Vann alþjóðlega forritunarkeppni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. september 2013 06:45 Kjartan Örn Styrkársson er 11 ára forritari Mynd/úr safni Kjartan Örn Styrkársson, 11 ára, bar sigur úr býtum í alþjóðlegu forritunarkeppninni Kodu Cup Challenge í aldursflokknum 9-12 ára. Hann hlýtur að launum þrjú þúsund dali, eða 365 þúsund krónur, frá bandaríska tölvufyrirtækinu Microsoft. Í dag mun forseti Íslands afhenda Kjartani verðlaunin á sal í Melaskóla, þar sem Kjartan er nemandi í sjötta bekk, að viðstöddum öllum nemendum skólans. Yfirskrift keppninnar í ár var „Kraftur æskunnar, sála plánetunnar“ og voru verkefni keppninnar að skoða sambandið á milli fólks og vatns. Leikur Kjartans ber heitið Eyðum menguninni þar sem markmið spilarans er að útrýma illri verksmiðju sem mengar andrúmsloftið og reyna um leið að uppgötva hreinar uppsprettur og vatnsból. „Mig langaði að koma því á framfæri hvað vatn er mikilvægur hluti lífs á jörðinni og að við verðum að gæta þess að menga ekki vatnsforðann okkar. Ég lenti líka í 1. sæti í forkeppninni á Íslandi og ég er virkilega hamingjusamur að hafa fengið fyrstu verðlaunin í alþjóðlegu keppninni í mínum aldursflokki. Ef maður er vinnusamur og vandar sig þá geta ótrúlegustu hlutir gerst,“ segir Kjartan Örn. Eftir efnahagshrunið haustið 2008 ákvað Microsoft að setja á laggirnar ýmis verkefni sem stutt gætu við samfélagið í gegnum erfiðleikana. Eitt af því var YouthSpark verkefnið sem snýst um að styrkja ungt fólk með forritunarkennslu og forritunarkeppnum. Kodu Cup Challenge varð til upp úr þeirri vinnu og geta börn hvaðanæva að úr heiminum tekið þátt og spreytt sig á keppni í forritun. Kodu er forrit sem gerir börnum kleift að hanna sinn eigin leik fyrir PC-tölvur og Xbox-leikjatölvur í gegnum einfalt og myndrænt forritunarmál. Kodu kennir krökkum hvernig á að nota ímyndunaraflið og sköpunarkraftinn, leysa vandamál, segja sögur og forrita. Leikjavísir Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Kjartan Örn Styrkársson, 11 ára, bar sigur úr býtum í alþjóðlegu forritunarkeppninni Kodu Cup Challenge í aldursflokknum 9-12 ára. Hann hlýtur að launum þrjú þúsund dali, eða 365 þúsund krónur, frá bandaríska tölvufyrirtækinu Microsoft. Í dag mun forseti Íslands afhenda Kjartani verðlaunin á sal í Melaskóla, þar sem Kjartan er nemandi í sjötta bekk, að viðstöddum öllum nemendum skólans. Yfirskrift keppninnar í ár var „Kraftur æskunnar, sála plánetunnar“ og voru verkefni keppninnar að skoða sambandið á milli fólks og vatns. Leikur Kjartans ber heitið Eyðum menguninni þar sem markmið spilarans er að útrýma illri verksmiðju sem mengar andrúmsloftið og reyna um leið að uppgötva hreinar uppsprettur og vatnsból. „Mig langaði að koma því á framfæri hvað vatn er mikilvægur hluti lífs á jörðinni og að við verðum að gæta þess að menga ekki vatnsforðann okkar. Ég lenti líka í 1. sæti í forkeppninni á Íslandi og ég er virkilega hamingjusamur að hafa fengið fyrstu verðlaunin í alþjóðlegu keppninni í mínum aldursflokki. Ef maður er vinnusamur og vandar sig þá geta ótrúlegustu hlutir gerst,“ segir Kjartan Örn. Eftir efnahagshrunið haustið 2008 ákvað Microsoft að setja á laggirnar ýmis verkefni sem stutt gætu við samfélagið í gegnum erfiðleikana. Eitt af því var YouthSpark verkefnið sem snýst um að styrkja ungt fólk með forritunarkennslu og forritunarkeppnum. Kodu Cup Challenge varð til upp úr þeirri vinnu og geta börn hvaðanæva að úr heiminum tekið þátt og spreytt sig á keppni í forritun. Kodu er forrit sem gerir börnum kleift að hanna sinn eigin leik fyrir PC-tölvur og Xbox-leikjatölvur í gegnum einfalt og myndrænt forritunarmál. Kodu kennir krökkum hvernig á að nota ímyndunaraflið og sköpunarkraftinn, leysa vandamál, segja sögur og forrita.
Leikjavísir Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira