Var djúpt sokkin ofan í skafl Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. september 2012 11:12 Hér má sjá þegar kindin er toguð út úr skaflinum. Um 300 manns frá björgunarsveitum eru við fjárleit á Norðurlandi í dag, en leit hefur staðið yfir nánast viðstöðulaust frá því að óveðrið gekk yfir í byrjun vikunnar. Elías Frímann Elvarsson, í björgunarsveitinni á Húsavík, náði mögnuðum myndum af því þegar hann og Ómar Örn Jónsson, samstarfsmaður hans, náðu að moka lambi úr skafli. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er verið að leita á Þeistareykjum norðanverðum og koma fénu í hólf. Þaðan er það rekið í safnhólf sem er um 15 kílómetrum suður af Þeistareykjum. Ráðgert er að gera hið sama á suðursvæðinu á morgun. Þrátt fyrir að mikil vinna liggi í því að finna fé sem grafið er í snjó er ekki minna verkefni að koma því til byggða. Svæðið er erfitt yfirferðar og snjóþungt og ekki hægt að smala með göngumönnum. Því eru fjórhjól og sleðar notuð við smölunina og snjóbílar ryðja leiðir fyrir safnið til byggða. Leit mun framhaldið á Þeistareykjum næstu daga enda svæðið stórt, aðstæður krefjandi og þar er mikið fé. Leit er að mestu leiti lokið í Bárðardal en áfram er leitað á Reykjaheiði og í Flateyjardal auk þess sem verið er að aðstoða bændur í Kelduhverfi. Þar er leitað að fé í börðum og misgengissprungum. Verið er að hefja leit í Skarðsdal og Fnjóskadal og vonir standa til að hægt sé að klára leita þá í dag. Einnig eru verkefni í Eyjafirði og Hörgárdalsheiði. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg hefur veðrið ekki leikið við leitarmenn á Norðausturlandi í morgun; skyggni var lítið, þoka og súld en virðist vera að létta til. Björgunarsveitir eru einnig að störfum í Fitjadal, Gautsdal og Laxárdal í V-Húnavatnssýslu. Síðar í dag munu björgunarsveitamenn fara með bændum til að smala fé úr Sauðadal. Hópar verða sendir í Kolbeinsdal og Mælifellsdal. Afar misvísandi fregnir berast af ástandi fjárins. Mikið er þó að finnast á lífi en aðeins hefur tekist að gera grein fyrir hluta þess fjár sem saknað er.Fylgstu með því í myndskeiðinu hér að neðan þegar lambið er grafið úr fönn. Stórkostlegasti hluti myndskeiðsins er þegar 2 mínútur og 50 sekúndur eru liðnar. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Um 300 manns frá björgunarsveitum eru við fjárleit á Norðurlandi í dag, en leit hefur staðið yfir nánast viðstöðulaust frá því að óveðrið gekk yfir í byrjun vikunnar. Elías Frímann Elvarsson, í björgunarsveitinni á Húsavík, náði mögnuðum myndum af því þegar hann og Ómar Örn Jónsson, samstarfsmaður hans, náðu að moka lambi úr skafli. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er verið að leita á Þeistareykjum norðanverðum og koma fénu í hólf. Þaðan er það rekið í safnhólf sem er um 15 kílómetrum suður af Þeistareykjum. Ráðgert er að gera hið sama á suðursvæðinu á morgun. Þrátt fyrir að mikil vinna liggi í því að finna fé sem grafið er í snjó er ekki minna verkefni að koma því til byggða. Svæðið er erfitt yfirferðar og snjóþungt og ekki hægt að smala með göngumönnum. Því eru fjórhjól og sleðar notuð við smölunina og snjóbílar ryðja leiðir fyrir safnið til byggða. Leit mun framhaldið á Þeistareykjum næstu daga enda svæðið stórt, aðstæður krefjandi og þar er mikið fé. Leit er að mestu leiti lokið í Bárðardal en áfram er leitað á Reykjaheiði og í Flateyjardal auk þess sem verið er að aðstoða bændur í Kelduhverfi. Þar er leitað að fé í börðum og misgengissprungum. Verið er að hefja leit í Skarðsdal og Fnjóskadal og vonir standa til að hægt sé að klára leita þá í dag. Einnig eru verkefni í Eyjafirði og Hörgárdalsheiði. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg hefur veðrið ekki leikið við leitarmenn á Norðausturlandi í morgun; skyggni var lítið, þoka og súld en virðist vera að létta til. Björgunarsveitir eru einnig að störfum í Fitjadal, Gautsdal og Laxárdal í V-Húnavatnssýslu. Síðar í dag munu björgunarsveitamenn fara með bændum til að smala fé úr Sauðadal. Hópar verða sendir í Kolbeinsdal og Mælifellsdal. Afar misvísandi fregnir berast af ástandi fjárins. Mikið er þó að finnast á lífi en aðeins hefur tekist að gera grein fyrir hluta þess fjár sem saknað er.Fylgstu með því í myndskeiðinu hér að neðan þegar lambið er grafið úr fönn. Stórkostlegasti hluti myndskeiðsins er þegar 2 mínútur og 50 sekúndur eru liðnar.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira