Var í Bretlandi á róstusömum tíma Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. apríl 2016 12:00 Baldur Þórhallsson Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vakti athygli fyrir vasklega framgöngu þegar hann greindi stjórnmálaástandið í beinni útsendingu fréttastofu Stöðvar 2 í síðustu viku. Það var ein eftirminnilegasta atburðarás í íslenskri stjórnmálasögu. Markaðurinn sló á þráðinn til þess að forvitnast meira um þennan mann. „Ég sit hérna á flugvelli erlendis og er að bíða. Ég er að fara að kenna í Tallinn um smáríki,“ segir Baldur þegar Markaðurinn nær tali af honum. „Þeir hafa ennþá þá trú í Talinn að smáríki geti áorkað einhverju í heiminum,“ segir hann léttur í bragði. Baldur byrjaði að kenna sem stundakennari í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 1995. Hann var svo ráðinn lektor árið 2000. „Ég kláraði doktorsritgerð frá háskólanum í Essex á Englandi 1999. Og ég var svo heppinn að það var auglýst staða um svipað leyti við deildina,“ segir hann. Þótt Baldur hafi í síðustu viku haft hugann allan við íslensk stjórnmál og stjórnskipan hefur hann þó mesta áherslu lagt á Evrópusambandið í sínum fræðastörfum. „Ég skrifaði um möguleika smáríkja til áhrifa innan Evrópusambandsins og fjallaði þá um sjö smærri ríki sem þá voru aðilar að sambandinu,“ segir Baldur, aðspurður hvert efni doktorsverkefnis hans hafi verið. „Ástæðan fyrir því að ég valdi mér þetta viðfangsefni var að mig langaði til að átta mig á því hver staða Íslands yrði innan sambandsins og hverjir væru möguleikar Íslands til áhrifa,“ segir Baldur. Hann bendir á að það sé ekki hægt að gera rannsókn á þessu viðfangsefni út af fyrir sig. „En ég skrifaði meistararitgerð frá sama skóla um stöðu Írlands í sambandinu. Svo ákvað ég að rannsaka önnur smáríki í sambandinu í doktorsritgerðinni til þess að reyna að átta mig á því hvort Íslendingar gætu komið sínum lykilmálum á framfæri innan sambandsins og haft áhrif.“ Baldur segir niðurstöðuna í mjög stuttu máli hafa verið þá að í þeim málaflokkum sem smáríki einblína á geta þau mjög auðveldlega varið sína hagsmuni og haft áhrif í þeim. „Hins vegar gerir smæðin það að verkum að þau geta ekki verið að skipta sér af öllum málum innan sambandsins. Þau verða að forgangsraða mjög stíft og einblína svo á lykilhagsmuni.“ Baldur bjó um árabil í Bretlandi á meðan hann stundaði nám og lætur vel af þeirri reynslu. „Ég bjó í Bretlandi frá 1992 til ’95 og fór síðan aftur í eitt ár frá 1997 til ’98 til að klára doktorsritgerðina.“ Hann bendir á að fyrstu þrjú árin sem hann bjó úti hafi John Major verið forsætisráðherra og mikið gengið á. „Það leið varla mánuður að einhver ráðherra segði ekki af sér vegna einhverra skandala. Og það var mikil ólga í bresku samfélagi,“ segir Baldur, en engu að síður hafi verið dásamlegt að búa þar. „Ég var dálítið í London vegna þess að ég var dálítið mikið á bókasafninu í London School of Economics við skriftir,“ segir hann og bætir því við að það sé mjög gaman að búa erlendis um tíma og geta sett sig inn í þjóðfélagsmál annars staðar. Mest lesið Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vakti athygli fyrir vasklega framgöngu þegar hann greindi stjórnmálaástandið í beinni útsendingu fréttastofu Stöðvar 2 í síðustu viku. Það var ein eftirminnilegasta atburðarás í íslenskri stjórnmálasögu. Markaðurinn sló á þráðinn til þess að forvitnast meira um þennan mann. „Ég sit hérna á flugvelli erlendis og er að bíða. Ég er að fara að kenna í Tallinn um smáríki,“ segir Baldur þegar Markaðurinn nær tali af honum. „Þeir hafa ennþá þá trú í Talinn að smáríki geti áorkað einhverju í heiminum,“ segir hann léttur í bragði. Baldur byrjaði að kenna sem stundakennari í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 1995. Hann var svo ráðinn lektor árið 2000. „Ég kláraði doktorsritgerð frá háskólanum í Essex á Englandi 1999. Og ég var svo heppinn að það var auglýst staða um svipað leyti við deildina,“ segir hann. Þótt Baldur hafi í síðustu viku haft hugann allan við íslensk stjórnmál og stjórnskipan hefur hann þó mesta áherslu lagt á Evrópusambandið í sínum fræðastörfum. „Ég skrifaði um möguleika smáríkja til áhrifa innan Evrópusambandsins og fjallaði þá um sjö smærri ríki sem þá voru aðilar að sambandinu,“ segir Baldur, aðspurður hvert efni doktorsverkefnis hans hafi verið. „Ástæðan fyrir því að ég valdi mér þetta viðfangsefni var að mig langaði til að átta mig á því hver staða Íslands yrði innan sambandsins og hverjir væru möguleikar Íslands til áhrifa,“ segir Baldur. Hann bendir á að það sé ekki hægt að gera rannsókn á þessu viðfangsefni út af fyrir sig. „En ég skrifaði meistararitgerð frá sama skóla um stöðu Írlands í sambandinu. Svo ákvað ég að rannsaka önnur smáríki í sambandinu í doktorsritgerðinni til þess að reyna að átta mig á því hvort Íslendingar gætu komið sínum lykilmálum á framfæri innan sambandsins og haft áhrif.“ Baldur segir niðurstöðuna í mjög stuttu máli hafa verið þá að í þeim málaflokkum sem smáríki einblína á geta þau mjög auðveldlega varið sína hagsmuni og haft áhrif í þeim. „Hins vegar gerir smæðin það að verkum að þau geta ekki verið að skipta sér af öllum málum innan sambandsins. Þau verða að forgangsraða mjög stíft og einblína svo á lykilhagsmuni.“ Baldur bjó um árabil í Bretlandi á meðan hann stundaði nám og lætur vel af þeirri reynslu. „Ég bjó í Bretlandi frá 1992 til ’95 og fór síðan aftur í eitt ár frá 1997 til ’98 til að klára doktorsritgerðina.“ Hann bendir á að fyrstu þrjú árin sem hann bjó úti hafi John Major verið forsætisráðherra og mikið gengið á. „Það leið varla mánuður að einhver ráðherra segði ekki af sér vegna einhverra skandala. Og það var mikil ólga í bresku samfélagi,“ segir Baldur, en engu að síður hafi verið dásamlegt að búa þar. „Ég var dálítið í London vegna þess að ég var dálítið mikið á bókasafninu í London School of Economics við skriftir,“ segir hann og bætir því við að það sé mjög gaman að búa erlendis um tíma og geta sett sig inn í þjóðfélagsmál annars staðar.
Mest lesið Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira