Vara við ofhitnum hagkerfisins ingvar haraldsson skrifar 15. október 2015 12:15 Ingólfur Bender er forstöðumaður Greiningardeildar Íslandsbanka. vísir/gva Varað er við að ofhitnum hagkerfisins gæti átt sér stað á næstu tveimur árum í nýrri þjóðhagsspá Greiningardeildar Íslandsbanka fyrir árin 2015-2017. „Hætta er á því að ofþensla myndist í hagkerfinu á spátímabilinu þar sem ójafnvægi skapast með of miklum vexti innlendrar eftirspurnar og launahækkunum umfram það sem innistæða er fyrir,“ segir í spánni. Líklegt sé að það muni enda með sama hætti og áður í íslenskri hagsögu: Hagkerfið skreppi saman, gegni krónunnar lækki, atvinnuleysi aukist og kaupmáttur rýrni.Þáttaskil fram undan í efnahagslífinuÍslandsbanki segir þenslueinkenni þegar að verða sýnileg á vinnumarkaði og eignamarkaði og því séu fram undan er talsvert hröð hækkun launa og húsnæðisverðs.Sjá einnig: Búst við 25 prósenta hækkun fasteignaverðs„Þáttaskil eru að eiga sér stað í íslensku efnahagslífi. Eftir tímabil talsverðs slaka eru nú farin að sjást merki um spennu á vissum sviðum hagkerfisins,“ segir enn fremur í spánni. Íslandsbanki býst við að hagvöxtur verði 4,3 prósent á þessu ári, 4,4 prósent á næsta ári og 2,5 prósent árið 2017. Hagvöxturinn verði einna helst drifinn áfram af vexti í innlendri eftirspurn.Íslandsbanki býst við því að landsframleiðsla á mann fari upp fyrir hápunkt hennar fyrir bankahrun.mynd/íslandsbankiVinnuafl flutt inn Íslandsbanki spáir einnig áframhaldandi vexti í útflutningi, sem megi að stórum hluta rekja til ferðaþjónustunnar en þó einnig til sjávarútvegs. Spáum við 7,7% vexti útflutnings vöru og þjónustu í ár, 3,8% á næsta ári og 3,1% árið 2017.Vænta má að hratt dragi úr atvinnuleysi, það fari niður í 3,5% árið 2017 samanborið við 5,0% í fyrra.Reikna með vaxtahækkunum SeðlabankansÞá verði eftirspurn eftir vinnuafli að stórum hluta mætt með innflutningi á vinnuafli. „Mun þetta draga úr þenslu á vinnumarkaði og gera það að verkum að launaskrið verður minna en ella,“ segir í greiningunni. Íslandsbanki býst við að verðbólga muni haldast nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabankans á næstunni en aukast þegar líða tekur á spátímabilið og fara nokkuð yfir verðbólgumarkmið Seðlabankans. Verðbólga verður 3,7 prósent árið 2017 gangi spáin eftir. Líklegt sé að peningastefnunefnd Seðlabankans muni bregðast við þróuninni með frekari vaxtahækkunum.Afnám hafta skapar óvissu Þá er óvissa um hvaða áhrif losun fjármagnshafta mun hafa á efnahagslífið.„Um er að ræða afar stóra framkvæmd þar sem áhrif á peningastærðir og raunhagkerfið eru alls ekki með öllu fyrirséð. Óvíst er þannig með hvaða hætti þær aðgerðir munu hafa áhrif á stöðugleika hagkerfisins til skemmri tíma litið þó að losun fjármagnshafta sé afar jákvætt skref fyrir íslenskt efnahagslíf og stór hluti af þeim þáttaskilum sem eru að eiga sér stað í hagkerfinu um þessar mundir,“ segir í spánni.Búist er við frekari vaxtahækkunum hjá Seðlabankanum til að mæta aukinn verðbólgu. Vísir/PjeturStaða fyrirtækja og heimila að batna Þá er búist við að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna muni aukast áfram og eiginfjárstaða heimilanna muni batna með hækkun á eignaverði, þar með talið íbúðaverði og lækkun á skuldum heimilanna. „Reiknum við með því að hagur heimilanna muni halda áfram að vænkast á næstunni sem mun birtast í aukinni neyslu sem og fjárfestingum heimilanna. Spáum við 4,8% vexti einkaneyslu í ár, 5,2% á næsta ári og 2,8% 2017,“ segir í spánni. Þá séu rekstrarskilyrði fyrirtækja að taka talsverðum breytingum. „Töluverður vöxtur er í innlendri eftirspurn en hagvöxtur í helstu viðskiptalöndunum hefur aftur á móti verið hægur.“ Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Varað er við að ofhitnum hagkerfisins gæti átt sér stað á næstu tveimur árum í nýrri þjóðhagsspá Greiningardeildar Íslandsbanka fyrir árin 2015-2017. „Hætta er á því að ofþensla myndist í hagkerfinu á spátímabilinu þar sem ójafnvægi skapast með of miklum vexti innlendrar eftirspurnar og launahækkunum umfram það sem innistæða er fyrir,“ segir í spánni. Líklegt sé að það muni enda með sama hætti og áður í íslenskri hagsögu: Hagkerfið skreppi saman, gegni krónunnar lækki, atvinnuleysi aukist og kaupmáttur rýrni.Þáttaskil fram undan í efnahagslífinuÍslandsbanki segir þenslueinkenni þegar að verða sýnileg á vinnumarkaði og eignamarkaði og því séu fram undan er talsvert hröð hækkun launa og húsnæðisverðs.Sjá einnig: Búst við 25 prósenta hækkun fasteignaverðs„Þáttaskil eru að eiga sér stað í íslensku efnahagslífi. Eftir tímabil talsverðs slaka eru nú farin að sjást merki um spennu á vissum sviðum hagkerfisins,“ segir enn fremur í spánni. Íslandsbanki býst við að hagvöxtur verði 4,3 prósent á þessu ári, 4,4 prósent á næsta ári og 2,5 prósent árið 2017. Hagvöxturinn verði einna helst drifinn áfram af vexti í innlendri eftirspurn.Íslandsbanki býst við því að landsframleiðsla á mann fari upp fyrir hápunkt hennar fyrir bankahrun.mynd/íslandsbankiVinnuafl flutt inn Íslandsbanki spáir einnig áframhaldandi vexti í útflutningi, sem megi að stórum hluta rekja til ferðaþjónustunnar en þó einnig til sjávarútvegs. Spáum við 7,7% vexti útflutnings vöru og þjónustu í ár, 3,8% á næsta ári og 3,1% árið 2017.Vænta má að hratt dragi úr atvinnuleysi, það fari niður í 3,5% árið 2017 samanborið við 5,0% í fyrra.Reikna með vaxtahækkunum SeðlabankansÞá verði eftirspurn eftir vinnuafli að stórum hluta mætt með innflutningi á vinnuafli. „Mun þetta draga úr þenslu á vinnumarkaði og gera það að verkum að launaskrið verður minna en ella,“ segir í greiningunni. Íslandsbanki býst við að verðbólga muni haldast nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabankans á næstunni en aukast þegar líða tekur á spátímabilið og fara nokkuð yfir verðbólgumarkmið Seðlabankans. Verðbólga verður 3,7 prósent árið 2017 gangi spáin eftir. Líklegt sé að peningastefnunefnd Seðlabankans muni bregðast við þróuninni með frekari vaxtahækkunum.Afnám hafta skapar óvissu Þá er óvissa um hvaða áhrif losun fjármagnshafta mun hafa á efnahagslífið.„Um er að ræða afar stóra framkvæmd þar sem áhrif á peningastærðir og raunhagkerfið eru alls ekki með öllu fyrirséð. Óvíst er þannig með hvaða hætti þær aðgerðir munu hafa áhrif á stöðugleika hagkerfisins til skemmri tíma litið þó að losun fjármagnshafta sé afar jákvætt skref fyrir íslenskt efnahagslíf og stór hluti af þeim þáttaskilum sem eru að eiga sér stað í hagkerfinu um þessar mundir,“ segir í spánni.Búist er við frekari vaxtahækkunum hjá Seðlabankanum til að mæta aukinn verðbólgu. Vísir/PjeturStaða fyrirtækja og heimila að batna Þá er búist við að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna muni aukast áfram og eiginfjárstaða heimilanna muni batna með hækkun á eignaverði, þar með talið íbúðaverði og lækkun á skuldum heimilanna. „Reiknum við með því að hagur heimilanna muni halda áfram að vænkast á næstunni sem mun birtast í aukinni neyslu sem og fjárfestingum heimilanna. Spáum við 4,8% vexti einkaneyslu í ár, 5,2% á næsta ári og 2,8% 2017,“ segir í spánni. Þá séu rekstrarskilyrði fyrirtækja að taka talsverðum breytingum. „Töluverður vöxtur er í innlendri eftirspurn en hagvöxtur í helstu viðskiptalöndunum hefur aftur á móti verið hægur.“
Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira