tálbeituaðgerðinni Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hann verið tregur til að tjá sig frekar í yfirheyrslum lögreglunnar um samband sitt við lögreglufulltrúann, vegna stöðu sinnar sem sakborningur.Ólafur Þór Hauksson, nýskipaður héraðssaksóknari.vísir/gvaÍ óeðlilegri stöðu Lögreglufulltrúinn gegndi yfirmannsstöðu í upplýsingadeild og fíkniefnadeild á sama tíma. Um er að ræða fyrirkomulag sem þykir gagnrýnisvert. Þannig fór hann með upplýsingar sem uppljóstrarar komu með til lögreglu og hafði á sama tíma ákvörðunarvald um það hvaða aðilar og mál væru tekin til rannsóknar. Sömuleiðis hvaða mál væri ekki ástæða til að skoða frekar. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir rannsókn málsins miða vel. Hann getur ekki tjáð sig um málið að öðru leyti.Brotahópar í fíkniefnaheiminum geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu.Vísir/GVAStór munur á sakborningi og vitni Ólafur segir uppljóstraraákvæði, þar sem veita má aðila sem gæti komið með upplýsingar um saknæma háttsemi annarra sem erfitt væri að sanna að öðru leyti, ekki lengur við lýði. Slíkt ákvæði var til staðar í lögum um embætti sérstaks saksóknara sem féllu úr gildi um áramótin, en ákvæðið gilti aðeins um efnahagsbrotamál. „Þetta er alltaf erfið spurning. Um leið og þú ert farinn að spyrja aðila spurninga sem fela í sér mögulegar upplýsingar um brot viðkomandi þá kikka inn ákveðin réttindi fyrir hann. Til dæmis ber að útvega sakborningi verjanda en ekki vitni. Þetta er réttindaspursmál fyrir þann sem verið er að tala við. Þetta er alltaf sjálfstætt athugunarefni þegar mál eru tekin upp,“ segir Ólafur. Lögreglufulltrúinn er annar tveggja starfsmanna fíkniefnadeildar sem nýlega var vikið frá störfum. Hinn er rannsóknarlögreglumaður sem sætti gæsluvarðhaldi yfir áramótin vegna gruns um óeðlileg samskipti við aðila í fíkniefnaheiminum. Það mál er til rannsóknar hjá ríkissaksóknara. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23 „Ásakanirnar voru það alvarlegar að ekki var annað hægt en að vísa málinu til ríkissaksóknara“ Nánasti yfirmaður lögreglufulltrúans taldi ekkert hæft í ásökunum 2012. Þremur árum síðar var embætti ríkislögreglustjóra á allt annarri skoðun. 15. janúar 2016 10:30 Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira
Einn einstaklingur sem ekki starfar innan lögreglunnar hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn héraðssaksóknara á meintri spillingu innan fíkniefnadeildar lögreglunnar. Upphaf rannsóknarinnar má rekja til lögreglufulltrúa sem var endurtekið færður til í starfi á liðnu ári eftir að kvartanir frá meirihluta fíkniefnadeildar bárust inn á borð ríkislögreglustjóra. Honum var svo vikið frá störfum í janúar þegar formleg rannsókn héraðssaksóknara á hendur honum hófst. Lögreglufulltrúinn hefur í lengri tíma sætt ásökunum samstarfsmanna og almennings um óeðlileg samskipti við aðila í fíkniefnaheiminum, þar á meðal hinn grunaða. Fulltrúinn er grunaður um að hafa lekið upplýsingum um störf lögreglu og þannig spillt rannsóknum og aðstoðað aðila í undirheimunum.Dæmi er um að yfirmenn lögreglu hafi fullyrt að rannsókn hafi farið fram á ásökunum á hendur lögreglufulltrúanum eins og lesa má nánar um hér.Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar á árunum 2007 til 2014. Hann fullyrti snemma árs 2012 að ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum hefðu verið rannsakaðar og ættu ekki við rök að styðjast. Engin formleg rannsókn fór fram.Vísir/ErnirHúsnæðið tæmt áður en aðgerð lögreglu hófst Einstaklingurinn sem grunaður er um að hafa aðkomu að fíkniefnaheiminum mun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, í yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara hafa viðurkennt að lögreglufulltrúinn hafi að minnsta kosti einu sinni varað hann við því að lögreglan hygðist framkvæma húsleit í húsnæði sem hann hafði aðkomu að og grunur lék á að í væru fíkniefni. Þannig tókst að tæma húsnæðið áður en aðgerð lögreglunnar hófst. Óljóst er hvort peningar hafi skipt um hendur en einstaklingurinn mun hafa veitt lögreglufulltrúanum upplýsingar um umsvif annarra manna í fíkniefnaheiminum gegn þessum viðvörunum. Sjá einnig:Lögreglufulltrúinn stýrði tálbeituaðgerðinni Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hann verið tregur til að tjá sig frekar í yfirheyrslum lögreglunnar um samband sitt við lögreglufulltrúann, vegna stöðu sinnar sem sakborningur.Ólafur Þór Hauksson, nýskipaður héraðssaksóknari.vísir/gvaÍ óeðlilegri stöðu Lögreglufulltrúinn gegndi yfirmannsstöðu í upplýsingadeild og fíkniefnadeild á sama tíma. Um er að ræða fyrirkomulag sem þykir gagnrýnisvert. Þannig fór hann með upplýsingar sem uppljóstrarar komu með til lögreglu og hafði á sama tíma ákvörðunarvald um það hvaða aðilar og mál væru tekin til rannsóknar. Sömuleiðis hvaða mál væri ekki ástæða til að skoða frekar. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir rannsókn málsins miða vel. Hann getur ekki tjáð sig um málið að öðru leyti.Brotahópar í fíkniefnaheiminum geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu.Vísir/GVAStór munur á sakborningi og vitni Ólafur segir uppljóstraraákvæði, þar sem veita má aðila sem gæti komið með upplýsingar um saknæma háttsemi annarra sem erfitt væri að sanna að öðru leyti, ekki lengur við lýði. Slíkt ákvæði var til staðar í lögum um embætti sérstaks saksóknara sem féllu úr gildi um áramótin, en ákvæðið gilti aðeins um efnahagsbrotamál. „Þetta er alltaf erfið spurning. Um leið og þú ert farinn að spyrja aðila spurninga sem fela í sér mögulegar upplýsingar um brot viðkomandi þá kikka inn ákveðin réttindi fyrir hann. Til dæmis ber að útvega sakborningi verjanda en ekki vitni. Þetta er réttindaspursmál fyrir þann sem verið er að tala við. Þetta er alltaf sjálfstætt athugunarefni þegar mál eru tekin upp,“ segir Ólafur. Lögreglufulltrúinn er annar tveggja starfsmanna fíkniefnadeildar sem nýlega var vikið frá störfum. Hinn er rannsóknarlögreglumaður sem sætti gæsluvarðhaldi yfir áramótin vegna gruns um óeðlileg samskipti við aðila í fíkniefnaheiminum. Það mál er til rannsóknar hjá ríkissaksóknara.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23 „Ásakanirnar voru það alvarlegar að ekki var annað hægt en að vísa málinu til ríkissaksóknara“ Nánasti yfirmaður lögreglufulltrúans taldi ekkert hæft í ásökunum 2012. Þremur árum síðar var embætti ríkislögreglustjóra á allt annarri skoðun. 15. janúar 2016 10:30 Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira
Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23
„Ásakanirnar voru það alvarlegar að ekki var annað hægt en að vísa málinu til ríkissaksóknara“ Nánasti yfirmaður lögreglufulltrúans taldi ekkert hæft í ásökunum 2012. Þremur árum síðar var embætti ríkislögreglustjóra á allt annarri skoðun. 15. janúar 2016 10:30
Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00
Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43
Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00