Var í Bretlandi á róstusömum tíma Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. apríl 2016 12:00 Baldur Þórhallsson Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vakti athygli fyrir vasklega framgöngu þegar hann greindi stjórnmálaástandið í beinni útsendingu fréttastofu Stöðvar 2 í síðustu viku. Það var ein eftirminnilegasta atburðarás í íslenskri stjórnmálasögu. Markaðurinn sló á þráðinn til þess að forvitnast meira um þennan mann. „Ég sit hérna á flugvelli erlendis og er að bíða. Ég er að fara að kenna í Tallinn um smáríki,“ segir Baldur þegar Markaðurinn nær tali af honum. „Þeir hafa ennþá þá trú í Talinn að smáríki geti áorkað einhverju í heiminum,“ segir hann léttur í bragði. Baldur byrjaði að kenna sem stundakennari í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 1995. Hann var svo ráðinn lektor árið 2000. „Ég kláraði doktorsritgerð frá háskólanum í Essex á Englandi 1999. Og ég var svo heppinn að það var auglýst staða um svipað leyti við deildina,“ segir hann. Þótt Baldur hafi í síðustu viku haft hugann allan við íslensk stjórnmál og stjórnskipan hefur hann þó mesta áherslu lagt á Evrópusambandið í sínum fræðastörfum. „Ég skrifaði um möguleika smáríkja til áhrifa innan Evrópusambandsins og fjallaði þá um sjö smærri ríki sem þá voru aðilar að sambandinu,“ segir Baldur, aðspurður hvert efni doktorsverkefnis hans hafi verið. „Ástæðan fyrir því að ég valdi mér þetta viðfangsefni var að mig langaði til að átta mig á því hver staða Íslands yrði innan sambandsins og hverjir væru möguleikar Íslands til áhrifa,“ segir Baldur. Hann bendir á að það sé ekki hægt að gera rannsókn á þessu viðfangsefni út af fyrir sig. „En ég skrifaði meistararitgerð frá sama skóla um stöðu Írlands í sambandinu. Svo ákvað ég að rannsaka önnur smáríki í sambandinu í doktorsritgerðinni til þess að reyna að átta mig á því hvort Íslendingar gætu komið sínum lykilmálum á framfæri innan sambandsins og haft áhrif.“ Baldur segir niðurstöðuna í mjög stuttu máli hafa verið þá að í þeim málaflokkum sem smáríki einblína á geta þau mjög auðveldlega varið sína hagsmuni og haft áhrif í þeim. „Hins vegar gerir smæðin það að verkum að þau geta ekki verið að skipta sér af öllum málum innan sambandsins. Þau verða að forgangsraða mjög stíft og einblína svo á lykilhagsmuni.“ Baldur bjó um árabil í Bretlandi á meðan hann stundaði nám og lætur vel af þeirri reynslu. „Ég bjó í Bretlandi frá 1992 til ’95 og fór síðan aftur í eitt ár frá 1997 til ’98 til að klára doktorsritgerðina.“ Hann bendir á að fyrstu þrjú árin sem hann bjó úti hafi John Major verið forsætisráðherra og mikið gengið á. „Það leið varla mánuður að einhver ráðherra segði ekki af sér vegna einhverra skandala. Og það var mikil ólga í bresku samfélagi,“ segir Baldur, en engu að síður hafi verið dásamlegt að búa þar. „Ég var dálítið í London vegna þess að ég var dálítið mikið á bókasafninu í London School of Economics við skriftir,“ segir hann og bætir því við að það sé mjög gaman að búa erlendis um tíma og geta sett sig inn í þjóðfélagsmál annars staðar. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vakti athygli fyrir vasklega framgöngu þegar hann greindi stjórnmálaástandið í beinni útsendingu fréttastofu Stöðvar 2 í síðustu viku. Það var ein eftirminnilegasta atburðarás í íslenskri stjórnmálasögu. Markaðurinn sló á þráðinn til þess að forvitnast meira um þennan mann. „Ég sit hérna á flugvelli erlendis og er að bíða. Ég er að fara að kenna í Tallinn um smáríki,“ segir Baldur þegar Markaðurinn nær tali af honum. „Þeir hafa ennþá þá trú í Talinn að smáríki geti áorkað einhverju í heiminum,“ segir hann léttur í bragði. Baldur byrjaði að kenna sem stundakennari í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 1995. Hann var svo ráðinn lektor árið 2000. „Ég kláraði doktorsritgerð frá háskólanum í Essex á Englandi 1999. Og ég var svo heppinn að það var auglýst staða um svipað leyti við deildina,“ segir hann. Þótt Baldur hafi í síðustu viku haft hugann allan við íslensk stjórnmál og stjórnskipan hefur hann þó mesta áherslu lagt á Evrópusambandið í sínum fræðastörfum. „Ég skrifaði um möguleika smáríkja til áhrifa innan Evrópusambandsins og fjallaði þá um sjö smærri ríki sem þá voru aðilar að sambandinu,“ segir Baldur, aðspurður hvert efni doktorsverkefnis hans hafi verið. „Ástæðan fyrir því að ég valdi mér þetta viðfangsefni var að mig langaði til að átta mig á því hver staða Íslands yrði innan sambandsins og hverjir væru möguleikar Íslands til áhrifa,“ segir Baldur. Hann bendir á að það sé ekki hægt að gera rannsókn á þessu viðfangsefni út af fyrir sig. „En ég skrifaði meistararitgerð frá sama skóla um stöðu Írlands í sambandinu. Svo ákvað ég að rannsaka önnur smáríki í sambandinu í doktorsritgerðinni til þess að reyna að átta mig á því hvort Íslendingar gætu komið sínum lykilmálum á framfæri innan sambandsins og haft áhrif.“ Baldur segir niðurstöðuna í mjög stuttu máli hafa verið þá að í þeim málaflokkum sem smáríki einblína á geta þau mjög auðveldlega varið sína hagsmuni og haft áhrif í þeim. „Hins vegar gerir smæðin það að verkum að þau geta ekki verið að skipta sér af öllum málum innan sambandsins. Þau verða að forgangsraða mjög stíft og einblína svo á lykilhagsmuni.“ Baldur bjó um árabil í Bretlandi á meðan hann stundaði nám og lætur vel af þeirri reynslu. „Ég bjó í Bretlandi frá 1992 til ’95 og fór síðan aftur í eitt ár frá 1997 til ’98 til að klára doktorsritgerðina.“ Hann bendir á að fyrstu þrjú árin sem hann bjó úti hafi John Major verið forsætisráðherra og mikið gengið á. „Það leið varla mánuður að einhver ráðherra segði ekki af sér vegna einhverra skandala. Og það var mikil ólga í bresku samfélagi,“ segir Baldur, en engu að síður hafi verið dásamlegt að búa þar. „Ég var dálítið í London vegna þess að ég var dálítið mikið á bókasafninu í London School of Economics við skriftir,“ segir hann og bætir því við að það sé mjög gaman að búa erlendis um tíma og geta sett sig inn í þjóðfélagsmál annars staðar.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira