Vandamál öryrkja á Norðurlöndum Lilja Þorgeirsdóttir skrifar 21. apríl 2012 06:00 Sífellt fleiri öryrkjar sem hafa búið í öðru norrænu ríki leita til ráðgjafa ÖBÍ vegna þess að þeir fá ekki örorkulífeyrisgreiðslur frá almannatryggingakerfinu frá því landi sem þeir bjuggu í. Meginástæðan er sú að mismunandi lög og reglur gilda í hverju landi og ólík túlkun og framkvæmd þeirra. Þá getur fólk verið með örorkumat í einu norrænu landi á sama tíma og það fær ekki mat í öðru. Mismunandi matsaðferðum er beitt og ekki er tekið tillit til örorkumats í öðrum löndum. Vandamálum hefur fjölgað á síðustu árum meðal annars vegna kreppunnar og breytts pólitísks landslags. Þeir sem fá ekki greiðslur erlendis frá eiga í erfiðleikum með að framfleyta sér hér á landi.Tvö dæmi um öryrkja sem búa á Íslandi: Kona, um fimmtugt, fær ekki greiðslur frá Danmörku þar sem hún bjó í 20 ár. Á Íslandi veikist hún og verður óvinnufær. Tryggingastofnun ríkisins (TR) samþykkir að hún fái tímabundið örorkumat. Hún fær 52% af þeim örorkulífeyrisgreiðslum sem hún á rétt á frá Íslandi. Það sem upp á vantar á hún að fá frá Danmörku. Pensionsstyrelsen í Danmörku metur að hún eigi ekki rétt á greiðslum þar sem starfsgeta hennar sé ekki varanlega skert og að hún geti, eftir mikla endurhæfingu, hugsanlega unnið í hlutastarfi og fengið aðstoð samkvæmt dönskum lögum sem nefnist „fleksjob“. Vandamálið er að á Íslandi fær fólk sjaldnast varanlegt örorkumat og úrlausnin „fleksjob“ er ekki til á Íslandi. Konan fær því aðeins 52% af örorkulífeyrisgreiðslum sem hún á rétt á og engin lausn í sjónmáli fyrr en hún kemst á eftirlaun því þá fær hún það sem upp á vantar frá Danmörku. Karlmaður, rúmlega fertugur, fær ekki greiðslur frá Svíþjóð þar sem hann bjó í 20 ár. Þegar hann bjó í Svíþjóð fékk hann tímabundið örorkumat. Hann flutti síðan til Íslands og fékk örorkumat. Þegar sænska örorkumatið rann út sótti hann um aftur en var synjað. Ísland greiðir nú aðeins hluta þeirra örorkulífeyrisgreiðslna sem hann á rétt á eða um 30% þar sem hann hafði ekki búið lengi hérlendis þegar hann varð öryrki. Það sem upp á vantar á hann að sækja til Svíþjóðar. Försäkringskassan í Svíþjóð mat hann þannig að starfsgeta hans væri ekki skert um að minnsta kosti fjórðung hvað snertir öll störf á vinnumarkaðnum, þar með talin störf á vernduðum vinnustöðum og önnur vernduð störf. Til að fá örorkumat í Svíþjóð yrði skerðingin að vera varanleg um fyrirsjáanlega framtíð og allir möguleikar á endurhæfingu að fullu nýttir. Ljóst er að hann getur ekki framfleytt sér þrátt fyrir að hann fái fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi sem er neyðaraðstoð til skamms tíma.Reglur á Íslandi Réttur til örorkulífeyris á Íslandi myndast á aldrinum 16-67 ára og miðast við að viðkomandi búi í 40 ár hérlendis. Örorkulífeyrisgreiðslur eru uppreiknaðar eftir ákveðinni reiknireglu og skiptir ekki máli hvort viðkomandi sé með íslenskan ríkisborgararétt. Vert er að benda á að frá 1. janúar 2010 lýtur endurhæfingarlífeyrir sömu reglum um búsetuhlutfallsútreikning og örorkulífeyrir. Eftir breytinguna geta þeir, sem búið hafa erlendis, lent í þeirri stöðu að fá skertan endurhæfingarlífeyri á Íslandi og engar greiðslur erlendis frá þar sem hann er ekki greiddur úr landi. Því er fólki bent á að sækja um örorkulífeyri en sú leið getur leitt til þess að fólk fái synjun á örorkumati erlendis á þeim forsendum að endurhæfing hafi ekki verið fullreynd.Skortur á aðstoð Starfsfólk TR aðstoðar fólk við að sækja um örorkulífeyri í öðrum löndum. Ef umsókn er synjað fær fólk ekki aðstoð við að kæra. Hver og einn þarf sjálfur að leita réttar síns sem getur reynst erfitt fyrir fólk með fötlun eða alvarlegan sjúkdóm.Brýnt að leysa sem fyrst Umsóknarferlið um örorkulífeyri erlendis frá getur tekið nokkur ár. Á meðan lifir fólk á tekjum undir lágmarksframfærslu. Rétt er að öryrkjar fái óskertar greiðslur í sínu landi á meðan beðið er eftir niðurstöðu erlendis frá og að Norðurlöndin skipti kostnaði á milli sín eftir ákveðnum reglum. Þá þarf að leysa mál þeirra sem fá synjun erlendis þrátt fyrir gilt örorkumat á Íslandi. Mögulega þarf að setja reglur um að örorkumat í einu Norðurlandanna gildi í öðru. ÖBÍ hefur unnið markvisst að því að koma þessum málum á framfæri á norrænum vettvangi og hér innanlands en ljóst er að betur má ef duga skal. Mál þessi þarf að leysa sem allra fyrst. Samræma þarf lög og reglur um örorkumat milli norrænu landanna. Einnig er nauðsynlegt að fólk fái aðstoð við að leita réttar síns hjá opinberum aðilum. Málum á eftir að fjölga á næstu árum vegna aukins flutnings fólks á milli landa. Stjórnmálamenn ættu að láta sér þessi mál varða til að þeir öryrkjar, sem hafa búið í fleiri en einu Norðurlandanna, getið notið sjálfsagðra mannréttinda í norræna velferðarkerfinu sem við viljum kenna okkur við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Sífellt fleiri öryrkjar sem hafa búið í öðru norrænu ríki leita til ráðgjafa ÖBÍ vegna þess að þeir fá ekki örorkulífeyrisgreiðslur frá almannatryggingakerfinu frá því landi sem þeir bjuggu í. Meginástæðan er sú að mismunandi lög og reglur gilda í hverju landi og ólík túlkun og framkvæmd þeirra. Þá getur fólk verið með örorkumat í einu norrænu landi á sama tíma og það fær ekki mat í öðru. Mismunandi matsaðferðum er beitt og ekki er tekið tillit til örorkumats í öðrum löndum. Vandamálum hefur fjölgað á síðustu árum meðal annars vegna kreppunnar og breytts pólitísks landslags. Þeir sem fá ekki greiðslur erlendis frá eiga í erfiðleikum með að framfleyta sér hér á landi.Tvö dæmi um öryrkja sem búa á Íslandi: Kona, um fimmtugt, fær ekki greiðslur frá Danmörku þar sem hún bjó í 20 ár. Á Íslandi veikist hún og verður óvinnufær. Tryggingastofnun ríkisins (TR) samþykkir að hún fái tímabundið örorkumat. Hún fær 52% af þeim örorkulífeyrisgreiðslum sem hún á rétt á frá Íslandi. Það sem upp á vantar á hún að fá frá Danmörku. Pensionsstyrelsen í Danmörku metur að hún eigi ekki rétt á greiðslum þar sem starfsgeta hennar sé ekki varanlega skert og að hún geti, eftir mikla endurhæfingu, hugsanlega unnið í hlutastarfi og fengið aðstoð samkvæmt dönskum lögum sem nefnist „fleksjob“. Vandamálið er að á Íslandi fær fólk sjaldnast varanlegt örorkumat og úrlausnin „fleksjob“ er ekki til á Íslandi. Konan fær því aðeins 52% af örorkulífeyrisgreiðslum sem hún á rétt á og engin lausn í sjónmáli fyrr en hún kemst á eftirlaun því þá fær hún það sem upp á vantar frá Danmörku. Karlmaður, rúmlega fertugur, fær ekki greiðslur frá Svíþjóð þar sem hann bjó í 20 ár. Þegar hann bjó í Svíþjóð fékk hann tímabundið örorkumat. Hann flutti síðan til Íslands og fékk örorkumat. Þegar sænska örorkumatið rann út sótti hann um aftur en var synjað. Ísland greiðir nú aðeins hluta þeirra örorkulífeyrisgreiðslna sem hann á rétt á eða um 30% þar sem hann hafði ekki búið lengi hérlendis þegar hann varð öryrki. Það sem upp á vantar á hann að sækja til Svíþjóðar. Försäkringskassan í Svíþjóð mat hann þannig að starfsgeta hans væri ekki skert um að minnsta kosti fjórðung hvað snertir öll störf á vinnumarkaðnum, þar með talin störf á vernduðum vinnustöðum og önnur vernduð störf. Til að fá örorkumat í Svíþjóð yrði skerðingin að vera varanleg um fyrirsjáanlega framtíð og allir möguleikar á endurhæfingu að fullu nýttir. Ljóst er að hann getur ekki framfleytt sér þrátt fyrir að hann fái fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi sem er neyðaraðstoð til skamms tíma.Reglur á Íslandi Réttur til örorkulífeyris á Íslandi myndast á aldrinum 16-67 ára og miðast við að viðkomandi búi í 40 ár hérlendis. Örorkulífeyrisgreiðslur eru uppreiknaðar eftir ákveðinni reiknireglu og skiptir ekki máli hvort viðkomandi sé með íslenskan ríkisborgararétt. Vert er að benda á að frá 1. janúar 2010 lýtur endurhæfingarlífeyrir sömu reglum um búsetuhlutfallsútreikning og örorkulífeyrir. Eftir breytinguna geta þeir, sem búið hafa erlendis, lent í þeirri stöðu að fá skertan endurhæfingarlífeyri á Íslandi og engar greiðslur erlendis frá þar sem hann er ekki greiddur úr landi. Því er fólki bent á að sækja um örorkulífeyri en sú leið getur leitt til þess að fólk fái synjun á örorkumati erlendis á þeim forsendum að endurhæfing hafi ekki verið fullreynd.Skortur á aðstoð Starfsfólk TR aðstoðar fólk við að sækja um örorkulífeyri í öðrum löndum. Ef umsókn er synjað fær fólk ekki aðstoð við að kæra. Hver og einn þarf sjálfur að leita réttar síns sem getur reynst erfitt fyrir fólk með fötlun eða alvarlegan sjúkdóm.Brýnt að leysa sem fyrst Umsóknarferlið um örorkulífeyri erlendis frá getur tekið nokkur ár. Á meðan lifir fólk á tekjum undir lágmarksframfærslu. Rétt er að öryrkjar fái óskertar greiðslur í sínu landi á meðan beðið er eftir niðurstöðu erlendis frá og að Norðurlöndin skipti kostnaði á milli sín eftir ákveðnum reglum. Þá þarf að leysa mál þeirra sem fá synjun erlendis þrátt fyrir gilt örorkumat á Íslandi. Mögulega þarf að setja reglur um að örorkumat í einu Norðurlandanna gildi í öðru. ÖBÍ hefur unnið markvisst að því að koma þessum málum á framfæri á norrænum vettvangi og hér innanlands en ljóst er að betur má ef duga skal. Mál þessi þarf að leysa sem allra fyrst. Samræma þarf lög og reglur um örorkumat milli norrænu landanna. Einnig er nauðsynlegt að fólk fái aðstoð við að leita réttar síns hjá opinberum aðilum. Málum á eftir að fjölga á næstu árum vegna aukins flutnings fólks á milli landa. Stjórnmálamenn ættu að láta sér þessi mál varða til að þeir öryrkjar, sem hafa búið í fleiri en einu Norðurlandanna, getið notið sjálfsagðra mannréttinda í norræna velferðarkerfinu sem við viljum kenna okkur við.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar