Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkju Bjarki Ármannsson skrifar 19. maí 2015 20:45 Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis í flugi Wow Air nú á dögunum. Vísir Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. Sjálfur sagði þingmaðurinn fyrr í dag að hann hafi verið með magakveisu en bæði DV, sem fyrst greindi frá málinu, og Nútíminn segjast hafa það frá öðrum að hann hafi verið áberandi ölvaður í fluginu. Tinna Margrét Jóhannsdóttir segist í samtali við Vísi hafa verið meðal þeirra farþega sem Ásmundur kastaði upp á í fluginu. Hann hafi ælt yfir margar sætaraðir og fullt af fólki. Hún segir það ekki hafa farið á milli mála að þingmaðurinn hafi verið ofurölvi.„Kjaftæði“ að magakveisu hafi verið um að kenna „Hann bara stóð ekki í lappirnar, hann þurfti að styðja sig við staur þarna hjá vegabréfaeftirlitinu,“ segir Tinna. „Ég sá líka að flugfreyjurnar voru alltaf þarna. Hann var pissfullur bara, þetta var engin magakveisa. Það er bara kjaftæði.“ Tinna segist hafa spurt flugfreyjurnar út í málið eftir að Ásmundur ældi á hana og að þær hafi sagt henni að hann hafi verið búinn að drekka áfengi alla leiðina. Langt var liðið á flugið til Washington þegar Ásmundur kastaði upp en Tinna segir að hún og vinkona hennar hafi báðar fengið ælu á sæti sín. Bandaríkjamaður rétt hjá hafi þó fengið mest á sig og þurft að skipta um föt. „Hann yrti ekki á fólk,“ segir Tinna um viðbrögð Ásmundar Einars. „Hann baðst ekki afsökunar eða neitt, hann lét bara eins og ekkert hefði í skorist.“Á leið til læknis vegna kveisunnar Ekki náðist í Ásmund Einar við vinnslu fréttarinnar. Í samtali við DV fyrr í dag þvertók hann hinsvegar fyrir að hann hafi verið ofurölvi í fluginu og kenndi veikindum um. Heimildir Nútímans herma svo að í fluginu hafi Ásmundur gefið þær skýringar að hann hafi drukkið ofan í svefnlyf. „Ég fékk einhverja magakveisu þennan dag og hélt engu niðri,” segir Ásmundur við DV. “Ég ældi út um allt. Ekki bara á leiðinni út heldur í Washington og í flugvélinni á leiðinni heim. Ég er á leiðinni til læknis núna seinna í vikunni.“ Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa Wow, hafa engar kvartanir borist til félagsins frá farþegum. Málið hefur vakið talsverða athygli í fjölmiðlum í dag og netverjar slegið á létta strengi á Twitter með kassamerkinu #ásiaðfásér.#ásiaðfásér Tweets Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. Sjálfur sagði þingmaðurinn fyrr í dag að hann hafi verið með magakveisu en bæði DV, sem fyrst greindi frá málinu, og Nútíminn segjast hafa það frá öðrum að hann hafi verið áberandi ölvaður í fluginu. Tinna Margrét Jóhannsdóttir segist í samtali við Vísi hafa verið meðal þeirra farþega sem Ásmundur kastaði upp á í fluginu. Hann hafi ælt yfir margar sætaraðir og fullt af fólki. Hún segir það ekki hafa farið á milli mála að þingmaðurinn hafi verið ofurölvi.„Kjaftæði“ að magakveisu hafi verið um að kenna „Hann bara stóð ekki í lappirnar, hann þurfti að styðja sig við staur þarna hjá vegabréfaeftirlitinu,“ segir Tinna. „Ég sá líka að flugfreyjurnar voru alltaf þarna. Hann var pissfullur bara, þetta var engin magakveisa. Það er bara kjaftæði.“ Tinna segist hafa spurt flugfreyjurnar út í málið eftir að Ásmundur ældi á hana og að þær hafi sagt henni að hann hafi verið búinn að drekka áfengi alla leiðina. Langt var liðið á flugið til Washington þegar Ásmundur kastaði upp en Tinna segir að hún og vinkona hennar hafi báðar fengið ælu á sæti sín. Bandaríkjamaður rétt hjá hafi þó fengið mest á sig og þurft að skipta um föt. „Hann yrti ekki á fólk,“ segir Tinna um viðbrögð Ásmundar Einars. „Hann baðst ekki afsökunar eða neitt, hann lét bara eins og ekkert hefði í skorist.“Á leið til læknis vegna kveisunnar Ekki náðist í Ásmund Einar við vinnslu fréttarinnar. Í samtali við DV fyrr í dag þvertók hann hinsvegar fyrir að hann hafi verið ofurölvi í fluginu og kenndi veikindum um. Heimildir Nútímans herma svo að í fluginu hafi Ásmundur gefið þær skýringar að hann hafi drukkið ofan í svefnlyf. „Ég fékk einhverja magakveisu þennan dag og hélt engu niðri,” segir Ásmundur við DV. “Ég ældi út um allt. Ekki bara á leiðinni út heldur í Washington og í flugvélinni á leiðinni heim. Ég er á leiðinni til læknis núna seinna í vikunni.“ Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa Wow, hafa engar kvartanir borist til félagsins frá farþegum. Málið hefur vakið talsverða athygli í fjölmiðlum í dag og netverjar slegið á létta strengi á Twitter með kassamerkinu #ásiaðfásér.#ásiaðfásér Tweets
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira