Enski boltinn

Van Gaal vonast eftir fyrsta útisigrinum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Van Gaal
Van Gaal vísir/getty
Louis van Gaal stýrir Manchester United í sjöunda sinn á útivelli í dag þegar liðið sækir Arsenal heim í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta klukkan 17:30.

Manchester United hefur ekki unnið á útivelli undir stjórn Van Gaal en liðið hefur tapað tveimur leikjum á útivelli í deildinni og gert þrjú jafntefli auk þess sem liðið steinlá 4-0 gegn MK Dons á útivelli í deildarbikarnum.

„Þetta er merkilegt,“ sagði hollenski þjálfari Manchester United á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag.

„Fyrir mér höfum við ekki leikið öðruvísi á útivelli en heima. En það er staðreynd að við höfum ekki ennþá unnið. Kannski verður fyrsti sigurinn gegn Arsenal, hver veit.

„Það er mikilvægt að komast á sigurbraut og trúðu mér, Manchester United, knattspyrnustjóri Manchester United, allir leikmennirnir og starfsmenn vilja vinna alla leiki og við gerum allt til að vinna í hverri viku,“ sagði Van Gaal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×