Var djúpt sokkin ofan í skafl Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. september 2012 11:12 Hér má sjá þegar kindin er toguð út úr skaflinum. Um 300 manns frá björgunarsveitum eru við fjárleit á Norðurlandi í dag, en leit hefur staðið yfir nánast viðstöðulaust frá því að óveðrið gekk yfir í byrjun vikunnar. Elías Frímann Elvarsson, í björgunarsveitinni á Húsavík, náði mögnuðum myndum af því þegar hann og Ómar Örn Jónsson, samstarfsmaður hans, náðu að moka lambi úr skafli. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er verið að leita á Þeistareykjum norðanverðum og koma fénu í hólf. Þaðan er það rekið í safnhólf sem er um 15 kílómetrum suður af Þeistareykjum. Ráðgert er að gera hið sama á suðursvæðinu á morgun. Þrátt fyrir að mikil vinna liggi í því að finna fé sem grafið er í snjó er ekki minna verkefni að koma því til byggða. Svæðið er erfitt yfirferðar og snjóþungt og ekki hægt að smala með göngumönnum. Því eru fjórhjól og sleðar notuð við smölunina og snjóbílar ryðja leiðir fyrir safnið til byggða. Leit mun framhaldið á Þeistareykjum næstu daga enda svæðið stórt, aðstæður krefjandi og þar er mikið fé. Leit er að mestu leiti lokið í Bárðardal en áfram er leitað á Reykjaheiði og í Flateyjardal auk þess sem verið er að aðstoða bændur í Kelduhverfi. Þar er leitað að fé í börðum og misgengissprungum. Verið er að hefja leit í Skarðsdal og Fnjóskadal og vonir standa til að hægt sé að klára leita þá í dag. Einnig eru verkefni í Eyjafirði og Hörgárdalsheiði. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg hefur veðrið ekki leikið við leitarmenn á Norðausturlandi í morgun; skyggni var lítið, þoka og súld en virðist vera að létta til. Björgunarsveitir eru einnig að störfum í Fitjadal, Gautsdal og Laxárdal í V-Húnavatnssýslu. Síðar í dag munu björgunarsveitamenn fara með bændum til að smala fé úr Sauðadal. Hópar verða sendir í Kolbeinsdal og Mælifellsdal. Afar misvísandi fregnir berast af ástandi fjárins. Mikið er þó að finnast á lífi en aðeins hefur tekist að gera grein fyrir hluta þess fjár sem saknað er.Fylgstu með því í myndskeiðinu hér að neðan þegar lambið er grafið úr fönn. Stórkostlegasti hluti myndskeiðsins er þegar 2 mínútur og 50 sekúndur eru liðnar. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Fleiri fréttir Konan liggur enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Sjá meira
Um 300 manns frá björgunarsveitum eru við fjárleit á Norðurlandi í dag, en leit hefur staðið yfir nánast viðstöðulaust frá því að óveðrið gekk yfir í byrjun vikunnar. Elías Frímann Elvarsson, í björgunarsveitinni á Húsavík, náði mögnuðum myndum af því þegar hann og Ómar Örn Jónsson, samstarfsmaður hans, náðu að moka lambi úr skafli. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er verið að leita á Þeistareykjum norðanverðum og koma fénu í hólf. Þaðan er það rekið í safnhólf sem er um 15 kílómetrum suður af Þeistareykjum. Ráðgert er að gera hið sama á suðursvæðinu á morgun. Þrátt fyrir að mikil vinna liggi í því að finna fé sem grafið er í snjó er ekki minna verkefni að koma því til byggða. Svæðið er erfitt yfirferðar og snjóþungt og ekki hægt að smala með göngumönnum. Því eru fjórhjól og sleðar notuð við smölunina og snjóbílar ryðja leiðir fyrir safnið til byggða. Leit mun framhaldið á Þeistareykjum næstu daga enda svæðið stórt, aðstæður krefjandi og þar er mikið fé. Leit er að mestu leiti lokið í Bárðardal en áfram er leitað á Reykjaheiði og í Flateyjardal auk þess sem verið er að aðstoða bændur í Kelduhverfi. Þar er leitað að fé í börðum og misgengissprungum. Verið er að hefja leit í Skarðsdal og Fnjóskadal og vonir standa til að hægt sé að klára leita þá í dag. Einnig eru verkefni í Eyjafirði og Hörgárdalsheiði. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg hefur veðrið ekki leikið við leitarmenn á Norðausturlandi í morgun; skyggni var lítið, þoka og súld en virðist vera að létta til. Björgunarsveitir eru einnig að störfum í Fitjadal, Gautsdal og Laxárdal í V-Húnavatnssýslu. Síðar í dag munu björgunarsveitamenn fara með bændum til að smala fé úr Sauðadal. Hópar verða sendir í Kolbeinsdal og Mælifellsdal. Afar misvísandi fregnir berast af ástandi fjárins. Mikið er þó að finnast á lífi en aðeins hefur tekist að gera grein fyrir hluta þess fjár sem saknað er.Fylgstu með því í myndskeiðinu hér að neðan þegar lambið er grafið úr fönn. Stórkostlegasti hluti myndskeiðsins er þegar 2 mínútur og 50 sekúndur eru liðnar.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Fleiri fréttir Konan liggur enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Sjá meira