Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Svavar Hávarðsson skrifar 23. apríl 2015 00:01 Mikið vatnstjón hefur orðið í göngunum. Ljóst er að endurtekin vandamál vegna vatnsleka í Vaðlaheiðargöngum munu tefja verkið svo mánuðum skiptir með tilheyrandi kostnaði. Fyrri dæmi um áþekkan vanda í gangagerð á Íslandi benda til að sá kostnaður muni hlaupa á hundruðum milljóna ef ekki milljörðum. „Það er ljóst að það eru komnar verulegar tafir. Kostnaður mun aukast, en við vitum ekki á þessum tímapunkti hversu mikill nákvæmlega. Það væri skot út í myrkrið að nefna tölu á þessu stigi málsins. Allar tafir eru líka áhyggjuefni hvað varðar rekstur ganganna; að það dragist að við fáum tekjur af göngunum. Það átti að afhenda göngin í desember 2016 og ef við missum ekki ferðamannasumarið á eftir þá erum við í skaplegri málum. Það er mikið í húfi að leysa þennan vanda,“ segir Pétur Þór Jónasson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga hf., og bætir við að í dag og á morgun muni menn setjast yfir hvernig best sé að halda verkinu áfram. Í niðurstöðum greininga IFS greiningar fyrir fjármálaráðuneytið á forsendum Vaðlaheiðarganga frá 2012 segir að félagið standi ekki nægilega styrkum fótum hvað varðar fjármögnun. „Fjárhagslegt svigrúm félagsins til að standa af sér neikvæða fjárhagslega atburði, s.s. vegna hærri stofnkostnaðar eða tafa á framkvæmdatíma er því mjög takmarkað.“ Þar segir einnig að ekki liggi fyrir hver bera eigi fjárhagslega áhættu verksins en allar líkur séu á að það verði lánveitandinn – ríkið. Spurður um ályktanir IFS greiningar og stöðu Vaðlaheiðarganga hf., segir Pétur ljóst að staðan kalli á hærri lánveitingu en liggur fyrir í dag. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir svo marga óvissuþætti uppi varðandi framkvæmdina nú að óábyrgt sé að setja á það verðmiða. Hann hafi ekki forsendur til þess, enda hafi Vegagerðin ekki beina aðkomu að verkinu lengur. Aðspurður telur hann hins vegar enga ástæðu til að halda að tafir og kostnaður við Vaðlaheiðargöng verði minni en við Héðinsfjarðargöng þar sem vatnselgur olli því að verkið fór 17% fram úr kostnaðaráætlun.Þykir ljóst að 5 mánuðir séu tapaðir - Gert var ráð fyrir að framkvæmdum yrði lokið við Vaðlaheiðargöng í árslok 2016, gangagröftur kláraðist í september 2015 og annar frágangur tæki um 15 mánuði. - Kostnaðaráætlun við göngin mun vera í kringum 11 milljarða króna. - Fjármálaráðuneytið fjármagnar verkefnið. Ríkið tekur sérstakt lán og endurlánar Vaðlaheiðargöngum ehf. en göngin eru ekki á samgönguáætlun. - Tafir vegna heitavatnslekans í göngunum er þegar metinn fimm mánuðir, en óvíst er hvað lekinn sem kom upp á laugardaginn þýðir. - Verklok Héðinsfjarðarganga töfðust um ár, en göngin voru vígð í byrjun október 2010. - Uppreiknuð upphafleg áætlun var 13,9 milljarðar króna en heildarkostnaður 16,3 milljarðar. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Ljóst er að endurtekin vandamál vegna vatnsleka í Vaðlaheiðargöngum munu tefja verkið svo mánuðum skiptir með tilheyrandi kostnaði. Fyrri dæmi um áþekkan vanda í gangagerð á Íslandi benda til að sá kostnaður muni hlaupa á hundruðum milljóna ef ekki milljörðum. „Það er ljóst að það eru komnar verulegar tafir. Kostnaður mun aukast, en við vitum ekki á þessum tímapunkti hversu mikill nákvæmlega. Það væri skot út í myrkrið að nefna tölu á þessu stigi málsins. Allar tafir eru líka áhyggjuefni hvað varðar rekstur ganganna; að það dragist að við fáum tekjur af göngunum. Það átti að afhenda göngin í desember 2016 og ef við missum ekki ferðamannasumarið á eftir þá erum við í skaplegri málum. Það er mikið í húfi að leysa þennan vanda,“ segir Pétur Þór Jónasson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga hf., og bætir við að í dag og á morgun muni menn setjast yfir hvernig best sé að halda verkinu áfram. Í niðurstöðum greininga IFS greiningar fyrir fjármálaráðuneytið á forsendum Vaðlaheiðarganga frá 2012 segir að félagið standi ekki nægilega styrkum fótum hvað varðar fjármögnun. „Fjárhagslegt svigrúm félagsins til að standa af sér neikvæða fjárhagslega atburði, s.s. vegna hærri stofnkostnaðar eða tafa á framkvæmdatíma er því mjög takmarkað.“ Þar segir einnig að ekki liggi fyrir hver bera eigi fjárhagslega áhættu verksins en allar líkur séu á að það verði lánveitandinn – ríkið. Spurður um ályktanir IFS greiningar og stöðu Vaðlaheiðarganga hf., segir Pétur ljóst að staðan kalli á hærri lánveitingu en liggur fyrir í dag. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir svo marga óvissuþætti uppi varðandi framkvæmdina nú að óábyrgt sé að setja á það verðmiða. Hann hafi ekki forsendur til þess, enda hafi Vegagerðin ekki beina aðkomu að verkinu lengur. Aðspurður telur hann hins vegar enga ástæðu til að halda að tafir og kostnaður við Vaðlaheiðargöng verði minni en við Héðinsfjarðargöng þar sem vatnselgur olli því að verkið fór 17% fram úr kostnaðaráætlun.Þykir ljóst að 5 mánuðir séu tapaðir - Gert var ráð fyrir að framkvæmdum yrði lokið við Vaðlaheiðargöng í árslok 2016, gangagröftur kláraðist í september 2015 og annar frágangur tæki um 15 mánuði. - Kostnaðaráætlun við göngin mun vera í kringum 11 milljarða króna. - Fjármálaráðuneytið fjármagnar verkefnið. Ríkið tekur sérstakt lán og endurlánar Vaðlaheiðargöngum ehf. en göngin eru ekki á samgönguáætlun. - Tafir vegna heitavatnslekans í göngunum er þegar metinn fimm mánuðir, en óvíst er hvað lekinn sem kom upp á laugardaginn þýðir. - Verklok Héðinsfjarðarganga töfðust um ár, en göngin voru vígð í byrjun október 2010. - Uppreiknuð upphafleg áætlun var 13,9 milljarðar króna en heildarkostnaður 16,3 milljarðar.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira