Útúrsnúningar Fréttablaðsins um laun dómara Skúli Magnússon skrifar 5. febrúar 2016 11:30 Í Fréttablaðinu í dag er enn á ný fjallað um laun dómara. Í fyrirsögn fréttarinnar segir að laun dómara hafi hækkað um 38% í fyrra. Fullyrðing Fréttablaðsins er í besta falli hálfsannleikur. Laun dómara hækkuðu ekki um 38% í fyrra, eins og raunar kemur fram þegar fréttin er lesin í kjölinn, það voru „grunnlaun dómara“ sem hækkuðu um þessa prósentu. Með úrskurði kjararáðs 17. desember sl. hækkuðu heildarlaun dómara um 8% og kom sú hækkun til viðbótar almennri 9,3% hækkun þeirra sem heyra undir kjararáð. Úrskurður kjararáðs fól í sér í heildarendurskoðun á launum dómara sem beðið hafði verið eftir um árabil, og fól hann meðal annars í sér að greiðslur sem ákveðnar höfðu verið frá ári til árs voru færðar inn í grunnlaun. Þegar litið er til þróunar launa annarra sem heyra undir kjararáð, svo ekki sé minnst á launskrið á almennum vinnumarkaði, var þessi hækkun sanngjörn og löngu tímabær. Sú þróun launa dómara frá árinu 2009 að sífellt stærri hluti launa þeirra (meira en þriðjungur) var í formi yfirvinnu og tímabundinna greiðslna var ekki aðeins óásættanleg með hliðsjón af sjálfstæði dómara í starfi og alþjóðlegum viðmiðum sem sett hafa verið um þetta efni. Hún leiddi einnig til þess að eftirlaun þeirra sem tóku lífeyri skv. svonefndri eftirmannsreglu endurspegluðu með engum hætti raunveruleg laun dómara, eins og þeim er þó ætlað að gera. Með því að hlutfall grunnlauna af heildarlaunum var lagfært varð því einnig leiðrétting á eftirlaunum þessara fyrrverandi dómara eða maka þeirra. Sú hækkun, sem var veruleg, var því ekki aðeins óhjákvæmileg heldur einnig sanngjörn. Fréttin í Fréttablaðinu í dag er í fjórða sinn frá 31. janúar sl. sem blaðið gerir launamál dómara að umtalsefni og lætur að því liggja að þeir hafi fengið meiri hækkanir launa en stenst skoðun. Við vinnslu umræddra frétta hefur aldrei verið leitað viðbragða Dómarafélags Íslands eða annarra sem gætu varpað ljósi á málið frá sjónarhóli dómara. Þessi vinnbrögð Fréttablaðsins valda vonbrigðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu í dag er enn á ný fjallað um laun dómara. Í fyrirsögn fréttarinnar segir að laun dómara hafi hækkað um 38% í fyrra. Fullyrðing Fréttablaðsins er í besta falli hálfsannleikur. Laun dómara hækkuðu ekki um 38% í fyrra, eins og raunar kemur fram þegar fréttin er lesin í kjölinn, það voru „grunnlaun dómara“ sem hækkuðu um þessa prósentu. Með úrskurði kjararáðs 17. desember sl. hækkuðu heildarlaun dómara um 8% og kom sú hækkun til viðbótar almennri 9,3% hækkun þeirra sem heyra undir kjararáð. Úrskurður kjararáðs fól í sér í heildarendurskoðun á launum dómara sem beðið hafði verið eftir um árabil, og fól hann meðal annars í sér að greiðslur sem ákveðnar höfðu verið frá ári til árs voru færðar inn í grunnlaun. Þegar litið er til þróunar launa annarra sem heyra undir kjararáð, svo ekki sé minnst á launskrið á almennum vinnumarkaði, var þessi hækkun sanngjörn og löngu tímabær. Sú þróun launa dómara frá árinu 2009 að sífellt stærri hluti launa þeirra (meira en þriðjungur) var í formi yfirvinnu og tímabundinna greiðslna var ekki aðeins óásættanleg með hliðsjón af sjálfstæði dómara í starfi og alþjóðlegum viðmiðum sem sett hafa verið um þetta efni. Hún leiddi einnig til þess að eftirlaun þeirra sem tóku lífeyri skv. svonefndri eftirmannsreglu endurspegluðu með engum hætti raunveruleg laun dómara, eins og þeim er þó ætlað að gera. Með því að hlutfall grunnlauna af heildarlaunum var lagfært varð því einnig leiðrétting á eftirlaunum þessara fyrrverandi dómara eða maka þeirra. Sú hækkun, sem var veruleg, var því ekki aðeins óhjákvæmileg heldur einnig sanngjörn. Fréttin í Fréttablaðinu í dag er í fjórða sinn frá 31. janúar sl. sem blaðið gerir launamál dómara að umtalsefni og lætur að því liggja að þeir hafi fengið meiri hækkanir launa en stenst skoðun. Við vinnslu umræddra frétta hefur aldrei verið leitað viðbragða Dómarafélags Íslands eða annarra sem gætu varpað ljósi á málið frá sjónarhóli dómara. Þessi vinnbrögð Fréttablaðsins valda vonbrigðum.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun